Kaldar kveðjur til framhaldsskólanna Hólmfríður Árnadóttir og Álfhildur Leifsdóttir skrifa 11. maí 2023 18:31 Rannsóknir síðustu ára á líðan barna og ungmenna (rannsóknir og greining, Eurostudent) sýna fram á aukna vanlíðan meðal nemenda á elsta stigi grunnskóla og nemenda framhaldsskólanna, sérstaklega stúlkna. Þá flosna drengir frekar upp úr námi í framhaldsskólum um leið og brotthvarf nemenda er með því hæsta hér á landi ef borið er saman við hin Norðurlöndin. Í þessu samhengi mætti halda að mikilvægast væri að styrkja starfsemi skólanna eins og vonir stóðu til þegar lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt á Alþingi, enda ekki vanþörf á. Tillaga til þingsályktunar um átak í uppbyggingu verknámsaðstöðu í framhaldsskólum vakti einnig vonir um að nú stæði mikið til. Þar var vitnað í nefnd menntamálaráðherra um mótun menntastefnu sem boðaði að stórefla beri alla verk- og starfsmenntun í landinu enda lengi verið rætt um nauðsyn þess. Hvoru tveggja lofaði góðu þar sem enn er ekki gróið um heilt eftir styttingu framhaldsskólans niður í þrjú ár, þar eru vísbendingar um að meðaleinkunnir nemenda á stúdentsprófi hafi lækkað og þeir komi verr undirbúnir inn í háskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið). Lands¬sam¬tök ís¬lenskra stúd¬enta (LÍS) og Sam¬tök ís¬lenskra fram¬halds¬skóla¬nema (SÍF) hafa óskað eftir því að mat verði lagt á þau áhrif sem stytt¬ing á náms¬tíma fram¬halds¬skól¬ans hefur haft á líðan ungmenna, starfsemi framhaldsskóla og háskóla. Nýleg rannsókn Maríu Jónasdóttur og flr. leiðir líkum að því að styttingin hafi haft víðtæk áhrif á nám og komið niður á dýpt og fjölbreytni í námi sem beri að rannsaka betur. Í Hvítbók um umbætur í menntun (2014) segir að umrædd stytting hafi verið gerð til að tryggja alþjóðlegan samanburð og samkeppni, þó leiða megi að því líkur að markmiðið hafi verið að styrkja atvinnulífið frekar en uppeldis- og kennslufræði. Á þessum tíma hafði nemendum á framhaldsskólastigi fjölgað umtalsvert en um leið var mikið brotthvarf þar sem aðeins 45% nemenda útskrifaðist á tilskildum tíma. Þarna var marktækur munur milli Íslands og annarra Norðurlanda hvað varðar brotthvarf nemenda en engu að síður ákveðið að miða við þeirra kerfi þegar að styttingu kom. Þá var rætt um lengingu skólaársins til samræmis þess sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til að koma til móts við styttingu en sú hefur ekki orðið raunin. Á dögunum var stýrihópur skipaður að sögn ráðherra til að takast á við áskoranir sem framhaldsskólarnir standa frammi fyrir á komandi árum með áherslu á þarfir nemenda, gæði náms og fjölbreytni í námsframboði. Áhersla á aukna hagræðingu er sannarlega nefnd en um leið samlegð í eflingu skólaþjónustu, betri námsgögnum og meiri stuðningi við nemendur sem standa höllum fæti og nemendur með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn (Mennta- og barnamálaráðuneytið). Strax kemur í ljós að samhliða eigi að skoða sameiningu vissra framhaldsskóla. Skóla með ólíka starfsemi, menningu og sögu. Það eru því kaldar kveðjur sem ráðherra sendir framhaldsskólum landsins. Ekki virðist horft til farsældar eða fjölgunar útskrifaðra nemenda úr fjölbreyttu námi með þessum hugmyndum um sameiningu ólíkra framhaldsskóla. Áður nefndar hugmyndir um verkgreinahús þar sem hefja átti verknám til vegs og virðingar, ný lög um farsæld barna og frekari stuðningur við fjölbreytt skólastarf virðast settar á bið fyrir hugmyndir um hagræðingu. Þessum breytingarhugmyndum virðist eiga að hraða í gegn eftir afar stutt sýndarsamráð með fyrirfram gefnum forsendum og það án aðkomu nemenda sjálfra. Sameiningar skóla eru vandmeðfarnar, breytingar taka almennt langan tíma og hvað þá að sparnaður hljótist af. Líkur eru á að skólarnir verði of stórar og flóknar einingar þar sem tengsl nemenda og kennara verða torveldari sem dregur úr öryggi nemenda og eykur vanlíðan. Þegar nemendum fjölgar verður yfirsýn og utanumhald flóknara og það er einmitt það sem þarf að forðast ef vilji er til að sporna við brotthvarfi. Meiri stuðningur og fjölbreyttari samsetning starfsfólks er lykilatriði, stuttar boðleiðir og greiður aðgangur að stoðþjónustu. Það er einnig mikilvægt að nemendur hafi val í sínu námi, ekki einvörðungu val um nám heldur líka milli forma, hefða og þeirrar sérstöðu sem hver framhaldsskóli hefur. Nú í kjölfar heimsfaraldurs sem bitnaði hvað mest á unga fólkinu okkar eru vordagar og innritunartímar valdir til að varpa sprengju í hóp starfsfólks og nemenda framhaldsskólanna. Tími öryggisleysis er lengdur, ekki er horft til rannsókna sem sýna fram á versnandi andlega líðan framhaldsskólanema og þörf þeirra á stuðningi frekar en sundrungu og óvissu sem sameiningarhugmyndir valda. Tíminn til að bregðast við vanlíðan nemenda, brotthvarfi úr námi og vöntun á iðnnemum er núna, ekki eftir öll þau ár sem það tekur sameiningar og breytingar að festast í sessi. Því er erfitt að samþykkja að þessar hugmyndir ráðherra auki gæði og fjölbreytni náms eða farsæld barna nema síður sé. Álfhildur er grunnskólakennari, sveitarstjórnakona og formaður sveitarstjórnarráðs Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Hólmfríður er menntunarfræðingur og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skóla- og menntamál Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Rannsóknir síðustu ára á líðan barna og ungmenna (rannsóknir og greining, Eurostudent) sýna fram á aukna vanlíðan meðal nemenda á elsta stigi grunnskóla og nemenda framhaldsskólanna, sérstaklega stúlkna. Þá flosna drengir frekar upp úr námi í framhaldsskólum um leið og brotthvarf nemenda er með því hæsta hér á landi ef borið er saman við hin Norðurlöndin. Í þessu samhengi mætti halda að mikilvægast væri að styrkja starfsemi skólanna eins og vonir stóðu til þegar lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna voru samþykkt á Alþingi, enda ekki vanþörf á. Tillaga til þingsályktunar um átak í uppbyggingu verknámsaðstöðu í framhaldsskólum vakti einnig vonir um að nú stæði mikið til. Þar var vitnað í nefnd menntamálaráðherra um mótun menntastefnu sem boðaði að stórefla beri alla verk- og starfsmenntun í landinu enda lengi verið rætt um nauðsyn þess. Hvoru tveggja lofaði góðu þar sem enn er ekki gróið um heilt eftir styttingu framhaldsskólans niður í þrjú ár, þar eru vísbendingar um að meðaleinkunnir nemenda á stúdentsprófi hafi lækkað og þeir komi verr undirbúnir inn í háskóla (Mennta- og menningarmálaráðuneytið). Lands¬sam¬tök ís¬lenskra stúd¬enta (LÍS) og Sam¬tök ís¬lenskra fram¬halds¬skóla¬nema (SÍF) hafa óskað eftir því að mat verði lagt á þau áhrif sem stytt¬ing á náms¬tíma fram¬halds¬skól¬ans hefur haft á líðan ungmenna, starfsemi framhaldsskóla og háskóla. Nýleg rannsókn Maríu Jónasdóttur og flr. leiðir líkum að því að styttingin hafi haft víðtæk áhrif á nám og komið niður á dýpt og fjölbreytni í námi sem beri að rannsaka betur. Í Hvítbók um umbætur í menntun (2014) segir að umrædd stytting hafi verið gerð til að tryggja alþjóðlegan samanburð og samkeppni, þó leiða megi að því líkur að markmiðið hafi verið að styrkja atvinnulífið frekar en uppeldis- og kennslufræði. Á þessum tíma hafði nemendum á framhaldsskólastigi fjölgað umtalsvert en um leið var mikið brotthvarf þar sem aðeins 45% nemenda útskrifaðist á tilskildum tíma. Þarna var marktækur munur milli Íslands og annarra Norðurlanda hvað varðar brotthvarf nemenda en engu að síður ákveðið að miða við þeirra kerfi þegar að styttingu kom. Þá var rætt um lengingu skólaársins til samræmis þess sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til að koma til móts við styttingu en sú hefur ekki orðið raunin. Á dögunum var stýrihópur skipaður að sögn ráðherra til að takast á við áskoranir sem framhaldsskólarnir standa frammi fyrir á komandi árum með áherslu á þarfir nemenda, gæði náms og fjölbreytni í námsframboði. Áhersla á aukna hagræðingu er sannarlega nefnd en um leið samlegð í eflingu skólaþjónustu, betri námsgögnum og meiri stuðningi við nemendur sem standa höllum fæti og nemendur með erlendan tungumála- og menningarbakgrunn (Mennta- og barnamálaráðuneytið). Strax kemur í ljós að samhliða eigi að skoða sameiningu vissra framhaldsskóla. Skóla með ólíka starfsemi, menningu og sögu. Það eru því kaldar kveðjur sem ráðherra sendir framhaldsskólum landsins. Ekki virðist horft til farsældar eða fjölgunar útskrifaðra nemenda úr fjölbreyttu námi með þessum hugmyndum um sameiningu ólíkra framhaldsskóla. Áður nefndar hugmyndir um verkgreinahús þar sem hefja átti verknám til vegs og virðingar, ný lög um farsæld barna og frekari stuðningur við fjölbreytt skólastarf virðast settar á bið fyrir hugmyndir um hagræðingu. Þessum breytingarhugmyndum virðist eiga að hraða í gegn eftir afar stutt sýndarsamráð með fyrirfram gefnum forsendum og það án aðkomu nemenda sjálfra. Sameiningar skóla eru vandmeðfarnar, breytingar taka almennt langan tíma og hvað þá að sparnaður hljótist af. Líkur eru á að skólarnir verði of stórar og flóknar einingar þar sem tengsl nemenda og kennara verða torveldari sem dregur úr öryggi nemenda og eykur vanlíðan. Þegar nemendum fjölgar verður yfirsýn og utanumhald flóknara og það er einmitt það sem þarf að forðast ef vilji er til að sporna við brotthvarfi. Meiri stuðningur og fjölbreyttari samsetning starfsfólks er lykilatriði, stuttar boðleiðir og greiður aðgangur að stoðþjónustu. Það er einnig mikilvægt að nemendur hafi val í sínu námi, ekki einvörðungu val um nám heldur líka milli forma, hefða og þeirrar sérstöðu sem hver framhaldsskóli hefur. Nú í kjölfar heimsfaraldurs sem bitnaði hvað mest á unga fólkinu okkar eru vordagar og innritunartímar valdir til að varpa sprengju í hóp starfsfólks og nemenda framhaldsskólanna. Tími öryggisleysis er lengdur, ekki er horft til rannsókna sem sýna fram á versnandi andlega líðan framhaldsskólanema og þörf þeirra á stuðningi frekar en sundrungu og óvissu sem sameiningarhugmyndir valda. Tíminn til að bregðast við vanlíðan nemenda, brotthvarfi úr námi og vöntun á iðnnemum er núna, ekki eftir öll þau ár sem það tekur sameiningar og breytingar að festast í sessi. Því er erfitt að samþykkja að þessar hugmyndir ráðherra auki gæði og fjölbreytni náms eða farsæld barna nema síður sé. Álfhildur er grunnskólakennari, sveitarstjórnakona og formaður sveitarstjórnarráðs Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Hólmfríður er menntunarfræðingur og stjórnarkona í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar