„Ég var svo æstur að ég hafði ekki hugmynd um hvað gerðist í lokin“ Andri Már Eggertsson skrifar 8. maí 2023 21:50 Ásgeir Örn Hallgrímsson var afar ánægður með sigurinn Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar unnu ótrúlegan sigur gegn Aftureldingu 29-28. Brynjólfur Snær Brynjólfsson, leikmaður Hauka skoraði sigurmarkið á síðustu sekúndum leiksins. Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka, var í skýjunum með þennan sigur. „Ég var svo æstur að ég hafði ekki hugmynd um hvað gerðist hérna í lokin. Við unnum boltann og á ótrúlegan hátt náðum við að koma okkur upp völlinn á nokkrum sekúndum og Brynjólfur [Snær Brynjólfsson] var ískaldur,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson eftir leik og hélt áfram að hrósa Brynjólfi sem skoraði sigurmarkið. „Hann hefur verið í þessu milljón sinnum og veit hvað getur gerst og hann var búinn að lesa þetta tvo leiki fram í tímann og þetta var frábært hjá honum.“ Ásgeir Örn var afar ánægður með hvernig Haukar spiluðu eftir að þeir skoruðu sitt fimmtánda mark en í síðustu leikjum gegn Aftureldingu hafa Haukar gefið eftir á þeim kafla. „Við náðum góðum takti varnarlega og þetta var þannig að við þurftum að treysta á sóknina og það var frábært.“ Haukar voru tveimur mörkum undir í hálfleik 14-16 og upplifun Ásgeirs var að Haukar áttu mikið inni. „Mér fannst við varnarlega gera það sem við ætluðum okkur og vorum að halda. Við töluðum um það að Aron [Rafn Eðvarðsson] skuldaði nokkra bolta og hann viðurkenndi það bara sjálfur. Síðan kom þetta þar sem við fórum að stela boltanum og verja nokkra bolta og þá vorum við lest sem fór af stað.“ Aron Rafn varði síðasta skot Aftureldingar sem varð til þess að Brynjólfur Snær skoraði sigurmarkið og Ásgeir tók undir að Aron Rafn borgaði skuldina með þeirri markvörslu. „Já það má eiginlega segja það. Aron var geggjaður og þeir voru allir geggjaðir,“ sagði Ásgeir Örn að lokum afar ánægður með sigurinn. Olís-deild karla Haukar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Sjá meira
„Ég var svo æstur að ég hafði ekki hugmynd um hvað gerðist hérna í lokin. Við unnum boltann og á ótrúlegan hátt náðum við að koma okkur upp völlinn á nokkrum sekúndum og Brynjólfur [Snær Brynjólfsson] var ískaldur,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson eftir leik og hélt áfram að hrósa Brynjólfi sem skoraði sigurmarkið. „Hann hefur verið í þessu milljón sinnum og veit hvað getur gerst og hann var búinn að lesa þetta tvo leiki fram í tímann og þetta var frábært hjá honum.“ Ásgeir Örn var afar ánægður með hvernig Haukar spiluðu eftir að þeir skoruðu sitt fimmtánda mark en í síðustu leikjum gegn Aftureldingu hafa Haukar gefið eftir á þeim kafla. „Við náðum góðum takti varnarlega og þetta var þannig að við þurftum að treysta á sóknina og það var frábært.“ Haukar voru tveimur mörkum undir í hálfleik 14-16 og upplifun Ásgeirs var að Haukar áttu mikið inni. „Mér fannst við varnarlega gera það sem við ætluðum okkur og vorum að halda. Við töluðum um það að Aron [Rafn Eðvarðsson] skuldaði nokkra bolta og hann viðurkenndi það bara sjálfur. Síðan kom þetta þar sem við fórum að stela boltanum og verja nokkra bolta og þá vorum við lest sem fór af stað.“ Aron Rafn varði síðasta skot Aftureldingar sem varð til þess að Brynjólfur Snær skoraði sigurmarkið og Ásgeir tók undir að Aron Rafn borgaði skuldina með þeirri markvörslu. „Já það má eiginlega segja það. Aron var geggjaður og þeir voru allir geggjaðir,“ sagði Ásgeir Örn að lokum afar ánægður með sigurinn.
Olís-deild karla Haukar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Meistarar mætast í bikarnum Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Sjá meira