Söfn stuðla að vellíðan fólks og samfélaga Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar 9. maí 2023 07:01 Árið 2019 gáfu Alþjóðaráð safna (ICOM) og alþjóðastofnunin OECD út leiðbeiningarit fyrir sveitastjórnir, nærsamfélög og söfn. Ritið fjallar um hvernig megi hámarka áhrif menningar og samfélagslegrar þróunar. Á einum stað í leiðbeiningunum er sérstaklega vikið að vellíðan (e. Wellbeing) og staðhæft að ráðlegt sé að samþætta söfn betur og ákveðnar í breiðar aðgerðir sem lúta að velferð og vellíðan fólks. En með breiðum aðgerðum er átt við skipulags- og byggingarmál bæja og borga, og ákvarðanir sem teknar eru um fyrirkomulag heilbrigðis- og félagsþjónustu, svo dæmi séu tekin. Almennt má segja að slíkar aðgerðir snúi alltaf fyrst og fremst að íbúum staða, að þær eigi að þjóna þeim fyrst og fremst. Ferðamenn og aðrir sem eiga styttri eða lengri erindi á þá staði eru að sjálfsögðu hafðir með í þeirri hugsun, en samt er einblínt á þá hópa sem dvelja þar og búa um lengri tíma. Þessar ábendingar Alþjóðaráðs safna og OECD byggja á hugmyndum um það sem við getum kallað ´heilbrigt samfélag´. En hvernig lítur slíkt samfélag út? Ein hugmyndin er sú að heilbrigði samfélags stýrist af möguleikum fólks til menntunar, öruggrar búsetu og umhverfis, og möguleikum fólks á því að taka þátt. Þessir þættir eru taldir ýta undir sjálfsvirðingu fólks, umburðarlyndi og að fólk finni gleði í því að skapa eitthvað af hvaða tagi sem það er – á vettvangi lista, menningar, daglegs lífs í leik og starfi eða hverju sem er. Breiða sýnin og hugmyndir um heilbrigt samfélag lítur þar með á málin út frá heildstæðari hætti en oft áður á vellíðan fólks. Ef við setjum þetta í samhengi við yfirskrift Alþjóðlegs dags safna, sem er Söfn, sjálfbærni og vellíðan, þá má segja að megin spurningin sé: hvað geta söfn, listir og menning gert bæði fyrir fólk og samfélagið. Hér er gamalgróinni spurningu snúið við, en hún hljómar einhvern vegin svona: hvað getur samfélagið gert fyrir söfn, listir og menningu. Samkvæmt riti Alþjóðaráðs safna og OECD er það röng spurning og skilar ekki hámarks árangri sem leitast er við þegar kemur að vellíðan fólks og samfélaga. Það er hollt að hafa þetta í huga á alþjóðlegum degi safna 18. maí. Höfundur er prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Árið 2019 gáfu Alþjóðaráð safna (ICOM) og alþjóðastofnunin OECD út leiðbeiningarit fyrir sveitastjórnir, nærsamfélög og söfn. Ritið fjallar um hvernig megi hámarka áhrif menningar og samfélagslegrar þróunar. Á einum stað í leiðbeiningunum er sérstaklega vikið að vellíðan (e. Wellbeing) og staðhæft að ráðlegt sé að samþætta söfn betur og ákveðnar í breiðar aðgerðir sem lúta að velferð og vellíðan fólks. En með breiðum aðgerðum er átt við skipulags- og byggingarmál bæja og borga, og ákvarðanir sem teknar eru um fyrirkomulag heilbrigðis- og félagsþjónustu, svo dæmi séu tekin. Almennt má segja að slíkar aðgerðir snúi alltaf fyrst og fremst að íbúum staða, að þær eigi að þjóna þeim fyrst og fremst. Ferðamenn og aðrir sem eiga styttri eða lengri erindi á þá staði eru að sjálfsögðu hafðir með í þeirri hugsun, en samt er einblínt á þá hópa sem dvelja þar og búa um lengri tíma. Þessar ábendingar Alþjóðaráðs safna og OECD byggja á hugmyndum um það sem við getum kallað ´heilbrigt samfélag´. En hvernig lítur slíkt samfélag út? Ein hugmyndin er sú að heilbrigði samfélags stýrist af möguleikum fólks til menntunar, öruggrar búsetu og umhverfis, og möguleikum fólks á því að taka þátt. Þessir þættir eru taldir ýta undir sjálfsvirðingu fólks, umburðarlyndi og að fólk finni gleði í því að skapa eitthvað af hvaða tagi sem það er – á vettvangi lista, menningar, daglegs lífs í leik og starfi eða hverju sem er. Breiða sýnin og hugmyndir um heilbrigt samfélag lítur þar með á málin út frá heildstæðari hætti en oft áður á vellíðan fólks. Ef við setjum þetta í samhengi við yfirskrift Alþjóðlegs dags safna, sem er Söfn, sjálfbærni og vellíðan, þá má segja að megin spurningin sé: hvað geta söfn, listir og menning gert bæði fyrir fólk og samfélagið. Hér er gamalgróinni spurningu snúið við, en hún hljómar einhvern vegin svona: hvað getur samfélagið gert fyrir söfn, listir og menningu. Samkvæmt riti Alþjóðaráðs safna og OECD er það röng spurning og skilar ekki hámarks árangri sem leitast er við þegar kemur að vellíðan fólks og samfélaga. Það er hollt að hafa þetta í huga á alþjóðlegum degi safna 18. maí. Höfundur er prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun