Inter í frá­bærri stöðu eftir magnaða byrjun á „úti­velli“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Simon Kjær og Lautaro Martínez börðust í leik kvöldsins.
Simon Kjær og Lautaro Martínez börðust í leik kvöldsins. Francesco Scaccianoce/Getty Images

Inter og AC Milan mættust í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn var skráður sem heimaleikur AC Milan en bæði lið spila leiki sína á San Siro-vellinum í Mílanó. Það var hins vegar Inter sem vann eftir tvö mörk snemma leiks, lokatölur 0-2.

Framherjinn Edin Džeko skoraði fyrra mark leiksins af stuttu færi eftir að Hakan Çalhanoğlu gaf boltann fyrir markið eftir að boltinn barst aftur til hans eftir hornspyrnu. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan orðin 0-2. Henrikh Mkhitaryan skoraði með skoti inn úr teignum eftir sendingu frá Federico Dimarco.

Þegar rúmur hálftími var liðinn fengu gestirnir vítaspyrnu eftir að Simon Kjær snerti Lautaro Martínez innan vítateigs. Eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið í skjánum á hliðarlínunni ákvað hann að um dýfu hefði verið að ræða. Martínez slapp hins vegar við gult spjald.

Staðan var 2-0 í hálfleik og þó leikmenn AC Milan hafi reynt hvað þeir gátu til að minnka muninn í síðari hálfleik þá gekk einfaldlega ekkert upp hjá liðinu sóknarlega.

Leiknum lauk með 2-0 sigri Inter sem setur liðið í mjög góða stöðu fyrir síðari leik liðanna í næstu viku.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira