Hver á að bera skaðann? Gunnar Ingi Gunnarsson skrifar 13. maí 2023 08:00 Enn á ný hefur skotfélögunum á Álfsnesi verið gert að skella í lás og hætta allri starfsemi án fyrirvara með tilheyrandi fjárhagslegum skaða fyrir skotfélögin og þá aðila sem hafa greitt félagsgjöld og afnotagjöld fyrir skotsvæðin. Í þetta skipti er það elsta íþróttafélags íslands, Skotfélag Reykjavíkur, sem er gert að loka án fyrirvara. Allt kemur þetta vegna síendurtekinna þrálátra árása og kærum frá fáum einstaklingum búsettum á Kjalarnesinu og Mosfellsbænum, nánar tiltekið þrenn pör búsett á Kjalarnesi og eitt úr Mosó. Alveg er það magnað að skipulagssvið og heilbrigðissvið Reykjavíkurborgar ásamt ráðuneyti Umhverfis og auðlindamála geti ekki með nokkru móti unnið vinnu sína svo vel sé. Nú hafa bæði skotfélögin á Álsnesi orðið fyrir miklu tjóni, líkt og áður hefur verið sagt, svo ekki sé nefnt allt skotíþróttasamfélagið í heild vegna þessara endalausu árása sem staðið hafa yfir í góðan áratug, nú er nóg komið. Íþróttaskotfimi er heimsþekkt íþróttagrein sem er stunduð í flestum löndum heimskringlunar í sátt og samlindi við nágranna og umhverfi. Íþróttin á sennilega hvað dýpstu rætur að rekja þegar kemur að aldri og hefðum innan íþrótta sem hafa verið stunduð í heiminum. Það er alveg til ólíkinda hvað þessari íþrótt hefur verið sýndur lítill skilningur og virðing í landi sem er upprunnið úr veiðisamfélagi. Ríki, borg, bæjarfélög um allt land og ÍSÍ hafa dregið lappirnar út í eitt við að veita þessari íþrótt brautargengi á íslandi með því að efla félögin með viðeigandi uppsetningu á æfingasvæðum sem búa að því að vernda þá sem stunda íþróttina, draga úr hávaða út fyrir svæðin og draga úr umhverfismengun. Allt er þetta hægt að gera á mjög einfaldan máta og með litlum langtímakostnaði en skammsýni ofangreindra (Borg, bæir, ríki, ÍSÍ) er svo mikil að ekkert er gert... algjörlega til skammar. Gefið er leyfi til að leggja heilu tugina, ef ekki hundruði, hektara undir golfvelli með fjárstuðningi ÍSÍ. Tilheyrandi jarðrask við gerð vallana, mengun frá sláttutraktorum sem fara um vellina nokkrum sinnum á dag, skilar hellings mengun og kolefnissporum en engin talar um slíkt. En ef íþróttafélag sem leggur stund á íþróttaskotfimi biður um varanlegt svæði er ekkert gert því svæðið sem fer undir þá íþróttastarfsemi gæti orðið dýrmætt iðnaðarsvæði í framtíðinni en svæðið undir golfvellinum er það ekki, það má nefnilega ekki styðja við íþróttagrein sem tekur sama pláss og mögulega ein stutt braut á gólfvelli. Hvenær ætlar íþróttahreyfingin að fara taka hausinn úr sandinum, stíga upp og styðja elstu íþróttagrein landsins með almennilegum fjárstuðningi og staðstuðningi. Skammarleg framkoma sem hér sést. Vitað er að sundabrautinni er ætlað að koma yfir Kollafjörðin á svipuðum stað og Skotreyn er staðsett að sunnanverðu og kemur niður við begjuna upp úr Kollafirðinum að norðan verðu. Einnig er vitað að Kjalarnesið allt verður mjög verðmætt byggingarland ef / þegar Sundabrautin kemur. Ofangreindir landeigendur á Kjalarnesi eiga auðsjáanlega hagsmuna að gæta þegar kemur að landi undir byggingarland. Skildi það hafa eitthvað að gera með þessar látlausu árásir að ábúendur á annari jörðinni eru að reka byggingarfyrirtæki... spurning? En hver á að bera skaðann sem komin er? Eru það skotíþróttafélögin, Íþróttasambandið, borgin, eða þeir sem hafa haldið uppi linnulausum árásunum á skotfélögin á Álsnesinu, að virðist vera fyrir eigin hagsmuni. Höfundur er iðkandi í íþróttaskotfimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skotvopn Reykjavík Skipulag Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Enn á ný hefur skotfélögunum á Álfsnesi verið gert að skella í lás og hætta allri starfsemi án fyrirvara með tilheyrandi fjárhagslegum skaða fyrir skotfélögin og þá aðila sem hafa greitt félagsgjöld og afnotagjöld fyrir skotsvæðin. Í þetta skipti er það elsta íþróttafélags íslands, Skotfélag Reykjavíkur, sem er gert að loka án fyrirvara. Allt kemur þetta vegna síendurtekinna þrálátra árása og kærum frá fáum einstaklingum búsettum á Kjalarnesinu og Mosfellsbænum, nánar tiltekið þrenn pör búsett á Kjalarnesi og eitt úr Mosó. Alveg er það magnað að skipulagssvið og heilbrigðissvið Reykjavíkurborgar ásamt ráðuneyti Umhverfis og auðlindamála geti ekki með nokkru móti unnið vinnu sína svo vel sé. Nú hafa bæði skotfélögin á Álsnesi orðið fyrir miklu tjóni, líkt og áður hefur verið sagt, svo ekki sé nefnt allt skotíþróttasamfélagið í heild vegna þessara endalausu árása sem staðið hafa yfir í góðan áratug, nú er nóg komið. Íþróttaskotfimi er heimsþekkt íþróttagrein sem er stunduð í flestum löndum heimskringlunar í sátt og samlindi við nágranna og umhverfi. Íþróttin á sennilega hvað dýpstu rætur að rekja þegar kemur að aldri og hefðum innan íþrótta sem hafa verið stunduð í heiminum. Það er alveg til ólíkinda hvað þessari íþrótt hefur verið sýndur lítill skilningur og virðing í landi sem er upprunnið úr veiðisamfélagi. Ríki, borg, bæjarfélög um allt land og ÍSÍ hafa dregið lappirnar út í eitt við að veita þessari íþrótt brautargengi á íslandi með því að efla félögin með viðeigandi uppsetningu á æfingasvæðum sem búa að því að vernda þá sem stunda íþróttina, draga úr hávaða út fyrir svæðin og draga úr umhverfismengun. Allt er þetta hægt að gera á mjög einfaldan máta og með litlum langtímakostnaði en skammsýni ofangreindra (Borg, bæir, ríki, ÍSÍ) er svo mikil að ekkert er gert... algjörlega til skammar. Gefið er leyfi til að leggja heilu tugina, ef ekki hundruði, hektara undir golfvelli með fjárstuðningi ÍSÍ. Tilheyrandi jarðrask við gerð vallana, mengun frá sláttutraktorum sem fara um vellina nokkrum sinnum á dag, skilar hellings mengun og kolefnissporum en engin talar um slíkt. En ef íþróttafélag sem leggur stund á íþróttaskotfimi biður um varanlegt svæði er ekkert gert því svæðið sem fer undir þá íþróttastarfsemi gæti orðið dýrmætt iðnaðarsvæði í framtíðinni en svæðið undir golfvellinum er það ekki, það má nefnilega ekki styðja við íþróttagrein sem tekur sama pláss og mögulega ein stutt braut á gólfvelli. Hvenær ætlar íþróttahreyfingin að fara taka hausinn úr sandinum, stíga upp og styðja elstu íþróttagrein landsins með almennilegum fjárstuðningi og staðstuðningi. Skammarleg framkoma sem hér sést. Vitað er að sundabrautinni er ætlað að koma yfir Kollafjörðin á svipuðum stað og Skotreyn er staðsett að sunnanverðu og kemur niður við begjuna upp úr Kollafirðinum að norðan verðu. Einnig er vitað að Kjalarnesið allt verður mjög verðmætt byggingarland ef / þegar Sundabrautin kemur. Ofangreindir landeigendur á Kjalarnesi eiga auðsjáanlega hagsmuna að gæta þegar kemur að landi undir byggingarland. Skildi það hafa eitthvað að gera með þessar látlausu árásir að ábúendur á annari jörðinni eru að reka byggingarfyrirtæki... spurning? En hver á að bera skaðann sem komin er? Eru það skotíþróttafélögin, Íþróttasambandið, borgin, eða þeir sem hafa haldið uppi linnulausum árásunum á skotfélögin á Álsnesinu, að virðist vera fyrir eigin hagsmuni. Höfundur er iðkandi í íþróttaskotfimi.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar