„Stjórnuðum leiknum frá upphafi til enda“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 13. maí 2023 18:41 Arnar Grétarsson var sáttur með sína menn í dag. Vísir/Hulda Margrét „Ég er gríðarlega ánægður. Þetta er einn af erfiðustu útivöllunum að koma á og að spila eins og við gerðum er frábært,“ sagði Arnar Grétarsson þjálfari Vals eftir 4-0 sigur á KA mönnum á Greifavellinum í dag. „Fyrri hálfleikur er eitt af því besta sem ég hef séð hingað til frá mínu liði. Við stjórnuðum leiknum frá upphafi til enda og skoruðum stórglæsileg mörk, við kláruðum leikinn í fyrri hálfleik en gerðum einnig vel í þeim síðari. Við vissum að KA menn myndu koma með læti inn í seinni og við þyrftum að vera klárir.“ Adam Ægir Pálsson kom Val á bragðið þegar aðeins 40 sekúndum voru liðnar af leiknum. „Það hjálpaði að fá mark strax, það er enginn spurning en mér fannst við bara mæta frá fyrstu mínútu sem hefur ekki verið í öllum leikjum hingað til. Við höfum stundum notað fyrstu mínúturnar til að koma okkur í gang en hér vorum við klárir frá fyrstu mínútu og til þeirra síðustu.“ Valur hefur nú skorað 21 mark í 5 leikjum. „Í heild sinni er sóknarleikurinn bara góður, við erum að halda vel í boltann og það er mikið flæði hjá okkur. Við erum með hrikalega öfluga bakverði sem koma mikið upp og svo hafa allir leikmennirnir vera að koma að mörkunum okkar. Það er mjög jákvætt þegar þú ert að fá mörk frá mörgum stöðum af vellinum, mjög gaman þegar svona margir komast á blað.“ „Við erum komnir á flottan stað og ef menn eru tilbúnir að vinna fyrir hvern annan áfram þá erum við mjög góðir í fótbolta. Við verðum bara að halda áfram enda koma leikirnir á færibandi og þetta er alltaf spurning um næsta leik. Það er klisja en það er bara þannig.“ Valur er tímabundið komið í fyrsta sætið með 18 stig og markatöluna 23-7. „Það er gott að vera komin með 18 stig eftir sjö leiki en það er ótrúlega mikið eftir. Við þurfum þessa frammistöðu eins og í síðustu þremur leikjum áfram inn í mótið, það hjálpar okkur ekki hvað við höfum gert heldur hvort við ætlum að halda því áfram í næstu leikjum.“ Framundan er leikur í bikarnum á móti Grindavík en sá leikur fer fram á fimmtudaginn. „Við erum hrikalega ánægðir en þessi leikur gefur okkar meira en bara þetta, hann gefur okkur ekkert á móti Grindavík í bikarnum sem er næsti leikur. Þannig við fögnum í dag, njótum á morgun og svo er bara labbirnar á jörðina og undirbúa okkur fyrir næsta leik.“ KA Valur Besta deild karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Fleiri fréttir Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sjá meira
„Fyrri hálfleikur er eitt af því besta sem ég hef séð hingað til frá mínu liði. Við stjórnuðum leiknum frá upphafi til enda og skoruðum stórglæsileg mörk, við kláruðum leikinn í fyrri hálfleik en gerðum einnig vel í þeim síðari. Við vissum að KA menn myndu koma með læti inn í seinni og við þyrftum að vera klárir.“ Adam Ægir Pálsson kom Val á bragðið þegar aðeins 40 sekúndum voru liðnar af leiknum. „Það hjálpaði að fá mark strax, það er enginn spurning en mér fannst við bara mæta frá fyrstu mínútu sem hefur ekki verið í öllum leikjum hingað til. Við höfum stundum notað fyrstu mínúturnar til að koma okkur í gang en hér vorum við klárir frá fyrstu mínútu og til þeirra síðustu.“ Valur hefur nú skorað 21 mark í 5 leikjum. „Í heild sinni er sóknarleikurinn bara góður, við erum að halda vel í boltann og það er mikið flæði hjá okkur. Við erum með hrikalega öfluga bakverði sem koma mikið upp og svo hafa allir leikmennirnir vera að koma að mörkunum okkar. Það er mjög jákvætt þegar þú ert að fá mörk frá mörgum stöðum af vellinum, mjög gaman þegar svona margir komast á blað.“ „Við erum komnir á flottan stað og ef menn eru tilbúnir að vinna fyrir hvern annan áfram þá erum við mjög góðir í fótbolta. Við verðum bara að halda áfram enda koma leikirnir á færibandi og þetta er alltaf spurning um næsta leik. Það er klisja en það er bara þannig.“ Valur er tímabundið komið í fyrsta sætið með 18 stig og markatöluna 23-7. „Það er gott að vera komin með 18 stig eftir sjö leiki en það er ótrúlega mikið eftir. Við þurfum þessa frammistöðu eins og í síðustu þremur leikjum áfram inn í mótið, það hjálpar okkur ekki hvað við höfum gert heldur hvort við ætlum að halda því áfram í næstu leikjum.“ Framundan er leikur í bikarnum á móti Grindavík en sá leikur fer fram á fimmtudaginn. „Við erum hrikalega ánægðir en þessi leikur gefur okkar meira en bara þetta, hann gefur okkur ekkert á móti Grindavík í bikarnum sem er næsti leikur. Þannig við fögnum í dag, njótum á morgun og svo er bara labbirnar á jörðina og undirbúa okkur fyrir næsta leik.“
KA Valur Besta deild karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Enski boltinn Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sport Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Íslenski boltinn Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Adam Ægir á heimleið Íslenski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Fleiri fréttir Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Skaut kúlunni í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Kláraði fjórða árið í læknisfræðinni meðfram öllum Íslandsmetunum Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Leik lokið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti