Hvalur tapaði þremur milljörðum á hvalveiðum á áratug Árni Sæberg skrifar 14. maí 2023 07:00 Það er kostnaðarsamt að veiða hvali og verka þá. Stöð 2/Egill Miðað við gögn úr ársreikningum Hvals hf. hafa hluthafar félagsins ekki riðið feitum hesti frá umdeildum hvalveiðum. Á árunum 2012 til 2020 var tap félagsins af hvalveiðum þrír milljarðar króna. Félagið hagnast á sama tíma verulega á fjárfestingum ótengdum útgerð. Þetta kemur fram í samantekt endurskoðunarfyrirtækisins Gæðaendurskoðun á síðustu tíu ársreikningum útgerðarinnar, sem ætti raunar frekar að kalla fjárfestingafélag miðað við tekjulindir þess. Þrátt fyrir að hvalaveiðar hafi gefið lítið af sér eru hluthafar félagsins ekki á flæðiskeri staddir. Hagnaður félagsins á árunum 2012 til 2020 var rétt tæplega þrjátíu milljarðar króna. Í skýrslu stjórnar í síðasta ársreikningi var lagt til að greiddur yrði einn og hálfur milljarða króna í arð til hluthafa. Stærstu hluthafar eru Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri félagsins og systir hans Birna. Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri Hvals hf. og stærsti hluthafi félagsins.Stöð 2/Egill Langstærsta tekjulind Hvals hf. á tímabilinu eru eignarhlutir félagsins í öðrum félögum, þá helst Vogun hf., sem var afskráð árið 2019 eftir sölu félagsins á öllum eignarhluta þess í HB Granda. Drjúgur hluti hagnaðar Hvals hf. á tímabilinu, um 13,5 milljarðar króna, skýrist af sölunni. Seldi hval fyrir tæpa tíu milljarða króna Hvalveiðar okkar Íslendinga hafa verið þrætuepli um árabil og margir hafa velt fyrir sér tilgangi þeirra. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals og sá maður sem ber hvalveiðiiðnaðinn á herðum sér, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar að ekkert mál væri að koma hvalaafurðum í verð. Er markaður fyrir kjötið? „Já, já, það er ekkert vesen með það. Ég veit ekki af hverju þið haldið það. Þið eruð alltaf að messa um það, þessi fréttamenn,“ sagði Kristján í samtali við fréttastofu í tilefni af því að hvalveiðar hófust á ný eftir langa pásu síðasta sumar. Á tímabilinu 2012 til 2020 námu tekjur Hvals af sölu hvalaafurða alls rúmlega 9,7 milljörðum króna. Vert er að taka fram að hvalveiðar voru ekki stundaðar öll árin sem um ræðir. Tekjur af hvalveiðum segja hins vegar bara hálfa söguna, þeim fylgir nefnilega ærinn kostnaður, ef miðað er við ársreikninga. Þá má nefna að meðallaun starfsmanna við veiði og vinnslu hvals eru 1,7 milljónir króna á mánuði, líkt og verkalýðsforkólfurinn Vilhjálmur Birgisson greindi frá í gær. Í samantekt Gæðaendurskoðunar eru þrír kostnaðarliðir teknir saman, rekstur hvalveiðiskipa, kostnaður í Hvalfirði og útflutningstengdur kostnaður; birgðabreyting hvalaafurða; og afskrift hvalveiðiskipa. Samantekinn kostnaður er þrír milljarðar króna umfram tekjur af hvalveiðum. Inni í þeirri tölu eru hvorki afskriftir fasteigna og véla né kostnaður í Hafnarfirði, þar sem höfuðstöðvar félagsins eru, en Gæðaenduskoðun telur sig ekki hafa forsendur til að tengja hann beint við Hvalveiðar. Úttekt Gæðaendurskoðunar má sjá tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Hvalur_(1)PDF172KBSækja skjal Hvalveiðar Hafnarfjörður Akranes Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira
Þetta kemur fram í samantekt endurskoðunarfyrirtækisins Gæðaendurskoðun á síðustu tíu ársreikningum útgerðarinnar, sem ætti raunar frekar að kalla fjárfestingafélag miðað við tekjulindir þess. Þrátt fyrir að hvalaveiðar hafi gefið lítið af sér eru hluthafar félagsins ekki á flæðiskeri staddir. Hagnaður félagsins á árunum 2012 til 2020 var rétt tæplega þrjátíu milljarðar króna. Í skýrslu stjórnar í síðasta ársreikningi var lagt til að greiddur yrði einn og hálfur milljarða króna í arð til hluthafa. Stærstu hluthafar eru Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri félagsins og systir hans Birna. Kristján Loftsson er framkvæmdastjóri Hvals hf. og stærsti hluthafi félagsins.Stöð 2/Egill Langstærsta tekjulind Hvals hf. á tímabilinu eru eignarhlutir félagsins í öðrum félögum, þá helst Vogun hf., sem var afskráð árið 2019 eftir sölu félagsins á öllum eignarhluta þess í HB Granda. Drjúgur hluti hagnaðar Hvals hf. á tímabilinu, um 13,5 milljarðar króna, skýrist af sölunni. Seldi hval fyrir tæpa tíu milljarða króna Hvalveiðar okkar Íslendinga hafa verið þrætuepli um árabil og margir hafa velt fyrir sér tilgangi þeirra. Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals og sá maður sem ber hvalveiðiiðnaðinn á herðum sér, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðasta sumar að ekkert mál væri að koma hvalaafurðum í verð. Er markaður fyrir kjötið? „Já, já, það er ekkert vesen með það. Ég veit ekki af hverju þið haldið það. Þið eruð alltaf að messa um það, þessi fréttamenn,“ sagði Kristján í samtali við fréttastofu í tilefni af því að hvalveiðar hófust á ný eftir langa pásu síðasta sumar. Á tímabilinu 2012 til 2020 námu tekjur Hvals af sölu hvalaafurða alls rúmlega 9,7 milljörðum króna. Vert er að taka fram að hvalveiðar voru ekki stundaðar öll árin sem um ræðir. Tekjur af hvalveiðum segja hins vegar bara hálfa söguna, þeim fylgir nefnilega ærinn kostnaður, ef miðað er við ársreikninga. Þá má nefna að meðallaun starfsmanna við veiði og vinnslu hvals eru 1,7 milljónir króna á mánuði, líkt og verkalýðsforkólfurinn Vilhjálmur Birgisson greindi frá í gær. Í samantekt Gæðaendurskoðunar eru þrír kostnaðarliðir teknir saman, rekstur hvalveiðiskipa, kostnaður í Hvalfirði og útflutningstengdur kostnaður; birgðabreyting hvalaafurða; og afskrift hvalveiðiskipa. Samantekinn kostnaður er þrír milljarðar króna umfram tekjur af hvalveiðum. Inni í þeirri tölu eru hvorki afskriftir fasteigna og véla né kostnaður í Hafnarfirði, þar sem höfuðstöðvar félagsins eru, en Gæðaenduskoðun telur sig ekki hafa forsendur til að tengja hann beint við Hvalveiðar. Úttekt Gæðaendurskoðunar má sjá tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Hvalur_(1)PDF172KBSækja skjal
Hvalveiðar Hafnarfjörður Akranes Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Sjá meira