Seldi út á sorgina en nú grunuð um morð Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2023 16:01 Kouri Richins í myndveri héraðsmiðilsins KPCW í síðasta mánuði, þar sem hún mætti til að kynna nýja barnabók sína um sorg. Hún var handtekinn á mánudaginn og er grunuð um að hafa eitrað fyrir eiginmanni sínum. AP/KPCW.org Bandarísk kona sem skrifaði barnabók um sorg eftir að eiginmaður hennar dó skyndilega í fyrra, hefur verið handtekin og ákærð fyrir að myrða hann. Hann hafði varað fjölskyldu sína við því að hún væri að reyna að eitra fyrir honum en eftir að hann dó fannst gífurlega mikið magn fentanýls í blóði hans. Aðfaranótt 4. mars í fyrra hringdi Kouri Richins í Neyðarlínuna og sagðist hafa komið að Eric Richins, eiginmanni hennar, látnum. Hún sagði lögregluþjónum að hún hefði blandað fyrir hann drykk, Moscow Mule, til að fagna upp á að þau hefðu keypt hús og að hann hefði einnig fengið sér THC-gúmmíbangsa. Svo hafi hún farið að svæfa einn af þremur sonum þeirra. Þá sagðist hún hafa komið seinna að Eric köldum og tekið eftir því að hann andaði ekki. Meinafræðingur sem krufði lík Erics fann fimm sinnum það magn fentanýls sem þarf til að bana manni í blóði hans, samkvæmt saksóknurum. Hún hélt því fram að Eric hefði verið háður verkalyfjum í framhaldsskóla en hún hefði ekki orðið þess var á undanförnum árum. Engin verkjalyf fundust á heimili þeirra og vinir segjast ekki hafa séð nein ummerki fíknar hjá Eric. Fjölskyldumeðlimir Erics sögðu rannsakendum að þau grunuðu Kouri um að hafa myrt hann. Hann hafi sjálfur varað þau við því að ef eitthvað kæmi fyrir hann, bæri hún líklega ábyrgð á því. Vildi sterk verkjalyf BBC vísar í dómskjöl þar sem fram kemur að milli desember 2021 og febrúar 2022, hafi Kouri átt í samskiptum við mann með sakaskrá vegna fíkniefnasölu og beðið hann um sterk verkjalyf vegna bakmeiðsla. Hún er sögð hafa fyrst fengið hyrdocodone en í kjölfarið mun hún hafa beðið um sterkari lyf, „eitthvað Michael Jackson efni“ og bað hún sérstaklega um fentanýl. Þremur dögum eftir að Kouri fékk fíkniefnin héldu þau hjón upp á Valentínusardag, sem haldinn er 14. febrúar, og varð Eric í kjölfarið veikur. Saksóknarar hafa eftir vini hans að Eric hafi sagst gruna að eiginkona hans hefði eitrað fyrir honum. Tveimur vikum síðar varð Kouri sér út um meira af fentanýl. Það var svo þann 4. mars sem hún hringdi í Neyðarlínuna og sagði að eiginmaður hennar væri látinn. Reyndi að breyta líftryggingu hans Héraðsmiðlar vestanhafs segja Kouri hafa sagt sjúkraflutningamönnum að hún hefði reynt endurlífgunartilraunir en þeir hafi dregið það í efa á þeim grunni að blóð hafi verið í munni hans. Í frétt KPCW er vísað í dómsskjöl þar sem haft er eftir fjölskyldur Erics að hann hafi ætlað sér að skilja við Kouri og hafi varað þau við því að ef eitthvað kæmi fyrir hann, bæri hún líklega ábyrgð á því. Eric var með sameiginlega líftryggingu með samstarfsfélaga sínum sem rak með honum verktakafyrirtæki. Kouri hafði reynt, í janúar í fyrra, að breyta tryggingunni svo hún fengi ein greiðslu úr henni, en Eric kom í veg fyrir það. Skömmu áður en hann dó, breytti hann erfðaskrá sinni þannig að systir hans yrði hans helsti erfingi. Ekki Kouri. Leitarheimild sem blaðamenn KPCW komu höndum yfir segir að Eric hafi ekki sagt Kouri frá þessari breytingu. Hún komst að því degi eftir að Eric dó. Höfðaði mál vegna dánarbúsins Systur Erics segja að hann hafi ekki viljað kaupa hús fyrir um tvær milljónir dala en það vildi Kouri gera. Hún er fasteignasali og sagðist vilja kaupa húsið og selja það aftur fyrir meiri peninga. Eric er sagður hafa ætla að segja Kouri að hann myndi ekki taka þátt í að kaupa húsið en hún sagði lögregluþjónum að þau hefðu verið að fagna kaupunum þegar hann dó. 5. mars, degi eftir að Eric dó, gekk Kouri frá kaupunum á húsinu og var að fagna þeim með vinum sem hún bauð í heimsókn, þegar systir Erics bar að garði. Í leitarheimild sem KPCE vísar í, segir að þá hafi stórt samkvæmi verið yfirstandandi heima hjá Kouri. Systir Erics sagði Kouri þá að Eric hefði breytt erfðaskrá sinni og mun Kouri hafa ráðist á systurina. Hún höfðaði svo mál gegn systurinni og krafðist þess að fá stjórn á dánarbúi Erics. Þau málaferli eru enn yfirstandandi en í Utah, þar sem þau hjón bjuggu og Kouri býr, eru lög í gildi sem kveða á um að morðingjar geti ekki hagnast á morðum. Gaf út barnabók um sorg Tveir mánuðir eru síðan Kouri gaf út barnabókin „Are You With Me?“ eða „Ert þú hjá mér?“ og sagðist hún hafa skrifað bókina til að hjálpa henni sjálfri, þremur sonum hennar og eiginmanns hennar, auk annarra barna sem missa ástvini sína. AP fréttaveitan vitnar í sjónvarpsviðtal sem hún fór í um bókina, þar sem hún sagði að dauði Erics hefði komið verulega niður á henni og drengjunum. Þá sagðist hún hafa skrifað bókina til að útskýra fyrir drengjunum að þó hann væri látinn, þá væri andi föður þeirra með þeim. Var henni þá hrósað í viðtalinu fyrir að vera frábær móðir. Bandaríkin Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira
Aðfaranótt 4. mars í fyrra hringdi Kouri Richins í Neyðarlínuna og sagðist hafa komið að Eric Richins, eiginmanni hennar, látnum. Hún sagði lögregluþjónum að hún hefði blandað fyrir hann drykk, Moscow Mule, til að fagna upp á að þau hefðu keypt hús og að hann hefði einnig fengið sér THC-gúmmíbangsa. Svo hafi hún farið að svæfa einn af þremur sonum þeirra. Þá sagðist hún hafa komið seinna að Eric köldum og tekið eftir því að hann andaði ekki. Meinafræðingur sem krufði lík Erics fann fimm sinnum það magn fentanýls sem þarf til að bana manni í blóði hans, samkvæmt saksóknurum. Hún hélt því fram að Eric hefði verið háður verkalyfjum í framhaldsskóla en hún hefði ekki orðið þess var á undanförnum árum. Engin verkjalyf fundust á heimili þeirra og vinir segjast ekki hafa séð nein ummerki fíknar hjá Eric. Fjölskyldumeðlimir Erics sögðu rannsakendum að þau grunuðu Kouri um að hafa myrt hann. Hann hafi sjálfur varað þau við því að ef eitthvað kæmi fyrir hann, bæri hún líklega ábyrgð á því. Vildi sterk verkjalyf BBC vísar í dómskjöl þar sem fram kemur að milli desember 2021 og febrúar 2022, hafi Kouri átt í samskiptum við mann með sakaskrá vegna fíkniefnasölu og beðið hann um sterk verkjalyf vegna bakmeiðsla. Hún er sögð hafa fyrst fengið hyrdocodone en í kjölfarið mun hún hafa beðið um sterkari lyf, „eitthvað Michael Jackson efni“ og bað hún sérstaklega um fentanýl. Þremur dögum eftir að Kouri fékk fíkniefnin héldu þau hjón upp á Valentínusardag, sem haldinn er 14. febrúar, og varð Eric í kjölfarið veikur. Saksóknarar hafa eftir vini hans að Eric hafi sagst gruna að eiginkona hans hefði eitrað fyrir honum. Tveimur vikum síðar varð Kouri sér út um meira af fentanýl. Það var svo þann 4. mars sem hún hringdi í Neyðarlínuna og sagði að eiginmaður hennar væri látinn. Reyndi að breyta líftryggingu hans Héraðsmiðlar vestanhafs segja Kouri hafa sagt sjúkraflutningamönnum að hún hefði reynt endurlífgunartilraunir en þeir hafi dregið það í efa á þeim grunni að blóð hafi verið í munni hans. Í frétt KPCW er vísað í dómsskjöl þar sem haft er eftir fjölskyldur Erics að hann hafi ætlað sér að skilja við Kouri og hafi varað þau við því að ef eitthvað kæmi fyrir hann, bæri hún líklega ábyrgð á því. Eric var með sameiginlega líftryggingu með samstarfsfélaga sínum sem rak með honum verktakafyrirtæki. Kouri hafði reynt, í janúar í fyrra, að breyta tryggingunni svo hún fengi ein greiðslu úr henni, en Eric kom í veg fyrir það. Skömmu áður en hann dó, breytti hann erfðaskrá sinni þannig að systir hans yrði hans helsti erfingi. Ekki Kouri. Leitarheimild sem blaðamenn KPCW komu höndum yfir segir að Eric hafi ekki sagt Kouri frá þessari breytingu. Hún komst að því degi eftir að Eric dó. Höfðaði mál vegna dánarbúsins Systur Erics segja að hann hafi ekki viljað kaupa hús fyrir um tvær milljónir dala en það vildi Kouri gera. Hún er fasteignasali og sagðist vilja kaupa húsið og selja það aftur fyrir meiri peninga. Eric er sagður hafa ætla að segja Kouri að hann myndi ekki taka þátt í að kaupa húsið en hún sagði lögregluþjónum að þau hefðu verið að fagna kaupunum þegar hann dó. 5. mars, degi eftir að Eric dó, gekk Kouri frá kaupunum á húsinu og var að fagna þeim með vinum sem hún bauð í heimsókn, þegar systir Erics bar að garði. Í leitarheimild sem KPCE vísar í, segir að þá hafi stórt samkvæmi verið yfirstandandi heima hjá Kouri. Systir Erics sagði Kouri þá að Eric hefði breytt erfðaskrá sinni og mun Kouri hafa ráðist á systurina. Hún höfðaði svo mál gegn systurinni og krafðist þess að fá stjórn á dánarbúi Erics. Þau málaferli eru enn yfirstandandi en í Utah, þar sem þau hjón bjuggu og Kouri býr, eru lög í gildi sem kveða á um að morðingjar geti ekki hagnast á morðum. Gaf út barnabók um sorg Tveir mánuðir eru síðan Kouri gaf út barnabókin „Are You With Me?“ eða „Ert þú hjá mér?“ og sagðist hún hafa skrifað bókina til að hjálpa henni sjálfri, þremur sonum hennar og eiginmanns hennar, auk annarra barna sem missa ástvini sína. AP fréttaveitan vitnar í sjónvarpsviðtal sem hún fór í um bókina, þar sem hún sagði að dauði Erics hefði komið verulega niður á henni og drengjunum. Þá sagðist hún hafa skrifað bókina til að útskýra fyrir drengjunum að þó hann væri látinn, þá væri andi föður þeirra með þeim. Var henni þá hrósað í viðtalinu fyrir að vera frábær móðir.
Bandaríkin Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira