Ítalir uggandi vegna hærra verðs á pasta Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2023 15:12 Pasta hefur hækkað mikið í verði á Ítalíu og mun meira en almenn verðlag. EPA/Karlheinz Schindler Ríkisstjórn Ítalíu boðaði í vikunni til neyðarfundar vegna hás pastaverðs. Verð pasta, sem er gífurlega vinsælt á diskum Ítala, var í mars 17,5 prósentum hærra en það var ári áður, þrátt fyrir að verðlag hefði einungis hækkað um 8,1 prósent á sama tímabili og verð hveitis hefði lækkað. Í frétt Washington Post segir að á umræddum fundi hafi verið ákveðið að stofna sérstakt ráð sem kanna eigi þessa verðhækkun og komast til botns í því hvað veldur. Neytendasamtök hafa sakað framleiðendur um okur og lagt fram formlega kvörtun vegna verðhækkunarinnar. Framleiðendur segja verðhækkunina margþætta og tímabundna. Hún væri til komin vegna hækkana á orkuverði, verðbólgu og vandræða með birgðakeðjur. Adolfo Urso, viðskiptaráðherra Ítalíu, sagði í yfirlýsingu sem ítalska fréttaveitan ANSA vitnar í, að gripið yrði til allra mögulegra ráðstafana til að koma í veg fyrir mögulegt okur. Það ætti sérstaklega við neysluvörur eins og hveiti. Hann sagði gagnsæi mikilvægt í neytendamálum sem þessum. Pasta er ekki dýrt á Ítalíu en það er Ítölum gífurlega mikilvægt og matvælin eru með sterka tengingu við þjóðina. Samkvæmt einni áætlun borða rúmlega sextíu prósent Ítala pasta á hverjum degi, samkvæmt frétt Washington Post. Ítalía Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Í frétt Washington Post segir að á umræddum fundi hafi verið ákveðið að stofna sérstakt ráð sem kanna eigi þessa verðhækkun og komast til botns í því hvað veldur. Neytendasamtök hafa sakað framleiðendur um okur og lagt fram formlega kvörtun vegna verðhækkunarinnar. Framleiðendur segja verðhækkunina margþætta og tímabundna. Hún væri til komin vegna hækkana á orkuverði, verðbólgu og vandræða með birgðakeðjur. Adolfo Urso, viðskiptaráðherra Ítalíu, sagði í yfirlýsingu sem ítalska fréttaveitan ANSA vitnar í, að gripið yrði til allra mögulegra ráðstafana til að koma í veg fyrir mögulegt okur. Það ætti sérstaklega við neysluvörur eins og hveiti. Hann sagði gagnsæi mikilvægt í neytendamálum sem þessum. Pasta er ekki dýrt á Ítalíu en það er Ítölum gífurlega mikilvægt og matvælin eru með sterka tengingu við þjóðina. Samkvæmt einni áætlun borða rúmlega sextíu prósent Ítala pasta á hverjum degi, samkvæmt frétt Washington Post.
Ítalía Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira