Kópavogsbær kippir stoðum undan Náttúrufræðistofu Kópavogs Tómas Grétar Gunnarsson, Kalina Kapralova, Edda Elísabet Magnúsdóttir og Sölvi Rúnar Vignisson skrifa 8. maí 2023 18:00 Það er kunnara en frá þurfi að greina að mannkyn glímir nú við stærri áskoranir en áður hefur þekkst. Þetta eru loftslagsbreytingar og önnur umhverfisáhrif af mannavöldum sem valda umfangsmikilli hnignun lífsins á jörðinni. Þjóðir heims sameinast nú um að ná utan um þessi mál á öllum stigum stjórnsýslu og rannsókna með þátttöku almennings á sem flestum sviðum. Engin viðfangsefni eru brýnni en að ná tökum á þessum hörmungum. Það vekur því óneitanlega athygli þegar starfsemi farsællar safna-, fræðslu- og rannsóknastofnunar sem starfar einmitt á þessu sviði er lögð niður hjá stóru og vel stæðu sveitarfélagi einhverrar ríkustu þjóðar heims. Þetta er einmitt það sem hæstráðendur hjá Kópavogsbæ hyggjast gera við Náttúrufræðistofu Kópavogs sem bærinn hefur rekið af myndarskap í langan tíma, en stofan hefði orðið 40 ára á þessu ári. Að reka samhliða safna-, fræðslu- og rannsóknastarfsemi lýsir framsýni og skilningi á viðfangsefninu og hefur verið sveitarfélaginu til mikils sóma. Það er ekki sjálfgefið að sveitarfélög reki safna-, fræðslu- og rannsóknastofnanir en þó má sjá ríkan metnað til þess um land allt. Ákvörðun Kópavogsbæjar virðist helst byggja á samkeppnissjónarmiðum en þar gætir vanmats á eðli starfsemi sem þessarar. Í fyrsta lagi er misskilningur að halda því fram að það gæti samkeppni í þessum geira, heldur er frekar um samvinnu að ræða. Það má heita heppni hjá örþjóð ef við eigum nokkra sérfræðinga í undirstöðufögum, t.d. sérsviðum læknisfræði eða lífríki ferskvatns, svo einhver dæmi séu nefnd. Á Náttúrufræðistofu Kópavogs er einmitt stór hluti íslenskra sérfræðinga í lífríki ferskvatns saman kominn og hefur stundað árangursríkar langtímarannsóknir og vöktun á mikilvægustu ferskvatnsvistkerfum á SV-hluta landsins auk fjölbreyttra annarra rannsókna, sem stofan hefur verið dugleg að afla fjármagns til. Rannsóknir sýna einmitt að langtímavöktun er líklegri til að styðja við stefnumótun og leiða til athyglisverðari uppgötvana en styttri rannsóknir. Til að slíkur ávinningur raungerist þarf stöðugleika. Í öðru lagi er rannsóknarstarf grundvöllur metnaðarfullrar safna- og fræðslustarfsemi og ein meginforsenda þess að söfn geti á hverjum tíma kynnt nýstárlegar uppgötvanir og að þekking sérfræðinga sé uppfærð. Söfn sem ekki eru beintengd við rannsóknir miðla eingöngu niðurstöðum annarra og heilla síður kröfuharða gesti. Rannsóknir sem stundaðar eru fyrir opinbert fé eru eins og vatn. Þær eru almannagæði. Niðurstöður rannsókna eiga að vera aðgengilegar og nauðsynlegt er að þeim sé miðlað á skilvirkan hátt svo að rannsóknir nýtist til að byggja upp styrkari og betri samfélög. Til dæmis er mikilvægt að börn og unglingar sem alast upp á tímum viðsjárverðra breytinga í náttúrunni hafi aðgang að fræðslu og miðlun rannsókna af bestu gerð. Höfum í huga að gestir Náttúrufræðistofu Kópavogs hafa ekki síst verið skólabörn og safnið hefur á frábæran hátt stutt við náttúrufræðimenntun barna og unglinga í Kópavogi. Eitt af þeim verkefnum sem safnið stóð fyrir var verkefnið Leggjum línurnar en til þess hlaut safnið styrk úr Loftslagssjóði 2021 og vann í framhaldinu með nemendum í 10. bekk í öllum skólum í Kópavogi og náði því til um 400 unglinga með mikilvæga fræðslu um eitt brýnasta málefni samtímans, loftslagsvána. Safna-, fræðslu- og rannsóknarstarf má ekki verða grunnhyggnum markaðs- og samkeppnishugmyndum að bráð heldur eitthvað sem við stöndum vörð um saman til þess að takast á við breytta tíma. Við hörmum þennan viðsnúning í afstöðu Kópavogsbæjar til safna-,fræðslu- og rannsóknarstarfs og teljum að frekar hefði átt að leita leiða til að styrkja rekstrargrunn og mikilvægt rannsóknarstarf Náttúrufræðistofu Kópavogs í staðinn fyrir að vega að því. Þá virðist eiga að fórna því fræðslutóli sem markviss grunnsýning er, fyrir „pop up“ sýningar. Þetta er röng forgangsröðun. Tómas Grétar Gunnarsson, fyrir hönd stjórnar BIODICE, Kalina Kapralova, fyrir hönd stjórnar Líffræðifélags Íslands, Edda Elísabet Magnúsdóttir, fyrir hönd stjórnar Vistfræðifélags Íslands og Sölvi Rúnar Vignisson, fyrir hönd stjórnar Hins íslenska náttúrufræðifélags Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Söfn Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Það er kunnara en frá þurfi að greina að mannkyn glímir nú við stærri áskoranir en áður hefur þekkst. Þetta eru loftslagsbreytingar og önnur umhverfisáhrif af mannavöldum sem valda umfangsmikilli hnignun lífsins á jörðinni. Þjóðir heims sameinast nú um að ná utan um þessi mál á öllum stigum stjórnsýslu og rannsókna með þátttöku almennings á sem flestum sviðum. Engin viðfangsefni eru brýnni en að ná tökum á þessum hörmungum. Það vekur því óneitanlega athygli þegar starfsemi farsællar safna-, fræðslu- og rannsóknastofnunar sem starfar einmitt á þessu sviði er lögð niður hjá stóru og vel stæðu sveitarfélagi einhverrar ríkustu þjóðar heims. Þetta er einmitt það sem hæstráðendur hjá Kópavogsbæ hyggjast gera við Náttúrufræðistofu Kópavogs sem bærinn hefur rekið af myndarskap í langan tíma, en stofan hefði orðið 40 ára á þessu ári. Að reka samhliða safna-, fræðslu- og rannsóknastarfsemi lýsir framsýni og skilningi á viðfangsefninu og hefur verið sveitarfélaginu til mikils sóma. Það er ekki sjálfgefið að sveitarfélög reki safna-, fræðslu- og rannsóknastofnanir en þó má sjá ríkan metnað til þess um land allt. Ákvörðun Kópavogsbæjar virðist helst byggja á samkeppnissjónarmiðum en þar gætir vanmats á eðli starfsemi sem þessarar. Í fyrsta lagi er misskilningur að halda því fram að það gæti samkeppni í þessum geira, heldur er frekar um samvinnu að ræða. Það má heita heppni hjá örþjóð ef við eigum nokkra sérfræðinga í undirstöðufögum, t.d. sérsviðum læknisfræði eða lífríki ferskvatns, svo einhver dæmi séu nefnd. Á Náttúrufræðistofu Kópavogs er einmitt stór hluti íslenskra sérfræðinga í lífríki ferskvatns saman kominn og hefur stundað árangursríkar langtímarannsóknir og vöktun á mikilvægustu ferskvatnsvistkerfum á SV-hluta landsins auk fjölbreyttra annarra rannsókna, sem stofan hefur verið dugleg að afla fjármagns til. Rannsóknir sýna einmitt að langtímavöktun er líklegri til að styðja við stefnumótun og leiða til athyglisverðari uppgötvana en styttri rannsóknir. Til að slíkur ávinningur raungerist þarf stöðugleika. Í öðru lagi er rannsóknarstarf grundvöllur metnaðarfullrar safna- og fræðslustarfsemi og ein meginforsenda þess að söfn geti á hverjum tíma kynnt nýstárlegar uppgötvanir og að þekking sérfræðinga sé uppfærð. Söfn sem ekki eru beintengd við rannsóknir miðla eingöngu niðurstöðum annarra og heilla síður kröfuharða gesti. Rannsóknir sem stundaðar eru fyrir opinbert fé eru eins og vatn. Þær eru almannagæði. Niðurstöður rannsókna eiga að vera aðgengilegar og nauðsynlegt er að þeim sé miðlað á skilvirkan hátt svo að rannsóknir nýtist til að byggja upp styrkari og betri samfélög. Til dæmis er mikilvægt að börn og unglingar sem alast upp á tímum viðsjárverðra breytinga í náttúrunni hafi aðgang að fræðslu og miðlun rannsókna af bestu gerð. Höfum í huga að gestir Náttúrufræðistofu Kópavogs hafa ekki síst verið skólabörn og safnið hefur á frábæran hátt stutt við náttúrufræðimenntun barna og unglinga í Kópavogi. Eitt af þeim verkefnum sem safnið stóð fyrir var verkefnið Leggjum línurnar en til þess hlaut safnið styrk úr Loftslagssjóði 2021 og vann í framhaldinu með nemendum í 10. bekk í öllum skólum í Kópavogi og náði því til um 400 unglinga með mikilvæga fræðslu um eitt brýnasta málefni samtímans, loftslagsvána. Safna-, fræðslu- og rannsóknarstarf má ekki verða grunnhyggnum markaðs- og samkeppnishugmyndum að bráð heldur eitthvað sem við stöndum vörð um saman til þess að takast á við breytta tíma. Við hörmum þennan viðsnúning í afstöðu Kópavogsbæjar til safna-,fræðslu- og rannsóknarstarfs og teljum að frekar hefði átt að leita leiða til að styrkja rekstrargrunn og mikilvægt rannsóknarstarf Náttúrufræðistofu Kópavogs í staðinn fyrir að vega að því. Þá virðist eiga að fórna því fræðslutóli sem markviss grunnsýning er, fyrir „pop up“ sýningar. Þetta er röng forgangsröðun. Tómas Grétar Gunnarsson, fyrir hönd stjórnar BIODICE, Kalina Kapralova, fyrir hönd stjórnar Líffræðifélags Íslands, Edda Elísabet Magnúsdóttir, fyrir hönd stjórnar Vistfræðifélags Íslands og Sölvi Rúnar Vignisson, fyrir hönd stjórnar Hins íslenska náttúrufræðifélags
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun