Skrunað undir stýri Stefán Halldórsson skrifar 16. maí 2023 10:30 Á sólríkum sunnudegi ákváðum við hjónin að henda nokkrum pylsum á grillið í síðbúinn hádegismat. Þegar lagerstaðan var tekin í eldhússkápum kom hinsvegar í ljós að steikta laukinn vantaði og því stökk ég upp í fjölskyldubílinn og brenndi (á löglegum hraða vitaskuld) í Krambúðina á Eggertsgötu. Við fjölskyldan búum í Skerjafirðinum og því var bíltúrinn ekki langur og innan skamms var ég kominn með nauðsynjarnar og sjálfvirka kassakerfið heilsaði mér með virktum. Í miðri afgreiðslunni titraði síminn og ný skilaboð birtust á Sportabler, sem er ansi hentugt smáforrit sem heldur utan um tómstundir barnana minna. Strákurinn er í sundi, stelpan æfir skauta, bæði eru þau í skátunum og Sportabler heldur utanum allar greiðslur, tímasetningar á æfingum og skipulagningu móta. Ef ekki væri fyrir þetta app værum við hjónin í standandi rugli við að halda utanum allt heila klabbið. Í þetta skiptið var um breyttan æfingartíma að ræða, miðað við það sem birtist snögglega á heimaskjá símans, en til að fræðast nánar um breytinguna þyrfti ég að fara inn í forritið og skoða betur. Og þar tók firringin við. Ég steig inn í bílinn, henti 2 x fernum af kókómjólk ásamt plastboxi af steiktum lauk í baksætið, fór í belti og ók af stað og ÆTLAÐI AÐ SKOÐA SÍMANN Á LEIÐINNI HEIM! Ég var ekki farþegi, ég var bílstjóri. ÉG ÆTLAÐI BARA AÐ SKOÐA AÐEINS Á MEÐAN ÉG KEYRÐI HEIM! Bíllinn minn er ekki sjálfkeyrandi. ÉG ÆTLAÐI AÐ TÉKKA Á SÍMANUM MÍNUM Á LEIÐINNI HEIM! Það er hreint og beint óhugnarlegt hversu auðveldlega þessi brenglaða hugsun smeygði sér að, eins og ekkert væri eðlilegra en að einbeita sér að litlum símaskjá og keyra tæplega tveggja tonna bifreið á sama tíma. Bara á meðan ég skrifa þessa grein hefur Sportabler appið pípt tvisvar, þessi vorsýning Skautafélags Reykjavíkur græjar sig ekki sjálf. Að auki hefur Facebook Messenger blikkað, WorkPlace hefur látið vita af sér og gott ef Mentor, Arion Banki og Netflix hafa ekki heimtað athygli mína líka. Allt er þetta vissulega sjálfskaparvíti, við ráðum sjálf hversu mikið við viljum leyfa snjalltækjunum að angra okkur með tilkynningum, uppfærslum og almennu tuði. Þennan umrædda dag greip ég ekki í símann undir stýri og þegar ég keyri fær hann að vera í friði. Ef ég bara verð að heyra nýjasta lagið með Daða og Gagnamagninu verður gervigreindin Siri bara gessovel að skilja mig þegar ég kalla upp óskalagið, hátt og snjallt. Ykkur að segja hefur Siri ekki skilið mig hingað til og heldur að ég sé að biðja um lag með sveitinni “Daddy and Gagged by Magnet”. Við ættum öll að reyna að vera snjallari en símarnir okkar og einbeita okkur að akstrinum, bara andartaks athugun á skilaboðum getur breytt bílferðinni í spennandi heimsókn í endurhæfingu eða þaðan af verra. Höfundur vinnur í fjarskiptageiranum og á í ástar/hatursambandi við símann sinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umferðaröryggi Mest lesið Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Skoðun Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á sólríkum sunnudegi ákváðum við hjónin að henda nokkrum pylsum á grillið í síðbúinn hádegismat. Þegar lagerstaðan var tekin í eldhússkápum kom hinsvegar í ljós að steikta laukinn vantaði og því stökk ég upp í fjölskyldubílinn og brenndi (á löglegum hraða vitaskuld) í Krambúðina á Eggertsgötu. Við fjölskyldan búum í Skerjafirðinum og því var bíltúrinn ekki langur og innan skamms var ég kominn með nauðsynjarnar og sjálfvirka kassakerfið heilsaði mér með virktum. Í miðri afgreiðslunni titraði síminn og ný skilaboð birtust á Sportabler, sem er ansi hentugt smáforrit sem heldur utan um tómstundir barnana minna. Strákurinn er í sundi, stelpan æfir skauta, bæði eru þau í skátunum og Sportabler heldur utanum allar greiðslur, tímasetningar á æfingum og skipulagningu móta. Ef ekki væri fyrir þetta app værum við hjónin í standandi rugli við að halda utanum allt heila klabbið. Í þetta skiptið var um breyttan æfingartíma að ræða, miðað við það sem birtist snögglega á heimaskjá símans, en til að fræðast nánar um breytinguna þyrfti ég að fara inn í forritið og skoða betur. Og þar tók firringin við. Ég steig inn í bílinn, henti 2 x fernum af kókómjólk ásamt plastboxi af steiktum lauk í baksætið, fór í belti og ók af stað og ÆTLAÐI AÐ SKOÐA SÍMANN Á LEIÐINNI HEIM! Ég var ekki farþegi, ég var bílstjóri. ÉG ÆTLAÐI BARA AÐ SKOÐA AÐEINS Á MEÐAN ÉG KEYRÐI HEIM! Bíllinn minn er ekki sjálfkeyrandi. ÉG ÆTLAÐI AÐ TÉKKA Á SÍMANUM MÍNUM Á LEIÐINNI HEIM! Það er hreint og beint óhugnarlegt hversu auðveldlega þessi brenglaða hugsun smeygði sér að, eins og ekkert væri eðlilegra en að einbeita sér að litlum símaskjá og keyra tæplega tveggja tonna bifreið á sama tíma. Bara á meðan ég skrifa þessa grein hefur Sportabler appið pípt tvisvar, þessi vorsýning Skautafélags Reykjavíkur græjar sig ekki sjálf. Að auki hefur Facebook Messenger blikkað, WorkPlace hefur látið vita af sér og gott ef Mentor, Arion Banki og Netflix hafa ekki heimtað athygli mína líka. Allt er þetta vissulega sjálfskaparvíti, við ráðum sjálf hversu mikið við viljum leyfa snjalltækjunum að angra okkur með tilkynningum, uppfærslum og almennu tuði. Þennan umrædda dag greip ég ekki í símann undir stýri og þegar ég keyri fær hann að vera í friði. Ef ég bara verð að heyra nýjasta lagið með Daða og Gagnamagninu verður gervigreindin Siri bara gessovel að skilja mig þegar ég kalla upp óskalagið, hátt og snjallt. Ykkur að segja hefur Siri ekki skilið mig hingað til og heldur að ég sé að biðja um lag með sveitinni “Daddy and Gagged by Magnet”. Við ættum öll að reyna að vera snjallari en símarnir okkar og einbeita okkur að akstrinum, bara andartaks athugun á skilaboðum getur breytt bílferðinni í spennandi heimsókn í endurhæfingu eða þaðan af verra. Höfundur vinnur í fjarskiptageiranum og á í ástar/hatursambandi við símann sinn.
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen Skoðun