Lygni þingmaðurinn ákærður fyrir fjárþvætti og svik Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2023 13:54 George Santos hefur sagt ósatt um fjölmarga hluti og er verulega umdeildur þingmaður. AP/Andrew Harnik George Santos, umdeildur fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá New York, hefur verið ákærður fyrir að nota kosningasjóði sína í einkaþágu og fyrir að ljúga að þinginu, svo eitthvað sé nefnt. Ákærur gegn honum voru opinberaðar í dag en þingmaðurinn hefur verið handtekinn. Santos er ákærður í þrettán liðum. Sjö ákæruliðir snúa að fjársvikum, þrír af fjárþvætti, einn af stuldi úr opinberum sjóðum og tveir að lygum að þinginu. Áhugasamir geta lesið ákæruna hér á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Santos gaf sig fram í morgun og verður færður fyrir dómara seinna í dag. Í frétt New York Times segir að hann standi frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsi vegna alvarlegasta ákæruliðsins. Breon Peace, saksóknari í New York, segir í yfirlýsingu að Santos hafi notað lygar til að komast á þing og fylla vasa sína af seðlum. Hann hafi notað kosningasjóði sína í einkaþágu, sótt ólöglega um atvinnuleysisbætur og logið að þinginu. Anne T. Donnelly, umdæmasaksóknari, segir í sömu yfirlýsingu að árið 2020, þegar Covid herjaði á heiminn, hafi Santos sótt um og fengið atvinnuleysisbætur. Hann hafi þó bæði verið í vinnu á þessum tíma og verið að bjóða sig fram til þings. Þá segir hún að Santos hafi sýnt sambærilega hegðun í seinni atlögu sinni að þingi og þá hafi hann notað fjárframlög til framboðs hans meðal annars til að greiða eigin skuldir og kaupa dýran fatnað. Congressman George Santos Charged with Fraud, Money Laundering, Theft of Public Funds, and False Statements https://t.co/J5cD48fSYT— US Attorney EDNY (@EDNYnews) May 10, 2023 Í stórum dráttum snúast ákærurnar gegn Santos um þrjú atriði. Það fyrsta er að hann hafi notað kosningasjóði sína í einkaþágu. Í september í fyrra, er hann var í framboði, stýrði hann félagi sem hann notaði til að svíkja fé frá bakhjörlum sínum. Þá er hann sakaður um að hafa fengið þekktan innherja í Repúblikanaflokknum til að biðja bakhjarla flokksins um fjárveitingar sem áttu að fara í kosningasjóð Santos. Santos færði minnst fimmtíu þúsund dali sem hann fékk í kosningasjóð sinn inn á eigin persónulegan reikning en hann reyndi að fela færslurnar. Þá fjármuni notaði hann svo í einkagjörðum. Því næst snúa ákærurnar gegn Santos að því að hann hafi árið 2020 sótt um og fengið atvinnuleysisbætur. Á þeim tíma var hann í vinnu hjá fjárfestingafélagi og með um 120 þúsund dali í laun á ári. Hann sótti um bætur í júní og sagðist hafa verið atvinnulaus frá því í mars, þó hann hefði verið í vinnu frá því í febrúar, samkvæmt saksóknurum. Hann er sakaður um að hafa sótt sér rúmlega 24 þúsund dali í bætur sem hann átti ekki rétt á. Þriðja atriðið snýr að því að Santos hafi logið að þinginu varðandi fjármál hans og kosningasjóð hans. Eins og allir þingmenn á Santos að veita þinginu upplýsingar um fjármál sín og eigur og tengsl og vottaði hann að þær upplýsingar sem hann veitti, bæði þegar hann bauð sig fram 2020 og 2022, að þær upplýsingar sem hann veitti væru réttar. Saksóknarar segja að árið 2020 hafi Santos sagt ósatt um fjármál sín og tekjur sem hann fékk. Hann er sakaður um að hafa gert of mikið úr tekjum sem hann fékk frá einu fyrirtæki og ekki sagt frá tekjum frá öðru. Fyrir kosningarnar í fyrra er Santos einnig sakaður um lygar um fjármál sína. Hann sagðist hafa fengið 750 þúsund dali í laun frá félagi í hans eigu sem heitir Devolder Organization. Þá sagðist hann einnig hafa fengið á milli einnar og fimm milljóna dala í arð frá félaginu. Santos sagðist einnig eiga allt að 250 þúsund dali á bók og allt að fimm milljónir dala á sparireikning. Saksóknarar segja að hann hafi ekki fengið þessi laun eða uppgefinn arð frá Devolder og þar að auki hafi Santos heldur ekki átt uppgefna peninga í bönkum. Þar að auki er hann sakaður um að hafa ekki gefið upp um 28 þúsunda greiðslu frá einu fjárfestingafyrirtæki og um rúmlega tuttugu þúsund dali frá öðru. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Lygni þingmaðurinn ákærður Bandaríska dómsmálaráðuneytið er sagt hafa ákært George Santos, fulltrúadeildarþingmann Repúblikanaflokksins frá New York, fyrir glæp. Santos varð uppvís að umfangsmiklum lygum um ævi sína og störf eftir að hann náði kjöri á þing. 9. maí 2023 22:28 George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. 21. febrúar 2023 10:32 Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. 1. febrúar 2023 09:17 Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. 26. janúar 2023 08:10 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Santos er ákærður í þrettán liðum. Sjö ákæruliðir snúa að fjársvikum, þrír af fjárþvætti, einn af stuldi úr opinberum sjóðum og tveir að lygum að þinginu. Áhugasamir geta lesið ákæruna hér á vef dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Santos gaf sig fram í morgun og verður færður fyrir dómara seinna í dag. Í frétt New York Times segir að hann standi frammi fyrir allt að tuttugu ára fangelsi vegna alvarlegasta ákæruliðsins. Breon Peace, saksóknari í New York, segir í yfirlýsingu að Santos hafi notað lygar til að komast á þing og fylla vasa sína af seðlum. Hann hafi notað kosningasjóði sína í einkaþágu, sótt ólöglega um atvinnuleysisbætur og logið að þinginu. Anne T. Donnelly, umdæmasaksóknari, segir í sömu yfirlýsingu að árið 2020, þegar Covid herjaði á heiminn, hafi Santos sótt um og fengið atvinnuleysisbætur. Hann hafi þó bæði verið í vinnu á þessum tíma og verið að bjóða sig fram til þings. Þá segir hún að Santos hafi sýnt sambærilega hegðun í seinni atlögu sinni að þingi og þá hafi hann notað fjárframlög til framboðs hans meðal annars til að greiða eigin skuldir og kaupa dýran fatnað. Congressman George Santos Charged with Fraud, Money Laundering, Theft of Public Funds, and False Statements https://t.co/J5cD48fSYT— US Attorney EDNY (@EDNYnews) May 10, 2023 Í stórum dráttum snúast ákærurnar gegn Santos um þrjú atriði. Það fyrsta er að hann hafi notað kosningasjóði sína í einkaþágu. Í september í fyrra, er hann var í framboði, stýrði hann félagi sem hann notaði til að svíkja fé frá bakhjörlum sínum. Þá er hann sakaður um að hafa fengið þekktan innherja í Repúblikanaflokknum til að biðja bakhjarla flokksins um fjárveitingar sem áttu að fara í kosningasjóð Santos. Santos færði minnst fimmtíu þúsund dali sem hann fékk í kosningasjóð sinn inn á eigin persónulegan reikning en hann reyndi að fela færslurnar. Þá fjármuni notaði hann svo í einkagjörðum. Því næst snúa ákærurnar gegn Santos að því að hann hafi árið 2020 sótt um og fengið atvinnuleysisbætur. Á þeim tíma var hann í vinnu hjá fjárfestingafélagi og með um 120 þúsund dali í laun á ári. Hann sótti um bætur í júní og sagðist hafa verið atvinnulaus frá því í mars, þó hann hefði verið í vinnu frá því í febrúar, samkvæmt saksóknurum. Hann er sakaður um að hafa sótt sér rúmlega 24 þúsund dali í bætur sem hann átti ekki rétt á. Þriðja atriðið snýr að því að Santos hafi logið að þinginu varðandi fjármál hans og kosningasjóð hans. Eins og allir þingmenn á Santos að veita þinginu upplýsingar um fjármál sín og eigur og tengsl og vottaði hann að þær upplýsingar sem hann veitti, bæði þegar hann bauð sig fram 2020 og 2022, að þær upplýsingar sem hann veitti væru réttar. Saksóknarar segja að árið 2020 hafi Santos sagt ósatt um fjármál sín og tekjur sem hann fékk. Hann er sakaður um að hafa gert of mikið úr tekjum sem hann fékk frá einu fyrirtæki og ekki sagt frá tekjum frá öðru. Fyrir kosningarnar í fyrra er Santos einnig sakaður um lygar um fjármál sína. Hann sagðist hafa fengið 750 þúsund dali í laun frá félagi í hans eigu sem heitir Devolder Organization. Þá sagðist hann einnig hafa fengið á milli einnar og fimm milljóna dala í arð frá félaginu. Santos sagðist einnig eiga allt að 250 þúsund dali á bók og allt að fimm milljónir dala á sparireikning. Saksóknarar segja að hann hafi ekki fengið þessi laun eða uppgefinn arð frá Devolder og þar að auki hafi Santos heldur ekki átt uppgefna peninga í bönkum. Þar að auki er hann sakaður um að hafa ekki gefið upp um 28 þúsunda greiðslu frá einu fjárfestingafyrirtæki og um rúmlega tuttugu þúsund dali frá öðru.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mál George Santos Tengdar fréttir Lygni þingmaðurinn ákærður Bandaríska dómsmálaráðuneytið er sagt hafa ákært George Santos, fulltrúadeildarþingmann Repúblikanaflokksins frá New York, fyrir glæp. Santos varð uppvís að umfangsmiklum lygum um ævi sína og störf eftir að hann náði kjöri á þing. 9. maí 2023 22:28 George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. 21. febrúar 2023 10:32 Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. 1. febrúar 2023 09:17 Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. 26. janúar 2023 08:10 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Lygni þingmaðurinn ákærður Bandaríska dómsmálaráðuneytið er sagt hafa ákært George Santos, fulltrúadeildarþingmann Repúblikanaflokksins frá New York, fyrir glæp. Santos varð uppvís að umfangsmiklum lygum um ævi sína og störf eftir að hann náði kjöri á þing. 9. maí 2023 22:28
George Santos: „Ég hef verið hræðilegur lygari“ Þingmaður Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum viðurkenndi í gær að hafa logið til um margt sem tengist fortíð hans. Aðspurður hvers vegna hann hafi logið sagðist hann hafa gert það áður og komist upp með það þá. 21. febrúar 2023 10:32
Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. 1. febrúar 2023 09:17
Vildu meina Santos aðgengi að leynilegum gögnum en McCarthy sagði nei Tveir Demókratar í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa skorað á þingforsetann, Repúblikanann Kevin McCarthy, að meina George Santos, þingmanni Repúblikana frá New York, um aðgengi að trúnaðargögnum. 26. janúar 2023 08:10