Íslenski boltinn

„Varnar­línan var það sem hélt okkur inni í leiknum“

Hekla Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Kristján og aðstoðarmaður hans, Andri Freyr Hafsteinsson.
Kristján og aðstoðarmaður hans, Andri Freyr Hafsteinsson. Vísir/Vilhelm

Kristján Guðmundsson, þjálfara Stjörnunnar, talaði um að leikur síns liðs gegn Þrótti Reykjavík í 3. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta hafi lyktað af jafntefli áður en leikurinn var flautaður á.

„Það var svona jafnteflislykt af leiknum fyrirfram. Okkur vantar svo töluvert upp á okkar leik, bæði í pressustigi, án boltans og með bolta, við bara vinnum boltann og sendum hann á andstæðing um leið, þannig að leikurinn er frekar ólíkur okkur. En, við tókum stig og það er bara fínt,“ sagði Kristján að leik loknum.

Stjarnan nældi sér í eitt stig á móti Laugardalsliðinu, en var margt ábótavant í leiknum.

„Varnarlínan og markvarslan hjá okkur var mjög góð. Varnarlínan okkar var að lesa andstæðingana og sókn andstæðinga mjög vel, og er það sem hélt okkur inni í leiknum“, sagði Kristján.

Stjarnan tekur á móti Val í 4. umferð Bestu deildarinnar þriðjudaginn 16. Maí og þyrfti helst að ná sigri í þeim leik til þess að klifra hærra upp stigatöfluna, en liðið er nú í 5. sæti með fjögur stig, og Valskonur í öðru sæti með sjö stig.

„Það sem ég myndi gera betur í næsta leik er að við tökum skot á markið er að hitta markið, það er rosa gott“, sagði Kristján kíminn að lokum.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Þróttur - Stjarnan 1-1 | Allt jafnt í Laugardalnum

Þróttur Reykjavík og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í 3. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Jasmín Erla Ingadóttir skoraði mark gestanna eftir 37 mínútur, og jafnaði Sæunn Björnsdóttir fyrir hönd Þróttar á 55 mínútur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×