„Handboltanördinn“ Guðmundur fær sjaldséð hrós frá dönsku pressunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2023 11:01 Guðmundur Guðmundsson er að gera frábæra hluti með Fredericia í úrslitakeppni danska handboltans. Getty/Henk Seppen Íslenski handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er búinn að koma Fredericia í undanúrslit um danska meistaratitilinn og þetta afrek hefur ekki farið fram hjá neinum sem fylgjast með danska handboltanum. Danskir blaðamenn voru margir hverjir ekki miklir aðdáendur Guðmundar þegar hann þjálfaði danska landsliðið á sínum tíma en þeir geta ekki litið frá þeirri staðreynd að íslenski þjálfarinn er búinn að kom Fredericia í undanúrslit í fyrsta sinn í meira en fjóra áratugi. Guðmundur fær þannig mikið (og sjaldséð) hrós frá danska handboltasérfræðinginum Peter Bruun Jörgensen sem skrifar reglulega pistla um handbolta á TV2. Jörgensen fer stuttlega yfir sögu Fredericia sem varð fimm sinnum danskur meistari á áttunda áratugnum en endaði á að verða gjaldþrota 2012. Félagið kom síðan aftur upp árið 2019 og Guðmundur Guðmundsson fékk síðan það stóra verkefni að koma liðinu aftur í hóp þeirra bestu. Útlitið var kannski ekki allt of bjart þegar hlé var gert á dönsku deildinni vegna heimsmeistaramótsins en eftir að Guðmundur kom heim af HM og hætti með íslenska landsliðið þá hefur Fredericia verið á miklu skriði. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá er allt tímasett og skipulagt af honum duglega þjálfara Guðmundi Guðmundssyni. Fyrrum þjálfari danska landsliðsins, sem tók við liðinu fyrir tímabilið, hefur sett sinn svip á þetta lið. Handboltanördinn, sem eyðir mestum tíma sólarhringsins í að hugsa um handbolta og dreymir hann eflaust líka,“ skrifar Peter Bruun Jörgensen. „Öll smáatriði eru skoðuð út í þaula, leikgreind og lausnum komið til skila. Bæði í leikgreiningarherberginu en líka þegar hann hleypur upp og niður hliðarlínuna í leikjunum sjálfum. Hann er líka að uppskera fyrir þessa miklu vinnu og ég ber mikla virðingu fyrir því,“ skrifar Jörgensen. „Ég dáist af Guðmundi Guðmundssyni til að koma liði sínu í undanúrslitin. Getur Fredericia farið alla leið og orðið danskur meistari? Ég held ekki. Þrátt fyrir allt þá verður þetta einvígi á milli Álaborgar og GOG,“ skrifar Jörgensen. Það má lesa allan pistilinn hér. Danski handboltinn Mest lesið Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Sjá meira
Danskir blaðamenn voru margir hverjir ekki miklir aðdáendur Guðmundar þegar hann þjálfaði danska landsliðið á sínum tíma en þeir geta ekki litið frá þeirri staðreynd að íslenski þjálfarinn er búinn að kom Fredericia í undanúrslit í fyrsta sinn í meira en fjóra áratugi. Guðmundur fær þannig mikið (og sjaldséð) hrós frá danska handboltasérfræðinginum Peter Bruun Jörgensen sem skrifar reglulega pistla um handbolta á TV2. Jörgensen fer stuttlega yfir sögu Fredericia sem varð fimm sinnum danskur meistari á áttunda áratugnum en endaði á að verða gjaldþrota 2012. Félagið kom síðan aftur upp árið 2019 og Guðmundur Guðmundsson fékk síðan það stóra verkefni að koma liðinu aftur í hóp þeirra bestu. Útlitið var kannski ekki allt of bjart þegar hlé var gert á dönsku deildinni vegna heimsmeistaramótsins en eftir að Guðmundur kom heim af HM og hætti með íslenska landsliðið þá hefur Fredericia verið á miklu skriði. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá er allt tímasett og skipulagt af honum duglega þjálfara Guðmundi Guðmundssyni. Fyrrum þjálfari danska landsliðsins, sem tók við liðinu fyrir tímabilið, hefur sett sinn svip á þetta lið. Handboltanördinn, sem eyðir mestum tíma sólarhringsins í að hugsa um handbolta og dreymir hann eflaust líka,“ skrifar Peter Bruun Jörgensen. „Öll smáatriði eru skoðuð út í þaula, leikgreind og lausnum komið til skila. Bæði í leikgreiningarherberginu en líka þegar hann hleypur upp og niður hliðarlínuna í leikjunum sjálfum. Hann er líka að uppskera fyrir þessa miklu vinnu og ég ber mikla virðingu fyrir því,“ skrifar Jörgensen. „Ég dáist af Guðmundi Guðmundssyni til að koma liði sínu í undanúrslitin. Getur Fredericia farið alla leið og orðið danskur meistari? Ég held ekki. Þrátt fyrir allt þá verður þetta einvígi á milli Álaborgar og GOG,“ skrifar Jörgensen. Það má lesa allan pistilinn hér.
Danski handboltinn Mest lesið Leik lokið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Lokaprófið fyrir HM Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Sjá meira