Ágúst Gylfa: Þarf mikinn karakter til að snúa svona krísu við Árni Jóhannsson skrifar 8. maí 2023 21:41 Ágúst Gylfason hefur nóg að hugsa um þessa dagana. Visir/ Diego Þjálfari Stjörnunnar, Ágúst Gylfason, vildi ekki leggja mat á það strax eftir leik hvort hann væri óánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld. Hann var hinsvegar svekktur með að hans menn hafi ekki fengið neitt út úr leiknum. Fram vann leikinn 2-1 og voru með yfirhöndina nánast allan leikinn. „Úrslitalega séð þá ætluðum við ekki að koma hingað og fá ekki neitt út úr þessum leik“, var það fyrsta sem Ágúst sagði við blaðamann sem spurði hann hvort frammistaða Stjörnunnar hafi ekki verið langt frá því sem hann vonaðist eftir. „Frammistaðan er svo spurningarmerki. Ég þarf að horfa á leikinn aftur og við erum bara mjög fúlir að hafa tapað hérna. Við fórum mjög lokaðir inn í leikinn og það er ekki okkar leikur. Fram skapaði sér ekki neitt og svo erum við klaufar í föstu leikatriði þar sem enginn er að dekka manninn. Smá ábyrgðarleysi en það er kannski það sem maður tekur út úr þessu að fá ekkert út úr leiknum.“ Ágúst var þá spurður hvort honum hafi ekki fundist Fram fá allt of mikið pláss til að athafna sig í leik kvöldsins. „Fram er þannig lið að þú vilt ekki koma of hátt á móti þeim. Þeir eru góðir í þríhyrningaspili og öðru og eru bara með hörkulið. Við ætluðum ekki að fara í þá gryfju að fara að elta þá um allan völl og láta þá spila okkur sundur og saman. Við gáfum þeim pláss og þeir nýttu það ágætlega en voru ekki að skapa sér neitt svakalega mikið en ekki gott hjá okkur að fá ekki neitt.“ Því næst var spurt að því hvort það væri krísa hjá Stjörnumönnum og stóð ekki á svörum hjá Ágústi. „Já það má alveg segja það. Við getum ekki falið okkur á bakvið það. Við erum með þrjú stig eftir sex leiki sem er óásættanlegt fyrir okkur. Við þurfum að taka ábyrgð á þessu, bæði þjálfarar og leikmenn, til að snúa þessu. Það þarf mikinn karakter til að snúa svona en það skín í gegn að góðir þjálfarar snúa því við þegar lið eru í krísu og það ætlum við að gera.“ Að lokum var Ágúst spurður að því hvort einhver plön væru að myndast til að snúa genginu við strax eftir að þessum leik lauk. „Já það er fullt í hausnum á manni. Alls konar plön og pælingar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem maður hefur lent í svona. Maður er vanur því að snúa þessu við og það er það sem við ætlum að gera í sameiningu.“ Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Stjarnan 2-1 | Fram náði í sterkan og sannfærandi sigur Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn stigalausir eftir að hafa lotið í gras fyrir Fram í sjöttu umferð Bestu deildar karla í dag. Fram átti sigurinn fyllilega skilið enda sköpuðu þeir meira og vörðust betur en Stjörnumenn gerðu þangað til í lok leiksins. Markaskorar Framara voru þeir Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson 8. maí 2023 21:10 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Sjá meira
„Úrslitalega séð þá ætluðum við ekki að koma hingað og fá ekki neitt út úr þessum leik“, var það fyrsta sem Ágúst sagði við blaðamann sem spurði hann hvort frammistaða Stjörnunnar hafi ekki verið langt frá því sem hann vonaðist eftir. „Frammistaðan er svo spurningarmerki. Ég þarf að horfa á leikinn aftur og við erum bara mjög fúlir að hafa tapað hérna. Við fórum mjög lokaðir inn í leikinn og það er ekki okkar leikur. Fram skapaði sér ekki neitt og svo erum við klaufar í föstu leikatriði þar sem enginn er að dekka manninn. Smá ábyrgðarleysi en það er kannski það sem maður tekur út úr þessu að fá ekkert út úr leiknum.“ Ágúst var þá spurður hvort honum hafi ekki fundist Fram fá allt of mikið pláss til að athafna sig í leik kvöldsins. „Fram er þannig lið að þú vilt ekki koma of hátt á móti þeim. Þeir eru góðir í þríhyrningaspili og öðru og eru bara með hörkulið. Við ætluðum ekki að fara í þá gryfju að fara að elta þá um allan völl og láta þá spila okkur sundur og saman. Við gáfum þeim pláss og þeir nýttu það ágætlega en voru ekki að skapa sér neitt svakalega mikið en ekki gott hjá okkur að fá ekki neitt.“ Því næst var spurt að því hvort það væri krísa hjá Stjörnumönnum og stóð ekki á svörum hjá Ágústi. „Já það má alveg segja það. Við getum ekki falið okkur á bakvið það. Við erum með þrjú stig eftir sex leiki sem er óásættanlegt fyrir okkur. Við þurfum að taka ábyrgð á þessu, bæði þjálfarar og leikmenn, til að snúa þessu. Það þarf mikinn karakter til að snúa svona en það skín í gegn að góðir þjálfarar snúa því við þegar lið eru í krísu og það ætlum við að gera.“ Að lokum var Ágúst spurður að því hvort einhver plön væru að myndast til að snúa genginu við strax eftir að þessum leik lauk. „Já það er fullt í hausnum á manni. Alls konar plön og pælingar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem maður hefur lent í svona. Maður er vanur því að snúa þessu við og það er það sem við ætlum að gera í sameiningu.“
Besta deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Stjarnan 2-1 | Fram náði í sterkan og sannfærandi sigur Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn stigalausir eftir að hafa lotið í gras fyrir Fram í sjöttu umferð Bestu deildar karla í dag. Fram átti sigurinn fyllilega skilið enda sköpuðu þeir meira og vörðust betur en Stjörnumenn gerðu þangað til í lok leiksins. Markaskorar Framara voru þeir Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson 8. maí 2023 21:10 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Salah nálgast nýjan samning Enski boltinn Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Fótbolti Fleiri fréttir Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Sjá meira
Leik lokið: Fram - Stjarnan 2-1 | Fram náði í sterkan og sannfærandi sigur Stjörnumenn sneru aftur í Garðabæinn stigalausir eftir að hafa lotið í gras fyrir Fram í sjöttu umferð Bestu deildar karla í dag. Fram átti sigurinn fyllilega skilið enda sköpuðu þeir meira og vörðust betur en Stjörnumenn gerðu þangað til í lok leiksins. Markaskorar Framara voru þeir Orri Sigurjónsson og Aron Jóhannsson 8. maí 2023 21:10
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti