„Hún er jafnmikilvæg fyrir þær svo þetta er engin afsökun“ Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2023 13:01 Thea Imani Sturludóttir og Birna Berg Haraldsdóttir missa báðar af leiknum í kvöld og sennilega af þeim leikjum sem eftir eru í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Samsett/DIEGO Búast má við því að Eyjakonur mæti „dýrvitlausar“ á Hlíðarenda í kvöld, í leik tvö í einvíginu við Val um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, að sögn Sigurðar Bragasonar þjálfara ÍBV. Bæði lið sakna frábærrar, örvhentrar skyttu í einvíginu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18 og er sýndur í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport, þar sem upphitun hefst klukkan 17:30. Ljóst var fyrir einvígið að ÍBV yrði væntanlega án Birnu Berg Haraldsdóttur en hún handarbrotnaði í fimm leikja einvíginu við Hauka, í leik númer tvö. En það áfall „núllast“ á vissan hátt út því Valur er sömuleiðis án Theu Imani Sturludóttur. „Hún er frá og verður frá í kvöld og næstu leiki. Staðan er bara ekki góð. Hún meiddist illa á ökkla og er bara ekki leikfær,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Einhverjir hafa gert sér vonir um að Birna geti spilað í einvíginu, þar sem hún er brotin á hægri hönd en skýtur með vinstri, en Sigurður segir það ekki raunhæft. Mögulega annað mál ef hún væri í fótbolta „Birna er handarbrotin. Ef hún væri í knattspyrnu þá hefði verið hægt að tjasla henni saman og leyfa henni að spila fótboltaleik, en að vera að nota höndina í vörn og sókn í handboltaleik er bara ekki hægt. Okkur langar það en það er bara ekki möguleiki. Við getum ekkert verið að pæla of mikið í því. Svo kom á daginn að Thea er ekki með þeim og hún er jafnmikilvæg fyrir þær, svo þetta er engin afsökun,“ segir Sigurður. Sigurður Bragason er búinn að gera ÍBV að deildarmeistara og bikarmeistara á leiktíðinni, og ætlar sér Íslandsmeistaratitilinn einnig.vísir/Diego Valskonur unnu nokkuð öruggan sigur í Eyjum í fyrsta leik einvígisins á föstudaginn, 30-23, eftir að hafa verið 14-9 yfir í hálfleik. ÍBV búið að vera mest sannfærandi í allan vetur „Við spiluðum vel síðast og vonandi verður bara áframhald á því. En ég býst við erfiðum leik í kvöld. Ég held að Eyjaliðið komi af miklum krafti, og það sama verður uppi á teningnum hjá okkur. Þetta verður hörkuleikur,“ segir Ágúst. „ÍBV-liðið er búið að vera mest sannfærandi í allan vetur og var auðvitað bara að koma úr fimm leikja seríu. Við eigum von á þeim af fullum krafti í kvöld en að sama skapi þurfum við að gera slíkt hið sama og vera tilbúin í verkefnið. Þetta verður líklega járn í járn eins og flestir leikirnir hafa verið, og vonandi náum við að landa sigri,“ segir Ágúst. Ágúst Jóhannsson er í góðri stöðu með lið sitt Val, 1-0 yfir og með heimaleik fyrir höndum í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.VÍSIR/DIEGO Sá hluti í sókninni sem þarf að laga Sigurður segir Eyjafólk ekki dvelja lengi við tapið í fyrsta leik: „Það er bara upp, upp og áfram. Ekkert annað í boði. Þetta var bara tap í fyrsta leik, á móti góðu liði. Ef þú ferð að væla á svona tíma þá ertu bara búinn að tapa þessu öllu saman. Það er ekkert í boði. Það er bara leikur tvö í kvöld og við vinnum þá. Sóknarlega voru ákveðnir hlutir sem ég sá að við þyrftum að laga. Þegar svona stutt er á milli leikja þá hafa lið ekki mikinn tíma til að „drilla“ eitthvað en það voru nokkrir hlutir sem að ég vona að ég geti gert betur með stelpunum. Við verðum vonandi alveg dýrvitlausar og ég á ekki von á öðru,“ segir Sigurður. Leikur Vals og ÍBV hefst klukkan 18 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 18 og er sýndur í veglegri útsendingu á Stöð 2 Sport, þar sem upphitun hefst klukkan 17:30. Ljóst var fyrir einvígið að ÍBV yrði væntanlega án Birnu Berg Haraldsdóttur en hún handarbrotnaði í fimm leikja einvíginu við Hauka, í leik númer tvö. En það áfall „núllast“ á vissan hátt út því Valur er sömuleiðis án Theu Imani Sturludóttur. „Hún er frá og verður frá í kvöld og næstu leiki. Staðan er bara ekki góð. Hún meiddist illa á ökkla og er bara ekki leikfær,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Einhverjir hafa gert sér vonir um að Birna geti spilað í einvíginu, þar sem hún er brotin á hægri hönd en skýtur með vinstri, en Sigurður segir það ekki raunhæft. Mögulega annað mál ef hún væri í fótbolta „Birna er handarbrotin. Ef hún væri í knattspyrnu þá hefði verið hægt að tjasla henni saman og leyfa henni að spila fótboltaleik, en að vera að nota höndina í vörn og sókn í handboltaleik er bara ekki hægt. Okkur langar það en það er bara ekki möguleiki. Við getum ekkert verið að pæla of mikið í því. Svo kom á daginn að Thea er ekki með þeim og hún er jafnmikilvæg fyrir þær, svo þetta er engin afsökun,“ segir Sigurður. Sigurður Bragason er búinn að gera ÍBV að deildarmeistara og bikarmeistara á leiktíðinni, og ætlar sér Íslandsmeistaratitilinn einnig.vísir/Diego Valskonur unnu nokkuð öruggan sigur í Eyjum í fyrsta leik einvígisins á föstudaginn, 30-23, eftir að hafa verið 14-9 yfir í hálfleik. ÍBV búið að vera mest sannfærandi í allan vetur „Við spiluðum vel síðast og vonandi verður bara áframhald á því. En ég býst við erfiðum leik í kvöld. Ég held að Eyjaliðið komi af miklum krafti, og það sama verður uppi á teningnum hjá okkur. Þetta verður hörkuleikur,“ segir Ágúst. „ÍBV-liðið er búið að vera mest sannfærandi í allan vetur og var auðvitað bara að koma úr fimm leikja seríu. Við eigum von á þeim af fullum krafti í kvöld en að sama skapi þurfum við að gera slíkt hið sama og vera tilbúin í verkefnið. Þetta verður líklega járn í járn eins og flestir leikirnir hafa verið, og vonandi náum við að landa sigri,“ segir Ágúst. Ágúst Jóhannsson er í góðri stöðu með lið sitt Val, 1-0 yfir og með heimaleik fyrir höndum í kvöld. Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari.VÍSIR/DIEGO Sá hluti í sókninni sem þarf að laga Sigurður segir Eyjafólk ekki dvelja lengi við tapið í fyrsta leik: „Það er bara upp, upp og áfram. Ekkert annað í boði. Þetta var bara tap í fyrsta leik, á móti góðu liði. Ef þú ferð að væla á svona tíma þá ertu bara búinn að tapa þessu öllu saman. Það er ekkert í boði. Það er bara leikur tvö í kvöld og við vinnum þá. Sóknarlega voru ákveðnir hlutir sem ég sá að við þyrftum að laga. Þegar svona stutt er á milli leikja þá hafa lið ekki mikinn tíma til að „drilla“ eitthvað en það voru nokkrir hlutir sem að ég vona að ég geti gert betur með stelpunum. Við verðum vonandi alveg dýrvitlausar og ég á ekki von á öðru,“ segir Sigurður. Leikur Vals og ÍBV hefst klukkan 18 og er sýndur á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkan 17:30. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna ÍBV Valur Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira