Varið ykkur á Kópavogslæknum! Kristín Sævarsdóttir skrifar 9. maí 2023 12:01 Í vatnaáætlun Íslands, sem samþykkt var á síðasta ári kemur fram að öll yfirborðsvatnshlot eigi að vera í a.m.k. góðu vistfræðilegu ástandi og góðu efnafræðilegu standi. Nái vatnshlot ekki umhverfismarkmiðum skal fara í aðgerðir til úrbóta þar á. Kópavogslækurinn er eitt af umræddum vatnshlotum. Talið er að upptökin séu úr Breiðholti. Rennslisleið er niður að Íþróttasvæði ÍR, undir Reykjanesbrautina, framhjá Skátafélaginu Kópum, gegnum Kringlumýri og niður að útfalli við sjó, við Kópavogstjörn. Árið 2019 og 2021 voru gerðar mælingar á forgangsefnum í 14 vatnsholtum á landinu, auk þess sem mæld voru efni af vaktlista Evrópusambandsins í fimm vatnshlotum. Ákveðið var að bæta Kópavogslæk í þessar mælingar eftir að ábendingar höfðu borist um mögulega slæmt efnalegt ástand lækjarins. Sýnatökurnar fóru fram mánaðarlega frá nóvember 2019 til október næsta árs. Náttúrufræðistofa Kópavogs (sú sama og meirihlutinn í bæjarstjórn samþykkti nýlega að leggja niður) sá um að framkvæma sýnatökurnar í samstarfi við Umhverfisstofnun. Öll sýnin voru tekin rétt ofan við útfall Kópavogslækjar í Kópavogstjörn. Alvarlegar niðurstöður Niðurstöður mælinganna voru sláandi. Alls mældust 18 forgangsefni í læknum á þessum tíma og var styrkleiki þeirra mismunandi en alls fóru sex forgangsefni af 18 yfir ársmeðaltal samkvæmtgæðakröfum sem settar hafa verið í reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Þau efni eru: bens(a)pyren, bens(b)fluoranten, bens(k)fluoranten, benso(ghi)perylen, inden(123cd)pyren og cypermetrin. Öll þessi efni og efnasambönd hafa verið skilgreind sem hættuleg og þrávirk og valda alvarlegrimengun eða eitrun í vatni og umhverfin þess. Efnin sem mældust safnast upp í lífverum, flest þeirraeru krabbameinsvaldandi, sum geta valdið stökkbreytingum, önnur eitra fyrir lífi í vatni og eitt þeirra er m.a.s. ekki talið brotna upp í vatni. Síðast talda efnið, Cypermetrin er skordýraeitur sem hefurveruleg áhrif á lífríki og binst auðveldlega við jarðveginn. Í skýrslu Umhverfisstofnunar um þessar mælingar kemur fram að Kópavogslækur sé í slæmu efnafræðilegu ástandi. Samkvæmt lögum er nóg að eitt forgangsefni sé yfir ársmeðaltali til að vatnshlot flokkist í slæmu efnalegu ástandi en í tilfelli Kópavogslækjar eru efnin sex. Umhverfisstofnun klikkir út með því að kalla eftir samstarfi Kópavogs og Reykjavikur, vegna þess að Kópavogslækur rennur um bæði sveitarfélög og að gerðar verð áætlanir til að bæta ástand lækjarins. Meirihlutinn forðast umræðuna eins og heitan graut Undirrituð fékk veður af skýrslu Umhverfisstofnunar um þessar mælingar í mars sl. og hefur þrívegisóskað eftir umfjöllun um skýrsluna á vettvangi Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs en meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur enn ekki séð ástæðu til að setja málið á dagskrá nefndarinnar. Þess má geta að Umhverfisstofnun hefur kynnt niðurstöðurnar fyrir stjórnendum á Umhverfissviði bæjarins svo telja má öruggt að meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs sé kunnugt umástandið, en ekki séð ástæðu til að bregðast við.Kópavogslækur er í hjarta bæjarins. Þangað sækja leikskólahópar og leikjanámskeið í vettvangsferðir og börn með fjölskyldum sínum til að gefa öndum brauð og skoða litríkt fuglalíf. Á sumrin má nánast daglega sjá krakka vaða og sulla í læknum, veiða sílui eða reyna að stífla hnann. Við lækinn liggur einn fjölfarnasti göngustígur Kópavogs með mikilli umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi fólks á öllum aldri. Líkamsræktartækjum hefur einnig verið komið fyrir við tjörnina svo þar er mikið og fjölbreytt mannlíf árið um kring. Kópavogstjörnin hefur aðdráttarafl fyrir fólk á öllum aldri og svo hefur verið um langa hríð. Þetta virðist þó ekki vera mjög heppilegur útivistarstaður ef tekið er mið af mælingum Umhverfisstofnunar og ekki líklegt að svo verði í bráð ef úrræðaleysi meirihlutans heldur áfram einsog verið hefur. Því hvet ég fólk til að tryggja að börn og hundar leiki sér ekki í læknum og jafnvel að forðast nágrenni Kópavogslækjar þar til ráðist verður í úrbætur. Höfundur er áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis, - og samgöngunefnd Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Samfylkingin Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í vatnaáætlun Íslands, sem samþykkt var á síðasta ári kemur fram að öll yfirborðsvatnshlot eigi að vera í a.m.k. góðu vistfræðilegu ástandi og góðu efnafræðilegu standi. Nái vatnshlot ekki umhverfismarkmiðum skal fara í aðgerðir til úrbóta þar á. Kópavogslækurinn er eitt af umræddum vatnshlotum. Talið er að upptökin séu úr Breiðholti. Rennslisleið er niður að Íþróttasvæði ÍR, undir Reykjanesbrautina, framhjá Skátafélaginu Kópum, gegnum Kringlumýri og niður að útfalli við sjó, við Kópavogstjörn. Árið 2019 og 2021 voru gerðar mælingar á forgangsefnum í 14 vatnsholtum á landinu, auk þess sem mæld voru efni af vaktlista Evrópusambandsins í fimm vatnshlotum. Ákveðið var að bæta Kópavogslæk í þessar mælingar eftir að ábendingar höfðu borist um mögulega slæmt efnalegt ástand lækjarins. Sýnatökurnar fóru fram mánaðarlega frá nóvember 2019 til október næsta árs. Náttúrufræðistofa Kópavogs (sú sama og meirihlutinn í bæjarstjórn samþykkti nýlega að leggja niður) sá um að framkvæma sýnatökurnar í samstarfi við Umhverfisstofnun. Öll sýnin voru tekin rétt ofan við útfall Kópavogslækjar í Kópavogstjörn. Alvarlegar niðurstöður Niðurstöður mælinganna voru sláandi. Alls mældust 18 forgangsefni í læknum á þessum tíma og var styrkleiki þeirra mismunandi en alls fóru sex forgangsefni af 18 yfir ársmeðaltal samkvæmtgæðakröfum sem settar hafa verið í reglugerð um varnir gegn mengun vatns. Þau efni eru: bens(a)pyren, bens(b)fluoranten, bens(k)fluoranten, benso(ghi)perylen, inden(123cd)pyren og cypermetrin. Öll þessi efni og efnasambönd hafa verið skilgreind sem hættuleg og þrávirk og valda alvarlegrimengun eða eitrun í vatni og umhverfin þess. Efnin sem mældust safnast upp í lífverum, flest þeirraeru krabbameinsvaldandi, sum geta valdið stökkbreytingum, önnur eitra fyrir lífi í vatni og eitt þeirra er m.a.s. ekki talið brotna upp í vatni. Síðast talda efnið, Cypermetrin er skordýraeitur sem hefurveruleg áhrif á lífríki og binst auðveldlega við jarðveginn. Í skýrslu Umhverfisstofnunar um þessar mælingar kemur fram að Kópavogslækur sé í slæmu efnafræðilegu ástandi. Samkvæmt lögum er nóg að eitt forgangsefni sé yfir ársmeðaltali til að vatnshlot flokkist í slæmu efnalegu ástandi en í tilfelli Kópavogslækjar eru efnin sex. Umhverfisstofnun klikkir út með því að kalla eftir samstarfi Kópavogs og Reykjavikur, vegna þess að Kópavogslækur rennur um bæði sveitarfélög og að gerðar verð áætlanir til að bæta ástand lækjarins. Meirihlutinn forðast umræðuna eins og heitan graut Undirrituð fékk veður af skýrslu Umhverfisstofnunar um þessar mælingar í mars sl. og hefur þrívegisóskað eftir umfjöllun um skýrsluna á vettvangi Umhverfis- og samgöngunefndar Kópavogs en meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur enn ekki séð ástæðu til að setja málið á dagskrá nefndarinnar. Þess má geta að Umhverfisstofnun hefur kynnt niðurstöðurnar fyrir stjórnendum á Umhverfissviði bæjarins svo telja má öruggt að meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs sé kunnugt umástandið, en ekki séð ástæðu til að bregðast við.Kópavogslækur er í hjarta bæjarins. Þangað sækja leikskólahópar og leikjanámskeið í vettvangsferðir og börn með fjölskyldum sínum til að gefa öndum brauð og skoða litríkt fuglalíf. Á sumrin má nánast daglega sjá krakka vaða og sulla í læknum, veiða sílui eða reyna að stífla hnann. Við lækinn liggur einn fjölfarnasti göngustígur Kópavogs með mikilli umferð gangandi, hlaupandi og hjólandi fólks á öllum aldri. Líkamsræktartækjum hefur einnig verið komið fyrir við tjörnina svo þar er mikið og fjölbreytt mannlíf árið um kring. Kópavogstjörnin hefur aðdráttarafl fyrir fólk á öllum aldri og svo hefur verið um langa hríð. Þetta virðist þó ekki vera mjög heppilegur útivistarstaður ef tekið er mið af mælingum Umhverfisstofnunar og ekki líklegt að svo verði í bráð ef úrræðaleysi meirihlutans heldur áfram einsog verið hefur. Því hvet ég fólk til að tryggja að börn og hundar leiki sér ekki í læknum og jafnvel að forðast nágrenni Kópavogslækjar þar til ráðist verður í úrbætur. Höfundur er áheyrnarfulltrúi Samfylkingarinnar í umhverfis, - og samgöngunefnd Kópavogs.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar