Nýsköpun í lagageiranum: Það á ekki að vera lúxus að leita réttar síns Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. maí 2023 07:01 Margrét Anna Einarsdóttir lögfræðingur og eigandi nýsköpunarfyrirtækisins Justikal segir að meðalmaðurinn fari í gegnum eitt til tvö dómsmál um ævina og oft sé þetta þungbært ferli fyrir fólk. Hún lítur á lögmannstarfið sem þjónustustarf og segir að allt sem getur mögulega stytt málsfeðferðartímann, lækkað kostnað og aukið á gagnsæi af hinu góða. Eins og hugbúnaðarkerfi Justikal stuðlar að. Vísir/Vilhelm „Ég lít á lögmennskuna sem þjónustustarf. Allt sem við getum gert til að flýta fyrir málsmeðferð, lækka kostnað og auka á gagnsæi fyrir borgarana er því eitthvað sem við eigum stöðugt að vinna að. Því það að standa í málaferlum er oftast eitthvað sem leggst þungt á fólk,“ segir Margrét Anna Einarsdóttir eigandi og stofnandi nýsköpunarfyrirtækisins Justikal. Að sögn Margrétar Önnu er sagt að meðal maðurinn lendi í einu til tveimur dómsmálum um ævina. Það að nýta tæknina til að gera málsmeðferðina allt að 30% hraðari, umhverfisvænni með því að sleppa pappír og vista gögn með öruggum hætti er því mjög af hinu góða en það er í stuttu máli það sem hugbúnaðarkerfi Justikal gerir. Sem dæmi um sparnað má til dæmis nefna sparnaðinn sem hlýst af því að lögmenn séu ekki að eyða miklum tíma í að keyra fram og til baka með pappír til dómstóla eða svara einföldum fyrirspurnum í síma eins og um stöðu máls eða afrit af gögnum. Því skjólstæðingar fá afrit af sínum gögnum með aðgangi að kerfi Justikal. Að starfa í nýsköpun innan dóms- og lagaumhverfisins er hins vegar afar sjaldgæft og ekki mikið að sá geiri sé yfir höfuð tengdur við nýsköpun og þróun. Margrét Anna segir skýringuna á því meðal annars vera þá að það er svo stutt síðan Evrópu regluverki var breytt. Núna er lagaramminn kominn sem kveður á um réttaráhrif rafrænna traustþjónusta eins og rafrænna auðkenninga, rafrænna innsigla, rafrænna undirskrifta og svo framvegis. Skýr lagarammi sem fjallar um réttaráhrif þessarar tækni, opnaði tækifæri á að lausn eins og Justkikal varð til. „Evrópu löggjöfinni var breytt með þeim hætti að nú er öllum dómstólum skylt að taka við stafrænum gögnum, þessi löggjöf opnar því á gríðarlega stórt tækifæri fyrir framfarir. Að mér vitandi erum við þau einu í heiminum sem erum búin að búa til svona kerfi. En við verðum örugglega ekki þau einu né síðustu þannig að tíminn skiptir máli.“ Alltaf opin fyrir nýjungum Þótt Margrét Anna hafi sjálf ekki tekið ákvörðun um að fara í lögmennskuna fyrr en hún hlýddi á kynningu fulltrúa lagadeildar Háskólans í Reykjavík rétt áður en hún varð stúdent frá Verslunarskóla Íslands, segir mamma hennar að lögmennskan hafi legið ljós fyrir frá því að Margrét Anna var í leikskóla. „Það var víst þannig að mamma var boðuð á fund þar sem henni var sagt að ég væri víst ekki að leika mér nógu mikið á leikskólanum. Því þegar upp komu deilur hjá krökkunum var eins og krakkarnir kæmu með þau mál til mín og mitt hlutverk var að leysa úr deilunum,“ segir Margrét Anna og hlær. Margrét Anna naut þess að vera í framhaldsskóla. Tók virkan þátt í nemendasýningum Versló. En síðan kom að því að velja hvað hún ætlaði að gera næst og þar fannst henni margt í lögmennskunni vera eitthvað sem ætti vel við sig. „Mér fannst rökhugsunin sem kennd er í lagadeildinni vera mjög áhugaverð og eiga vel við mig. Enda tel ég þessa aðferðafræði nýtast manni almennt mjög vel í lífinu. Þegar að ég starfaði sem lögmaður velti ég því þó oft fyrir mér hvort við gætum ekki gert hlutina betur og hraðari. Því mörg mál eru yfirgripsmikil og þung og kerfið í kringum það gerði okkur erfitt fyrir um vik,“ segir Margrét Anna og bætir við: Að mörgu leyti má líkja starfi lögmannsins við ákveðið sálgæslustarf. Því mörgum þykir þetta þungbær reynsla að fara í gegnum og stundum dýr því hún tekur langan tíma. En að sækja rétt sinn má aldrei vera lúxusvara. Það eiga allir að geta sótt rétt sinn ef sú staða kemur upp að aðilar þurfa þess. Þess vegna er til mikils að vinna að lækka kostnað með því að flýta málsmeðferðinni eins og hægt er með kerfi eins og Justikal.“ Að sögn Önnu Margrétar gæti kerfi Justikal sparað samfélaginu allt að 3,3 milljarða árlega því það að sleppa pappírnum og/eða að draga úr öllum þessum ferðum lögmanna til dómstóla til að fara með eða sækja pappíra spari strax háar upphæðir svo einföld dæmi séu tekin. Vísir/Vilhelm Fjármögnun oft eins og stefnumót Margrét Anna segist hafa reiknað það út eitt sinn að kerfi Justikal gæti sparað íslensku samfélagi allt að 3,3 milljörðum árlega. Því svo kostnaðarsamur er sá tími sem fer í hefðbundna málsmeðferð þar sem allt er útprentað á pappír og svo framvegis. Það sem opnaði tækifæri fyrir hana að fara af stað með kerfið var styrkur frá Tækniþróunarsjóði sem hún sótti um árið 2018, í kjölfar þess að fyrrgreindu regluverki hafði verið breytt. „Sá styrkur var brautryðjendastyrkur fyrir okkur því hann gerði okkur kleift að fara í þróun á fyrstu útgáfu kerfisins,“ segir Margrét Anna, sem fékk bróður sinn Ólaf Einarsson verkfræðing til að ganga til liðs við sig með stofnun Justikal. Með styrknum ákvað Margrét Anna líka að taka skrefið til fulls, hætta að starfa sem lögmaður og einbeita sér alfarið að því að ýta hugmyndinni úr vör. Sem meðal annars þýddi að leita að fjárfestum til að koma með fjármagn í verkefnið. „Að fá fjárfesta er að mörgu leyti svipað og að fara á stefnumót,“ segir Margrét Anna og hlær. Þegar Margrét Anna hafði þreifað fyrir sér á ýmsum fundum með fjárfestum í sex til átta mánuði, varð hún svo lánsöm að Eyrir Vöxtur tók ákvörðun um að fjárfesta í Justikal með 400 milljónum króna. Þá hlaut fyrirtækið 60 milljónir króna í viðbótarstyrki frá Tækniþróunarsjóði. „Ég gæti ekki verið ánægðari með fjárfesta því það að fá fjárfesta er stórt og mikið skref. Þetta þýðir að þú ert að fá einhvern sem mun eiga fyrirtækið með þér og þá skiptir öllu máli að þið eigið vel saman,“ segir Margrét Anna til frekari útskýringar á því hvernig hægt er að líkja fjármögnunarferlinu saman við stefnumótunarferilinn. „Það voru oft langir og strangir fundir með Eyri Vexti áður en þeir komu inn. En ég man líka eftir því að hafa oft hugsað eftir á: Já svona á þetta að vera. Þetta á ekki að vera auðvelt. Þetta á að reyna á til að vera rétt og best, því með því að fá hluthafa inn sem spyr gagnrýnna spurninga og sér til þess að maður er á tánum, þá aukast líkurnar á að meiri árangur náist.“ Margrét Anna sér fyrir sér að Justikal verði farið að starfa í nokkrum löndum eftir nokkur ár og hún hvetur fólk sem er með drauma um nýsköpunarhugmyndir að fylgja hjartanu og leggja allt í sölurnar til þess að draumurinn verði að veruleika. Þessi vegferð kalli á þrautseigju og oft þurfi að hugsa út fyrir boxið en að fylgja hjartanu sé svo sannarlega þess virði.Vísir/Vilhelm Útlönd Nú þegar eru nokkrar lögmannstofur á Íslandi farnar að nýta sér kerfi Justikal sem Margrét Anna segir afar mikilvægt því að markmiðið er að fara í útrás og þá skiptir miklu máli að geta sýnt fram á góðan árangur á heimamarkaði. Meðal viðskiptavina má til dæmis nefna lögmannstofu Logos og Gerðadóm Viðskiptaráðs. Hjá Justikal starfa fjórir starfsmenn í Kópavogi en forritun kerfisins fer fram í Litháen hjá afbragðs forriturum. „Ólafur hafði reynslu af því að vinna með forriturum þaðan þannig að við fórum snemma í ferlinu út og tókum viðtal við nokkra aðila. Þar af var einn sem stóð uppúr sem sá álitlegasti að okkur fannst. Ekki sá ódýrarasti en sá ákjósanlegasti að okkar mati og við sjáum ekki eftir því að hafa valið hann.“ Margrét Anna segist horfa til útlanda með reksturinn og hugsi stórt, en þó þannig að Ísland verði alltaf miðjan í rekstrinum. Fyrir stuttu opnaðist stórt tækifæri fyrir Margréti Önnu að koma Justikal á framfæri í Evrópu því nýverið var hún skipuð sendiherra fyrir hönd Íslands í ELTA samtökunum. ELTA stendur fyrir The European Legal Tech Association og segir Margrét að framkvæmdastjóri samtakanna hafi verið að fylgjast með Justikal um tíma því markmið ELTA er að efla tækni í lögfræðigeiranum. „Framkvæmdastjórinn kom síðan að máli við mig og bauð mér að vera fulltrúi samtakanna fyrir Ísland. Sem er frábært tækifæri því að til dæmis er ég bráðlega að fara út á ráðstefnu um þetta efni þar sem ég mun halda kynningu og fyrirlestur um Justikal og leita eftir samböndum við lykil einstaklinga innan geirans í Evrópu..“ Kerfið hefur frá upphafi verið á íslensku og ensku og útfært fyrir alþjóðlegt umhverfi. Ég sé alveg fyrir mér að eftir nokkur ár verði Justikal farið að starfa í nokkrum löndum og sparnaðurinn við notkun kerfisins hér heima fyrir löngu búið að skila margfalt til baka þeim styrk sem við höfum fengið hjá Tækniþróunarsjóði. Ég legg líka áherslu á að samhliða vextinum séum við að byggja upp góðan og eftirsóttan vinnustað þar sem starfsfólki líður vel og upplifir sig blómstra í starfi,“ segir Margrét Anna og bætir við: „Eitt af því sem einkennir okkar starf er líka það að með Justikal kerfinu erum við að stuðla að ávinningi fyrir samfélagið. Kostnaðarlega, með tilliti til gagnsæis, öryggis gagna og upplifun borgaranna. Ég veit að það eitt og sér að starfsfólk Justikal viti að með vinnunni okkar erum við að gera gagn og gefa af okkur til góðs, er liður í þeirri starfsánægju sem við erum að upplifa sem teymi.“ Lumar þú á einhverju góðu ráði fyrir einstakling sem mögulega er með góða nýsköpunarhugmynd en hefur enn ekki tekið af skarið? „Já ég hvet fólk hiklaust til að vera óhrædd við að fylgja hjartanu og berjast fyrir draumnum. Það kallar vissulega á mikla þrautseigju að fara þessa vegferð og maður þarf að vera útsjónarsamur og oft að hugsa út fyrir boxið. En það að vinna að hugmynd sem maður hefur alltaf óbilandi trú á og taka ákvörðun um að vinna að markmiði um það sem maður vill skilja eftir sig, er svo sannarlega þess virði. Ég hlakka líka mest til að heyra sögurnar síðar um Justikal. Hversu vel hefur gengið og hversu mikill ávinningur hlaust af því að það væri tekið í notkun.“ Nýsköpun Tækni Starfsframi Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Erfðamálin: Hægt að komast undan skuldum og ábyrgðum lána með opinberum skiptum „Með því að fara með dánarbú í opinber skipti eru lögerfingjar í raun að lýsa því yfir að þeir ætla ekki að taka ábyrgð á skuldum hins látna, hvorki núna né til framtíðar,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum meðal annars þegar erfðamálin eru rædd. 10. apríl 2023 08:01 „Hvers vegna að vakna á Íslandi ef þú getur vaknað í Napolí?“ Hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segist vera allt múlígt maður á lögfræðiskrifstofunni sinni en segir vinnutímann oftast stjórnast af öðrum en honum sjálfum. Vilhjálmur dvelur langdvölum í Napólí á Ítalíu og segir að sá sem ekki elskar þá borg eigi hreinlega eftir að læra að elska lífið eða hefur farið of oft til Tenerife. 23. október 2021 10:00 Hefðum jafnvel brugðist fyrr við með yngra fólk í stjórnum Sein viðbrögð við máli Vítalíu Lazareva hafa vakið upp spurningar. Og nú spyr fólk: Sætu þessir menn enn í sínum sætum ef málið hefði ekki komist í kastljós fjölmiðla? 20. janúar 2022 07:01 Regluvörður: „Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin“ „Ég get alveg sagt með fullri hreinskilni að þegar ég hóf störf hjá félaginu þá áttaði ég mig ekki fyllilega á starfi regluvarðar og því ábyrgðarhlutverki sem því fylgir. Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin, láta vaða og sjá hvað setur,“ segir Fanny Ósk Mellbin, lögfræðingur og regluvörður hjá Skeljungi. Og Fanny bætir við: „Ég held að ég sé ekki ein af þeim sem vissi sex ára við hvað ég vildi starfa við, heldur finnst mér lífið vera ákveðin vegferð, og það verða eflaust mörg tímabil á lífsins leið, hvert og eitt stútfullt af áskorunum og tækifærum.“ 6. september 2021 07:00 Hjónabandsráðgjöf, lífstílsráðgjöf og fleira fyrir starfsfólk Velferðaþjónusta er orðin að veruleika á sumum vinnustöðum. Hér er dæmi um innleiðingu velferðarþjónustu hjá Samkaup sem nær yfir 1400 starfsmenn um land allt. 23. september 2020 09:01 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Að sögn Margrétar Önnu er sagt að meðal maðurinn lendi í einu til tveimur dómsmálum um ævina. Það að nýta tæknina til að gera málsmeðferðina allt að 30% hraðari, umhverfisvænni með því að sleppa pappír og vista gögn með öruggum hætti er því mjög af hinu góða en það er í stuttu máli það sem hugbúnaðarkerfi Justikal gerir. Sem dæmi um sparnað má til dæmis nefna sparnaðinn sem hlýst af því að lögmenn séu ekki að eyða miklum tíma í að keyra fram og til baka með pappír til dómstóla eða svara einföldum fyrirspurnum í síma eins og um stöðu máls eða afrit af gögnum. Því skjólstæðingar fá afrit af sínum gögnum með aðgangi að kerfi Justikal. Að starfa í nýsköpun innan dóms- og lagaumhverfisins er hins vegar afar sjaldgæft og ekki mikið að sá geiri sé yfir höfuð tengdur við nýsköpun og þróun. Margrét Anna segir skýringuna á því meðal annars vera þá að það er svo stutt síðan Evrópu regluverki var breytt. Núna er lagaramminn kominn sem kveður á um réttaráhrif rafrænna traustþjónusta eins og rafrænna auðkenninga, rafrænna innsigla, rafrænna undirskrifta og svo framvegis. Skýr lagarammi sem fjallar um réttaráhrif þessarar tækni, opnaði tækifæri á að lausn eins og Justkikal varð til. „Evrópu löggjöfinni var breytt með þeim hætti að nú er öllum dómstólum skylt að taka við stafrænum gögnum, þessi löggjöf opnar því á gríðarlega stórt tækifæri fyrir framfarir. Að mér vitandi erum við þau einu í heiminum sem erum búin að búa til svona kerfi. En við verðum örugglega ekki þau einu né síðustu þannig að tíminn skiptir máli.“ Alltaf opin fyrir nýjungum Þótt Margrét Anna hafi sjálf ekki tekið ákvörðun um að fara í lögmennskuna fyrr en hún hlýddi á kynningu fulltrúa lagadeildar Háskólans í Reykjavík rétt áður en hún varð stúdent frá Verslunarskóla Íslands, segir mamma hennar að lögmennskan hafi legið ljós fyrir frá því að Margrét Anna var í leikskóla. „Það var víst þannig að mamma var boðuð á fund þar sem henni var sagt að ég væri víst ekki að leika mér nógu mikið á leikskólanum. Því þegar upp komu deilur hjá krökkunum var eins og krakkarnir kæmu með þau mál til mín og mitt hlutverk var að leysa úr deilunum,“ segir Margrét Anna og hlær. Margrét Anna naut þess að vera í framhaldsskóla. Tók virkan þátt í nemendasýningum Versló. En síðan kom að því að velja hvað hún ætlaði að gera næst og þar fannst henni margt í lögmennskunni vera eitthvað sem ætti vel við sig. „Mér fannst rökhugsunin sem kennd er í lagadeildinni vera mjög áhugaverð og eiga vel við mig. Enda tel ég þessa aðferðafræði nýtast manni almennt mjög vel í lífinu. Þegar að ég starfaði sem lögmaður velti ég því þó oft fyrir mér hvort við gætum ekki gert hlutina betur og hraðari. Því mörg mál eru yfirgripsmikil og þung og kerfið í kringum það gerði okkur erfitt fyrir um vik,“ segir Margrét Anna og bætir við: Að mörgu leyti má líkja starfi lögmannsins við ákveðið sálgæslustarf. Því mörgum þykir þetta þungbær reynsla að fara í gegnum og stundum dýr því hún tekur langan tíma. En að sækja rétt sinn má aldrei vera lúxusvara. Það eiga allir að geta sótt rétt sinn ef sú staða kemur upp að aðilar þurfa þess. Þess vegna er til mikils að vinna að lækka kostnað með því að flýta málsmeðferðinni eins og hægt er með kerfi eins og Justikal.“ Að sögn Önnu Margrétar gæti kerfi Justikal sparað samfélaginu allt að 3,3 milljarða árlega því það að sleppa pappírnum og/eða að draga úr öllum þessum ferðum lögmanna til dómstóla til að fara með eða sækja pappíra spari strax háar upphæðir svo einföld dæmi séu tekin. Vísir/Vilhelm Fjármögnun oft eins og stefnumót Margrét Anna segist hafa reiknað það út eitt sinn að kerfi Justikal gæti sparað íslensku samfélagi allt að 3,3 milljörðum árlega. Því svo kostnaðarsamur er sá tími sem fer í hefðbundna málsmeðferð þar sem allt er útprentað á pappír og svo framvegis. Það sem opnaði tækifæri fyrir hana að fara af stað með kerfið var styrkur frá Tækniþróunarsjóði sem hún sótti um árið 2018, í kjölfar þess að fyrrgreindu regluverki hafði verið breytt. „Sá styrkur var brautryðjendastyrkur fyrir okkur því hann gerði okkur kleift að fara í þróun á fyrstu útgáfu kerfisins,“ segir Margrét Anna, sem fékk bróður sinn Ólaf Einarsson verkfræðing til að ganga til liðs við sig með stofnun Justikal. Með styrknum ákvað Margrét Anna líka að taka skrefið til fulls, hætta að starfa sem lögmaður og einbeita sér alfarið að því að ýta hugmyndinni úr vör. Sem meðal annars þýddi að leita að fjárfestum til að koma með fjármagn í verkefnið. „Að fá fjárfesta er að mörgu leyti svipað og að fara á stefnumót,“ segir Margrét Anna og hlær. Þegar Margrét Anna hafði þreifað fyrir sér á ýmsum fundum með fjárfestum í sex til átta mánuði, varð hún svo lánsöm að Eyrir Vöxtur tók ákvörðun um að fjárfesta í Justikal með 400 milljónum króna. Þá hlaut fyrirtækið 60 milljónir króna í viðbótarstyrki frá Tækniþróunarsjóði. „Ég gæti ekki verið ánægðari með fjárfesta því það að fá fjárfesta er stórt og mikið skref. Þetta þýðir að þú ert að fá einhvern sem mun eiga fyrirtækið með þér og þá skiptir öllu máli að þið eigið vel saman,“ segir Margrét Anna til frekari útskýringar á því hvernig hægt er að líkja fjármögnunarferlinu saman við stefnumótunarferilinn. „Það voru oft langir og strangir fundir með Eyri Vexti áður en þeir komu inn. En ég man líka eftir því að hafa oft hugsað eftir á: Já svona á þetta að vera. Þetta á ekki að vera auðvelt. Þetta á að reyna á til að vera rétt og best, því með því að fá hluthafa inn sem spyr gagnrýnna spurninga og sér til þess að maður er á tánum, þá aukast líkurnar á að meiri árangur náist.“ Margrét Anna sér fyrir sér að Justikal verði farið að starfa í nokkrum löndum eftir nokkur ár og hún hvetur fólk sem er með drauma um nýsköpunarhugmyndir að fylgja hjartanu og leggja allt í sölurnar til þess að draumurinn verði að veruleika. Þessi vegferð kalli á þrautseigju og oft þurfi að hugsa út fyrir boxið en að fylgja hjartanu sé svo sannarlega þess virði.Vísir/Vilhelm Útlönd Nú þegar eru nokkrar lögmannstofur á Íslandi farnar að nýta sér kerfi Justikal sem Margrét Anna segir afar mikilvægt því að markmiðið er að fara í útrás og þá skiptir miklu máli að geta sýnt fram á góðan árangur á heimamarkaði. Meðal viðskiptavina má til dæmis nefna lögmannstofu Logos og Gerðadóm Viðskiptaráðs. Hjá Justikal starfa fjórir starfsmenn í Kópavogi en forritun kerfisins fer fram í Litháen hjá afbragðs forriturum. „Ólafur hafði reynslu af því að vinna með forriturum þaðan þannig að við fórum snemma í ferlinu út og tókum viðtal við nokkra aðila. Þar af var einn sem stóð uppúr sem sá álitlegasti að okkur fannst. Ekki sá ódýrarasti en sá ákjósanlegasti að okkar mati og við sjáum ekki eftir því að hafa valið hann.“ Margrét Anna segist horfa til útlanda með reksturinn og hugsi stórt, en þó þannig að Ísland verði alltaf miðjan í rekstrinum. Fyrir stuttu opnaðist stórt tækifæri fyrir Margréti Önnu að koma Justikal á framfæri í Evrópu því nýverið var hún skipuð sendiherra fyrir hönd Íslands í ELTA samtökunum. ELTA stendur fyrir The European Legal Tech Association og segir Margrét að framkvæmdastjóri samtakanna hafi verið að fylgjast með Justikal um tíma því markmið ELTA er að efla tækni í lögfræðigeiranum. „Framkvæmdastjórinn kom síðan að máli við mig og bauð mér að vera fulltrúi samtakanna fyrir Ísland. Sem er frábært tækifæri því að til dæmis er ég bráðlega að fara út á ráðstefnu um þetta efni þar sem ég mun halda kynningu og fyrirlestur um Justikal og leita eftir samböndum við lykil einstaklinga innan geirans í Evrópu..“ Kerfið hefur frá upphafi verið á íslensku og ensku og útfært fyrir alþjóðlegt umhverfi. Ég sé alveg fyrir mér að eftir nokkur ár verði Justikal farið að starfa í nokkrum löndum og sparnaðurinn við notkun kerfisins hér heima fyrir löngu búið að skila margfalt til baka þeim styrk sem við höfum fengið hjá Tækniþróunarsjóði. Ég legg líka áherslu á að samhliða vextinum séum við að byggja upp góðan og eftirsóttan vinnustað þar sem starfsfólki líður vel og upplifir sig blómstra í starfi,“ segir Margrét Anna og bætir við: „Eitt af því sem einkennir okkar starf er líka það að með Justikal kerfinu erum við að stuðla að ávinningi fyrir samfélagið. Kostnaðarlega, með tilliti til gagnsæis, öryggis gagna og upplifun borgaranna. Ég veit að það eitt og sér að starfsfólk Justikal viti að með vinnunni okkar erum við að gera gagn og gefa af okkur til góðs, er liður í þeirri starfsánægju sem við erum að upplifa sem teymi.“ Lumar þú á einhverju góðu ráði fyrir einstakling sem mögulega er með góða nýsköpunarhugmynd en hefur enn ekki tekið af skarið? „Já ég hvet fólk hiklaust til að vera óhrædd við að fylgja hjartanu og berjast fyrir draumnum. Það kallar vissulega á mikla þrautseigju að fara þessa vegferð og maður þarf að vera útsjónarsamur og oft að hugsa út fyrir boxið. En það að vinna að hugmynd sem maður hefur alltaf óbilandi trú á og taka ákvörðun um að vinna að markmiði um það sem maður vill skilja eftir sig, er svo sannarlega þess virði. Ég hlakka líka mest til að heyra sögurnar síðar um Justikal. Hversu vel hefur gengið og hversu mikill ávinningur hlaust af því að það væri tekið í notkun.“
Nýsköpun Tækni Starfsframi Góðu ráðin Vinnustaðurinn Tengdar fréttir Erfðamálin: Hægt að komast undan skuldum og ábyrgðum lána með opinberum skiptum „Með því að fara með dánarbú í opinber skipti eru lögerfingjar í raun að lýsa því yfir að þeir ætla ekki að taka ábyrgð á skuldum hins látna, hvorki núna né til framtíðar,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum meðal annars þegar erfðamálin eru rædd. 10. apríl 2023 08:01 „Hvers vegna að vakna á Íslandi ef þú getur vaknað í Napolí?“ Hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segist vera allt múlígt maður á lögfræðiskrifstofunni sinni en segir vinnutímann oftast stjórnast af öðrum en honum sjálfum. Vilhjálmur dvelur langdvölum í Napólí á Ítalíu og segir að sá sem ekki elskar þá borg eigi hreinlega eftir að læra að elska lífið eða hefur farið of oft til Tenerife. 23. október 2021 10:00 Hefðum jafnvel brugðist fyrr við með yngra fólk í stjórnum Sein viðbrögð við máli Vítalíu Lazareva hafa vakið upp spurningar. Og nú spyr fólk: Sætu þessir menn enn í sínum sætum ef málið hefði ekki komist í kastljós fjölmiðla? 20. janúar 2022 07:01 Regluvörður: „Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin“ „Ég get alveg sagt með fullri hreinskilni að þegar ég hóf störf hjá félaginu þá áttaði ég mig ekki fyllilega á starfi regluvarðar og því ábyrgðarhlutverki sem því fylgir. Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin, láta vaða og sjá hvað setur,“ segir Fanny Ósk Mellbin, lögfræðingur og regluvörður hjá Skeljungi. Og Fanny bætir við: „Ég held að ég sé ekki ein af þeim sem vissi sex ára við hvað ég vildi starfa við, heldur finnst mér lífið vera ákveðin vegferð, og það verða eflaust mörg tímabil á lífsins leið, hvert og eitt stútfullt af áskorunum og tækifærum.“ 6. september 2021 07:00 Hjónabandsráðgjöf, lífstílsráðgjöf og fleira fyrir starfsfólk Velferðaþjónusta er orðin að veruleika á sumum vinnustöðum. Hér er dæmi um innleiðingu velferðarþjónustu hjá Samkaup sem nær yfir 1400 starfsmenn um land allt. 23. september 2020 09:01 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Erfðamálin: Hægt að komast undan skuldum og ábyrgðum lána með opinberum skiptum „Með því að fara með dánarbú í opinber skipti eru lögerfingjar í raun að lýsa því yfir að þeir ætla ekki að taka ábyrgð á skuldum hins látna, hvorki núna né til framtíðar,“ segir Pétur Steinn Guðmundsson lögmaður hjá Deloitte Legal og sérfræðingur í skattamálum meðal annars þegar erfðamálin eru rædd. 10. apríl 2023 08:01
„Hvers vegna að vakna á Íslandi ef þú getur vaknað í Napolí?“ Hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segist vera allt múlígt maður á lögfræðiskrifstofunni sinni en segir vinnutímann oftast stjórnast af öðrum en honum sjálfum. Vilhjálmur dvelur langdvölum í Napólí á Ítalíu og segir að sá sem ekki elskar þá borg eigi hreinlega eftir að læra að elska lífið eða hefur farið of oft til Tenerife. 23. október 2021 10:00
Hefðum jafnvel brugðist fyrr við með yngra fólk í stjórnum Sein viðbrögð við máli Vítalíu Lazareva hafa vakið upp spurningar. Og nú spyr fólk: Sætu þessir menn enn í sínum sætum ef málið hefði ekki komist í kastljós fjölmiðla? 20. janúar 2022 07:01
Regluvörður: „Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin“ „Ég get alveg sagt með fullri hreinskilni að þegar ég hóf störf hjá félaginu þá áttaði ég mig ekki fyllilega á starfi regluvarðar og því ábyrgðarhlutverki sem því fylgir. Stundum þarf maður að stökkva á tækifærin, láta vaða og sjá hvað setur,“ segir Fanny Ósk Mellbin, lögfræðingur og regluvörður hjá Skeljungi. Og Fanny bætir við: „Ég held að ég sé ekki ein af þeim sem vissi sex ára við hvað ég vildi starfa við, heldur finnst mér lífið vera ákveðin vegferð, og það verða eflaust mörg tímabil á lífsins leið, hvert og eitt stútfullt af áskorunum og tækifærum.“ 6. september 2021 07:00
Hjónabandsráðgjöf, lífstílsráðgjöf og fleira fyrir starfsfólk Velferðaþjónusta er orðin að veruleika á sumum vinnustöðum. Hér er dæmi um innleiðingu velferðarþjónustu hjá Samkaup sem nær yfir 1400 starfsmenn um land allt. 23. september 2020 09:01