Meistaradeildarkapphlaup Newcastle, Man. Utd og Liverpool lítur svona út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2023 13:00 Marcus Rashford hjá Manchester United fer fram hjá Liverpool manninum Trent Alexander Arnold. Getty/Ash Donelon Á Liverpool enn þá möguleika á Meistaradeildarsæti? Flestir héldu að möguleikinn væri úti fyrir nokkrum vikum en síðan hefur Liverpool unnið sex deildarleiki í röð. Það er þó ekki nóg því Liverpool þurfti einnig að treysta á liðin fyrir ofan þá myndu misstíga sig. Það hefur gerst. Bæði Newcastle United og Manchester United töpuðu í síðustu umferð og United hefur tapað tveimur í röð sem og aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum. Liverpool er nú allt í einu bara einu stigi á eftir Manchester United og þremur stigum á eftir Newcastle. Bæði liðin eiga vissulega leik inni á Liverpool en þetta þýðir að það verður spenna í baráttunni um tvö laus sæti í Meistaradeildinni. Newcastle er með langbestu markatöluna af liðunum þremur en þar stendur hins vegar Manchester United langverst. United hefur aðeins átta mörk í plús á sama tíma og Newcastle er 32 mörk í plús og Liverpool er 25 mörk í plús. Þegar við skoðum hvernig leikjadagskráin lítur út í þessu Meistaradeildarkapphlaupi Newcastle, Man. Utd og Liverpool sést að liðin standa ekki jafnvel. Manchester United á þannig eftir þrjá heimaleiki af þessum fjórum sem liðið á eftir að spila. Heimaleikir liðsins eru á móti Wolves, Chelsea og Fulham. Liverpool er aftur á móti á útivelli í tveimur af þremur leikjum sínum. Liverpool á bæði eftir að mæta Leicester og Southampton á útivelli en þau lið eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Newcastle á eftir bæði tvo heimaleiki og tvo útileiki. Heimaleikirnir eru á móti Brighton og Leicester en liðið mætir svo Leeds og Chelsea á útivelli. Stuðningsmenn Liverpool vonast eflaust eftir því að Frank Lampard sé búinn að koma Chelsea í ganga því bæði Newcastle og Manhester United eiga eftir að spila við Chelsea á lokakaflanum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir lokakaflinn í þessu kapphlaupi Newcastle, Man. Utd og Liverpool um tvö laus sæti í Meistaradeildinni 2023-24. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira
Það er þó ekki nóg því Liverpool þurfti einnig að treysta á liðin fyrir ofan þá myndu misstíga sig. Það hefur gerst. Bæði Newcastle United og Manchester United töpuðu í síðustu umferð og United hefur tapað tveimur í röð sem og aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum. Liverpool er nú allt í einu bara einu stigi á eftir Manchester United og þremur stigum á eftir Newcastle. Bæði liðin eiga vissulega leik inni á Liverpool en þetta þýðir að það verður spenna í baráttunni um tvö laus sæti í Meistaradeildinni. Newcastle er með langbestu markatöluna af liðunum þremur en þar stendur hins vegar Manchester United langverst. United hefur aðeins átta mörk í plús á sama tíma og Newcastle er 32 mörk í plús og Liverpool er 25 mörk í plús. Þegar við skoðum hvernig leikjadagskráin lítur út í þessu Meistaradeildarkapphlaupi Newcastle, Man. Utd og Liverpool sést að liðin standa ekki jafnvel. Manchester United á þannig eftir þrjá heimaleiki af þessum fjórum sem liðið á eftir að spila. Heimaleikir liðsins eru á móti Wolves, Chelsea og Fulham. Liverpool er aftur á móti á útivelli í tveimur af þremur leikjum sínum. Liverpool á bæði eftir að mæta Leicester og Southampton á útivelli en þau lið eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Newcastle á eftir bæði tvo heimaleiki og tvo útileiki. Heimaleikirnir eru á móti Brighton og Leicester en liðið mætir svo Leeds og Chelsea á útivelli. Stuðningsmenn Liverpool vonast eflaust eftir því að Frank Lampard sé búinn að koma Chelsea í ganga því bæði Newcastle og Manhester United eiga eftir að spila við Chelsea á lokakaflanum. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir lokakaflinn í þessu kapphlaupi Newcastle, Man. Utd og Liverpool um tvö laus sæti í Meistaradeildinni 2023-24. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Körfubolti „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Handbolti Kahn gæti eignast fallið stórveldi Fótbolti Brann einnig rætt við Frey Fótbolti Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti Salah henti Suarez úr toppsætinu Enski boltinn Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Körfubolti Fleiri fréttir Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Sjá meira