Útilokað að Ísland nái loftslagsmarkmiðum sínum? Magnús Jóhannesson skrifar 11. maí 2023 16:01 Stjórnvöld hafa sett fram mjög metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Minnka á kolefnisfótspor landsins um 55% árið 2030 miðað við árið 1990 og ná kolefnishlutleysi árið 2040. Þessi markmið kalla á gríðarmikla endurnýjanlega raforku því skipta þarf út orkutegund t.d. í samgöngum. Um þetta eru allir sammála. Fram hefur komið að ef Ísland nær ekki markmiðum sínum í loftslagsmálum þá þarf Íslands að greiða allt að 10 milljarða á ári í sektir. Einnig hefur komið fram að útilokað er að ná þessum markmiðum nema með byggingu fjölda nýrra grænna raforkuverkefna. Met leyfisveitingatími Á sama tíma þarf endurnýjanleg orka að sæta met leyfisveitingatíma. Leyfisveitingaferli endurnýjanlegrar raforku er eitt lengsta leyfisveitingaferli sem um getur á Íslandi. Dæmi eru um að 9 verkefni sem loks fengu afgreiðslu í ramma 3 (R3) hafi verið í umfjöllun rammaáætlunar í 23 ár. Við það bætast skipulagsbreytingar, rannsóknir og umsókn um önnur leyfi sem tekið geta 4-8 ár. Það getur því tekið allt að 30 ár að fá leyfi hins opinbera fyrir byggingu endurnýjanlegrar raforku á Íslandi. Dæmið hér að ofan er ýktasta dæmið sem hægt er að benda á, en er raunverulegt dæmi þó, en mikilvægt er einnig að segja frá því að meðalafgreiðsluhraði verkefna í rammaáætlun er 16 ár. Til samanburðar má benda á að leyfisveitingaferlið fyrir díselrafstöðvar er einungis brot af þeim tíma sem tekur að fá leyfi fyrir græna orku. Hér er ekki verið að leita að sökudólgum heldur benda á óeðlilega langt leyfisveitingaferli sem í raun er skaðlegt hagsmunum landsins. Endurnýjanleg raforka er eina atvinnugreinin sem sæta þarf tvöföldu laga- og reglugerðar umhverfi þegar kemur að leyfisveitingum, fyrst rammaáætlun og svo að þeim tíma liðnum um 37 önnur lög og reglugerðir (heimild: Vindorka, valkosti rog greining. Apríl 2023), m.a. mat á umhverfisáhrifum (MÁU), skipulagsbreytingar, o.s.frv. Við skoðun virðist rammaáætlun yfirborðskennd skoðun sem bætir litlu við enda sögð vera „fyrst sía“. Önnur lög og reglugerðir, 37 talsins, tryggja gæði raforkuverkefna m.a. út frá umhverfissjónarmiðum enda verða orkufyrirtækin að fara í margra ára skipulagsbreytingar og rannsóknir á áhrifum verkefnanna undir MÁU og setja fram áætlun um hvernig milda skal áhrifin ef einhver eru. Fella vindorku undir rammaáætlun Skiptar skoðanir eru á því hvort vindorka heyri undir rammaáætlun í dag. Storm Orka er þeirrar skoðunar að svo sé ekki og færir fyrir því rök sem eru m.a. þessi: 1.Nefnd á vegum fyrrum umhverfisráðherra skilaði skýrslu og drögum af lagafrumvarpi sem fanga átti vindinn undir rammaáætlun.Frumvarpið varð ekki að lögum. 2.Sú skoðun að vindorka falli undir rammaáætlun byggir á lagaáliti frá Landslögum frá 2015. Síðan þá hafa komið fram önnur álit, m.a. frá Orkustofnun og LOGOS lögfræðistofu sem benda á að lagaálit Landslaga sé í besta falli veikt og dugi alls ekki til enda þurfi mun skýrari lagaheimildir til að ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti. 3.Fyrir liggur úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem ekki er tekið undir það sjónarmið að vindorkan falli undir rammaáætlun. Fleiri rök og lagatæknilegar skýringar liggja að baki sem of langt mál er að fara í hér. En af hverju skiptir þetta máli? Ástæðan er sú að það er til mikils að vinna að halda vindorku utan við rammaáætlun vegna þess viðbótartíma sem bætist við leyfisveitingaferilinn, eins og fram kemur hér að framan. Auk þess gilda önnur lögmál um vind enda er hann ekki staðbundinn líkt og vatnsafl eða jarðvarmi og vandséð hvernig hægt er að láta rammaáætlun ná utan um vindorku því vind er að finna allsstaðar. Lokaorð Af þessu að dæma þá er hægt að spyrja, fara hljóð og mynd saman í þessu máli? Mun Ísland ná markmiðum sínum í loftslagsmálum miðað við þann óeðlilega langa leyfisveitingaferil sem endurnýjanleg orka þarf að sæta? Hvers vegna þarf að fanga vind undir rammaáætlun með tilheyrandi auknum leyfisveitingatíma? Miðað við mjög svo óeðlilega langt leyfisveitingaferli grænnar raforku þá verður að spyrja, er möguleiki á að ná þessum markmiðum nema með gagngerum breytingum á leyfisveitingaferlinu, t.d. með því að leggja niður rammaáætlun og láta önnur lög s.s. MÁU duga enda skila þau mun nákvæmari niðurstöðu? Er það ásættanlegt að Ísland greiði allt að 10 milljarða á ári í sektir því ekki má hrófla við óeðlilega löngu leyfisveitingaferli grænnar orku sem kemur í veg fyrir að markmiðum sé náð? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa sett fram mjög metnaðarfull markmið í loftslagsmálum. Minnka á kolefnisfótspor landsins um 55% árið 2030 miðað við árið 1990 og ná kolefnishlutleysi árið 2040. Þessi markmið kalla á gríðarmikla endurnýjanlega raforku því skipta þarf út orkutegund t.d. í samgöngum. Um þetta eru allir sammála. Fram hefur komið að ef Ísland nær ekki markmiðum sínum í loftslagsmálum þá þarf Íslands að greiða allt að 10 milljarða á ári í sektir. Einnig hefur komið fram að útilokað er að ná þessum markmiðum nema með byggingu fjölda nýrra grænna raforkuverkefna. Met leyfisveitingatími Á sama tíma þarf endurnýjanleg orka að sæta met leyfisveitingatíma. Leyfisveitingaferli endurnýjanlegrar raforku er eitt lengsta leyfisveitingaferli sem um getur á Íslandi. Dæmi eru um að 9 verkefni sem loks fengu afgreiðslu í ramma 3 (R3) hafi verið í umfjöllun rammaáætlunar í 23 ár. Við það bætast skipulagsbreytingar, rannsóknir og umsókn um önnur leyfi sem tekið geta 4-8 ár. Það getur því tekið allt að 30 ár að fá leyfi hins opinbera fyrir byggingu endurnýjanlegrar raforku á Íslandi. Dæmið hér að ofan er ýktasta dæmið sem hægt er að benda á, en er raunverulegt dæmi þó, en mikilvægt er einnig að segja frá því að meðalafgreiðsluhraði verkefna í rammaáætlun er 16 ár. Til samanburðar má benda á að leyfisveitingaferlið fyrir díselrafstöðvar er einungis brot af þeim tíma sem tekur að fá leyfi fyrir græna orku. Hér er ekki verið að leita að sökudólgum heldur benda á óeðlilega langt leyfisveitingaferli sem í raun er skaðlegt hagsmunum landsins. Endurnýjanleg raforka er eina atvinnugreinin sem sæta þarf tvöföldu laga- og reglugerðar umhverfi þegar kemur að leyfisveitingum, fyrst rammaáætlun og svo að þeim tíma liðnum um 37 önnur lög og reglugerðir (heimild: Vindorka, valkosti rog greining. Apríl 2023), m.a. mat á umhverfisáhrifum (MÁU), skipulagsbreytingar, o.s.frv. Við skoðun virðist rammaáætlun yfirborðskennd skoðun sem bætir litlu við enda sögð vera „fyrst sía“. Önnur lög og reglugerðir, 37 talsins, tryggja gæði raforkuverkefna m.a. út frá umhverfissjónarmiðum enda verða orkufyrirtækin að fara í margra ára skipulagsbreytingar og rannsóknir á áhrifum verkefnanna undir MÁU og setja fram áætlun um hvernig milda skal áhrifin ef einhver eru. Fella vindorku undir rammaáætlun Skiptar skoðanir eru á því hvort vindorka heyri undir rammaáætlun í dag. Storm Orka er þeirrar skoðunar að svo sé ekki og færir fyrir því rök sem eru m.a. þessi: 1.Nefnd á vegum fyrrum umhverfisráðherra skilaði skýrslu og drögum af lagafrumvarpi sem fanga átti vindinn undir rammaáætlun.Frumvarpið varð ekki að lögum. 2.Sú skoðun að vindorka falli undir rammaáætlun byggir á lagaáliti frá Landslögum frá 2015. Síðan þá hafa komið fram önnur álit, m.a. frá Orkustofnun og LOGOS lögfræðistofu sem benda á að lagaálit Landslaga sé í besta falli veikt og dugi alls ekki til enda þurfi mun skýrari lagaheimildir til að ganga gegn stjórnarskrárvörðum rétti. 3.Fyrir liggur úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem ekki er tekið undir það sjónarmið að vindorkan falli undir rammaáætlun. Fleiri rök og lagatæknilegar skýringar liggja að baki sem of langt mál er að fara í hér. En af hverju skiptir þetta máli? Ástæðan er sú að það er til mikils að vinna að halda vindorku utan við rammaáætlun vegna þess viðbótartíma sem bætist við leyfisveitingaferilinn, eins og fram kemur hér að framan. Auk þess gilda önnur lögmál um vind enda er hann ekki staðbundinn líkt og vatnsafl eða jarðvarmi og vandséð hvernig hægt er að láta rammaáætlun ná utan um vindorku því vind er að finna allsstaðar. Lokaorð Af þessu að dæma þá er hægt að spyrja, fara hljóð og mynd saman í þessu máli? Mun Ísland ná markmiðum sínum í loftslagsmálum miðað við þann óeðlilega langa leyfisveitingaferil sem endurnýjanleg orka þarf að sæta? Hvers vegna þarf að fanga vind undir rammaáætlun með tilheyrandi auknum leyfisveitingatíma? Miðað við mjög svo óeðlilega langt leyfisveitingaferli grænnar raforku þá verður að spyrja, er möguleiki á að ná þessum markmiðum nema með gagngerum breytingum á leyfisveitingaferlinu, t.d. með því að leggja niður rammaáætlun og láta önnur lög s.s. MÁU duga enda skila þau mun nákvæmari niðurstöðu? Er það ásættanlegt að Ísland greiði allt að 10 milljarða á ári í sektir því ekki má hrófla við óeðlilega löngu leyfisveitingaferli grænnar orku sem kemur í veg fyrir að markmiðum sé náð?
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar