Kjaradeilan harðnar: BSRB gerir sveitarfélögum upp leit að meðvirku starfsfólki Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 11. maí 2023 14:55 BSRB er nokkuð harðort í auglýsingunum sem beinast að íbúum sveitarfélaganna. BSRB BSRB hóf í dag óvenjulega auglýsingaherferð vegna kjaradeilu sinnar við Samband íslenskra sveitarfélaga. Samskiptastjóri BSRB segir markmiðið að upplýsa íbúa sveitarfélaganna sem mismuni starfsfólki sínu. Deiluaðilar munu funda hjá ríkissáttasemjara klukkan 13:00 á morgun. Auglýsingar BSRB líta út eins og um starfsauglýsingar sveitarfélaganna sé um að ræða. Virðist Kópavogsbær meðal annars óska eftir starfskrafti og býður óþægilega stemningu á vinnustað sem fríðindi. Seltjarnarnesbær býður lægri laun og skýra mismunun í auglýsingu BSRB á meðan Garðabær virðist óska eftir meðvirkum starfskrafti. Herferðin nær til auglýsingaskilta, samfélagsmiðla og útvarps. „Markmiðið með herferðinni er að upplýsa íbúa sveitarfélaganna sem eru að mismuna starfsfólki sínu um stöðuna,“ segir Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB. „Það er mikilvægt að almenningur skynji óréttlætið sem felst í því þegar starfsfólki í sömu störfum, á sömu vinnustöðum, séu ekki greidd sömu laun - og það hjálpi okkur í BSRB að þrýsta á bæjar- og sveitarstjórnir að láta af þessari óbilgirni.“ Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB. BSRB Segist skynja stuðning við baráttuna Aðspurð segist Freyja skynja stuðning meðal almennings við baráttu og verkfallsaðgerðir, meðal annars hjá þeim sem aðgerðirnar bitni á. Aðgerðir BSRB munu ná til tíu sveitarfélaga ef af verður. „Meira að segja fólk sem aðgerðirnar bitna á eins og foreldra leik- og grunnskólabarna er skilningsríkt og vill ekki að fóllkinu sem sinnir börnum þeirra sé mismunað svona.“ Verkföll hefjast að óbreyttu hjá starfsfólki BSRB á leikskólum og grunnskólum þann 15. maí næstkomandi. Fara starfsmenn leikskóla í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ í verkfall ef af verður auk starfsfólks í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar. Kjaramál Stéttarfélög Ölfus Vinnumarkaður Hafnarfjörður Hveragerði Árborg Reykjanesbær Auglýsinga- og markaðsmál Seltjarnarnes Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Auglýsingar BSRB líta út eins og um starfsauglýsingar sveitarfélaganna sé um að ræða. Virðist Kópavogsbær meðal annars óska eftir starfskrafti og býður óþægilega stemningu á vinnustað sem fríðindi. Seltjarnarnesbær býður lægri laun og skýra mismunun í auglýsingu BSRB á meðan Garðabær virðist óska eftir meðvirkum starfskrafti. Herferðin nær til auglýsingaskilta, samfélagsmiðla og útvarps. „Markmiðið með herferðinni er að upplýsa íbúa sveitarfélaganna sem eru að mismuna starfsfólki sínu um stöðuna,“ segir Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB. „Það er mikilvægt að almenningur skynji óréttlætið sem felst í því þegar starfsfólki í sömu störfum, á sömu vinnustöðum, séu ekki greidd sömu laun - og það hjálpi okkur í BSRB að þrýsta á bæjar- og sveitarstjórnir að láta af þessari óbilgirni.“ Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB. BSRB Segist skynja stuðning við baráttuna Aðspurð segist Freyja skynja stuðning meðal almennings við baráttu og verkfallsaðgerðir, meðal annars hjá þeim sem aðgerðirnar bitni á. Aðgerðir BSRB munu ná til tíu sveitarfélaga ef af verður. „Meira að segja fólk sem aðgerðirnar bitna á eins og foreldra leik- og grunnskólabarna er skilningsríkt og vill ekki að fóllkinu sem sinnir börnum þeirra sé mismunað svona.“ Verkföll hefjast að óbreyttu hjá starfsfólki BSRB á leikskólum og grunnskólum þann 15. maí næstkomandi. Fara starfsmenn leikskóla í Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ í verkfall ef af verður auk starfsfólks í grunnskólum Kópavogs, Seltjarnarness og Mosfellsbæjar.
Kjaramál Stéttarfélög Ölfus Vinnumarkaður Hafnarfjörður Hveragerði Árborg Reykjanesbær Auglýsinga- og markaðsmál Seltjarnarnes Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira