Til hamingju Ísland, með safnafólkið Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar 17. maí 2023 07:01 Við erum ótrúlega heppin á Íslandi að hér sé jafn fjölbreytt, öflugt og áhugavert safnastarf og raun ber vitni. Á Íslandi má finna fjölda safna, t.d. náttúruminja-, lista-, og minjasöfn, auk hinna ýmsu sérsafna. Einnig er starfandi net skjala- og bókasafna um landið. Það er reyndar kannski ekki rétt að segja að við séum heppin, því þetta öfluga safnastarf sprettur ekki úr engu. Í safnaheiminum starfar nefnilega ótrúlega duglegt, hugmyndaríkt og drífandi fólk. Fólk sem hefur brennandi áhuga og metnað fyrir menningu, sögu, náttúru og list. Mikið af safnastarfi fer fram á bak við tjöldin og er ekki sýnilegt gestum safna. Það eru engu að síður mjög mikilvæg verkefni. Safnafólkið safnar munum og minjum, myndum og minningum, skráir menningararfinn og varðveitir fyrir komandi kynslóðir. Safnafólk stundar rannsóknir, setur viðfangsefni safnanna í nýtt samhengi og skoðar safngripi út frá nýjum vinklum. Þessi vinna skilar sér svo út í samfélagiðmeð allskonar miðlun, útgáfu og sýningargerð. Á söfnum starfar nefnilega ótrúlega skapandi fólk, sérfræðingar í sýningagerð, sem kunna þá kúnst að ná til ólíkra hópa sem koma í heimsókn. Í safnfræðslunni vinnur metnaðarfullt og hugmyndaríkt fólk sem kann að setja efnið fram á áhugaverðan hátt, flétta saman fróðleik og skemmtun, og vekja áhuga á viðfangsefninu. Á söfnum starfar fólk sem stendur fyrir ýmiskonar viðburðum, sem tengja saman ólíka hópa og vinna með því gegn einmannaleika og fordómum. Fólkið í móttöku safnanna er svo andlit þeirra út á við, tekur á móti gestum, leiðbeinir, svarar spurningum og passar upp á safnkostinn. Á litlum söfnum er einn og sami einstaklingurinn stundum allt þetta fólk. Öll þessi mikilvægu verkefni skila sér svo út í samfélagið. Rannsóknir og miðlun stuðla að betra samfélagi, vinna t.d. að auknu jafnrétti og gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Með fjölbreyttum viðburðum sem auka samkennd og eru undirstaða að mannlífi og menningu. Með því að varðveita söguna fyrir komandi kynslóðir. Með því að fræða börn um hvernig samtíminn byggir á fortíðinni og búa þannig til ábyrga einstaklinga. Með því að setja söguna í nýtt samhengi. Með því að laða að ferðafólk til Íslands og skemmta því og fræða. Með því að búa til menningarlegt og skemmtilegt samfélag sem fólk vill tilheyra. Á söfnum starfar stór hópur af duglegu, reynslumiklu og skapandi hugsjóna- og fagfólki. Mörg þeirra geta haldið mörgum boltum á lofti eins og ekkert sé og eru sérfræðingar í að gera mikið úr litlu. Það er mikilvægt að átta sig á þessari fagmennsku, reynslu og sérfræðikunnáttu þegar rætt er um söfn og leita til safnafólks þegar málaflokkurinn er ræddur. Það þarf að styðja betur við starf safna og safnafólks og gæta þess að taka ekki öllu því góða starfi sem unnið er á söfnunum sem sjálfsögðum hlut. Þann 18. maí, á Alþjóðlega safnadeginum, hvet ég öll sem þetta lesa til að heimsækja söfn í ykkar nágrenni og í leiðinni að muna eftir að hrósa öllu því harðduglega safnafólki sem þið þekkið eða starfa á ykkar safni! Við safnafólk segi ég; Innilega til hamingju með safnadaginn og takk fyrir ykkar frábæra og öfluga starf. Það skiptir máli. Miklu máli! Höfundur er verkefnisstjóri Alþjóðlega safnadagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Við erum ótrúlega heppin á Íslandi að hér sé jafn fjölbreytt, öflugt og áhugavert safnastarf og raun ber vitni. Á Íslandi má finna fjölda safna, t.d. náttúruminja-, lista-, og minjasöfn, auk hinna ýmsu sérsafna. Einnig er starfandi net skjala- og bókasafna um landið. Það er reyndar kannski ekki rétt að segja að við séum heppin, því þetta öfluga safnastarf sprettur ekki úr engu. Í safnaheiminum starfar nefnilega ótrúlega duglegt, hugmyndaríkt og drífandi fólk. Fólk sem hefur brennandi áhuga og metnað fyrir menningu, sögu, náttúru og list. Mikið af safnastarfi fer fram á bak við tjöldin og er ekki sýnilegt gestum safna. Það eru engu að síður mjög mikilvæg verkefni. Safnafólkið safnar munum og minjum, myndum og minningum, skráir menningararfinn og varðveitir fyrir komandi kynslóðir. Safnafólk stundar rannsóknir, setur viðfangsefni safnanna í nýtt samhengi og skoðar safngripi út frá nýjum vinklum. Þessi vinna skilar sér svo út í samfélagiðmeð allskonar miðlun, útgáfu og sýningargerð. Á söfnum starfar nefnilega ótrúlega skapandi fólk, sérfræðingar í sýningagerð, sem kunna þá kúnst að ná til ólíkra hópa sem koma í heimsókn. Í safnfræðslunni vinnur metnaðarfullt og hugmyndaríkt fólk sem kann að setja efnið fram á áhugaverðan hátt, flétta saman fróðleik og skemmtun, og vekja áhuga á viðfangsefninu. Á söfnum starfar fólk sem stendur fyrir ýmiskonar viðburðum, sem tengja saman ólíka hópa og vinna með því gegn einmannaleika og fordómum. Fólkið í móttöku safnanna er svo andlit þeirra út á við, tekur á móti gestum, leiðbeinir, svarar spurningum og passar upp á safnkostinn. Á litlum söfnum er einn og sami einstaklingurinn stundum allt þetta fólk. Öll þessi mikilvægu verkefni skila sér svo út í samfélagið. Rannsóknir og miðlun stuðla að betra samfélagi, vinna t.d. að auknu jafnrétti og gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Með fjölbreyttum viðburðum sem auka samkennd og eru undirstaða að mannlífi og menningu. Með því að varðveita söguna fyrir komandi kynslóðir. Með því að fræða börn um hvernig samtíminn byggir á fortíðinni og búa þannig til ábyrga einstaklinga. Með því að setja söguna í nýtt samhengi. Með því að laða að ferðafólk til Íslands og skemmta því og fræða. Með því að búa til menningarlegt og skemmtilegt samfélag sem fólk vill tilheyra. Á söfnum starfar stór hópur af duglegu, reynslumiklu og skapandi hugsjóna- og fagfólki. Mörg þeirra geta haldið mörgum boltum á lofti eins og ekkert sé og eru sérfræðingar í að gera mikið úr litlu. Það er mikilvægt að átta sig á þessari fagmennsku, reynslu og sérfræðikunnáttu þegar rætt er um söfn og leita til safnafólks þegar málaflokkurinn er ræddur. Það þarf að styðja betur við starf safna og safnafólks og gæta þess að taka ekki öllu því góða starfi sem unnið er á söfnunum sem sjálfsögðum hlut. Þann 18. maí, á Alþjóðlega safnadeginum, hvet ég öll sem þetta lesa til að heimsækja söfn í ykkar nágrenni og í leiðinni að muna eftir að hrósa öllu því harðduglega safnafólki sem þið þekkið eða starfa á ykkar safni! Við safnafólk segi ég; Innilega til hamingju með safnadaginn og takk fyrir ykkar frábæra og öfluga starf. Það skiptir máli. Miklu máli! Höfundur er verkefnisstjóri Alþjóðlega safnadagsins.
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar