Besta upphitunin: Gunnhildur Yrsa í tveimur vinnum auk fótboltans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2023 15:01 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Sæunn Björnsdóttir voru gestir Helenu Ólafsdóttur í Bestu upphituninni. stöð 2 sport Þriðja umferð Bestu deildar kvenna hefst í kvöld. Til að hita upp fyrir hana fékk Helena Ólafsdóttir til sín góða gesti, Stjörnukonuna Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Þróttarann Sæunni Björnsdóttur. Gunnhildur er kominn aftur í Stjörnuna eftir ellefu ára fjarveru og farsælan feril í atvinnumennsku. Hún er ekkert komin heim til að slaka á þótt hún hafi viljað losna við hið mikla álag sem er í Bandaríkjunum, þar sem hún spilaði síðast. „Þetta var rétti tíminn. Líkaminn aðeins að gefa sig og mikil ferðalög í Bandaríkjunum og mikið álag. Ég vildi halda áfram að spila og ef ég ætlaði að gera það þurfti ég að minnka aðeins álagið. Ég vildi líka fara að vinna. Ég vildi ekki bara hafa fótbolta, hafa meira að gera og fá festu í lífið. Og planið var alltaf að enda ferilinn í Stjörnunni,“ sagði Gunnhildur sem vinnur svo sannarlega en hún er í tveimur vinnum. „Ég vinn í Tækniskólanum og svo er ég yfirþjálfari hjá Öspinni. Það er langt síðan ég hef unnið fyrir utan fótboltann þannig ég er bara spennt, með mikla orku og vil gefa af mér.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 3. umferð Sæunn er í stóru hlutverki hjá Þrótti sem hefur verið í sókn á undanförnum árum. Hún kom til Þróttar frá Haukum, með millilendingu í Fylki. Hún leyfir sér að dreyma um atvinnumennsku. „Jájá, sérstaklega þegar maður sér jafnaldra sína og leikmenn sem maður spilaði á móti og ólst upp með, eins og Alexöndru [Jóhannsdóttur], Karólínu [Leu Vilhjálmsdóttur] og Sveindísi [Jane Jónsdóttur] sem eru að lifa drauminn. Það er ekkert sem mér finnst rosa fjarstætt,“ sagði laganeminn Sæunn. „Maður getur séð sig fara út en svo er skóli og vinna sem maður þarf að hugsa út í. Þetta eru tveir pólar en eitthvað kæmi upp myndi maður hugsa út í það.“ Horfa má á Bestu upphitunina í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Stjarnan Þróttur Reykjavík Bestu mörkin Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira
Gunnhildur er kominn aftur í Stjörnuna eftir ellefu ára fjarveru og farsælan feril í atvinnumennsku. Hún er ekkert komin heim til að slaka á þótt hún hafi viljað losna við hið mikla álag sem er í Bandaríkjunum, þar sem hún spilaði síðast. „Þetta var rétti tíminn. Líkaminn aðeins að gefa sig og mikil ferðalög í Bandaríkjunum og mikið álag. Ég vildi halda áfram að spila og ef ég ætlaði að gera það þurfti ég að minnka aðeins álagið. Ég vildi líka fara að vinna. Ég vildi ekki bara hafa fótbolta, hafa meira að gera og fá festu í lífið. Og planið var alltaf að enda ferilinn í Stjörnunni,“ sagði Gunnhildur sem vinnur svo sannarlega en hún er í tveimur vinnum. „Ég vinn í Tækniskólanum og svo er ég yfirþjálfari hjá Öspinni. Það er langt síðan ég hef unnið fyrir utan fótboltann þannig ég er bara spennt, með mikla orku og vil gefa af mér.“ Klippa: Besta upphitunin fyrir 3. umferð Sæunn er í stóru hlutverki hjá Þrótti sem hefur verið í sókn á undanförnum árum. Hún kom til Þróttar frá Haukum, með millilendingu í Fylki. Hún leyfir sér að dreyma um atvinnumennsku. „Jájá, sérstaklega þegar maður sér jafnaldra sína og leikmenn sem maður spilaði á móti og ólst upp með, eins og Alexöndru [Jóhannsdóttur], Karólínu [Leu Vilhjálmsdóttur] og Sveindísi [Jane Jónsdóttur] sem eru að lifa drauminn. Það er ekkert sem mér finnst rosa fjarstætt,“ sagði laganeminn Sæunn. „Maður getur séð sig fara út en svo er skóli og vinna sem maður þarf að hugsa út í. Þetta eru tveir pólar en eitthvað kæmi upp myndi maður hugsa út í það.“ Horfa má á Bestu upphitunina í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Stjarnan Þróttur Reykjavík Bestu mörkin Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Sjá meira