Endaði tilfinningalega tómur og ætlar sér að skemma partýið Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2023 11:46 Sverrir Eyjólfsson, þjálfari karlaliðs Fjölnis í handbolta Mynd: Fjölnir Sverrir Eyjólfsson, þjálfari karlaliðs Fjölnis í handbolta, segist hafa verið tilfinningalega tómur eftir síðasta leik liðsins í hörðu einvígi gegn Víkingi Reykjavík á dögunum. Fram undan er stærsti leikurinn á hans þjálfaraferli til þessa. Sverrir er á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki í handbolta. Undir stjórn hans eru Fjölnismenn komnir alla leið í oddaleik gegn Víkingi Reykjavík í umspili um laust sæti í Olís deild karla á næsta tímabili Oddaleikur liðanna fer fram í Safamýri klukkan 14:00 í dag en leikir liðanna í umspilinu hafa reynst mikil skemmtun. „Stemningin er bara góð, við erum spenntir og tökum öllum leikjum sem við fáum með glöðu geði. Við erum bara spenntir fyrir þessu,“ segir Sverrir í viðtali sem Arnar Daði Arnarsson tók við hann í hlaðvarpsþættinum Handkastið. Ætla sér að skemma partýið Fjölnir lenti 2-0 undir í einvíginu gegn Víkingum en Grafarvogspiltarnir neituðu að játa sig sigraða og hafa nú unnið síðustu tvo leiki og knúið fram oddaleik. Hvernig finnst þér strákarnir hafa brugðist við því mótlæti að hafa lent 2-0 undir? „Fyrsti leikurinn var mikið kjaftshögg, við eiginlega steinliggjum þar. Síðan þá hefur þetta verið vaxandi hjá okkur. Ég geri ráð fyrir því að oddaleikurinn verði með svipuðu móti. Þetta verður jafn en sveiflukenndur leikur. Planið hjá okkur er að skemma partý hjá Víkingunum en það er erfitt. Þetta Víkingslið er mjög reynslumikið, eitthvað sem okkur vantar akkúrat núna á þessari stundu. Slæmu kaflarnir okkar hafa verið langir, það er okkar helsta vandamál.“ Leitar ráða hjá brósa Sverrir er á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki. Hann er bróðir Aðalsteins Eyjólfssonar, þjálfara Kadetten í Sviss og viðurkennir að hafa heyrt í honum og leitað ráða. „Ég er í góðum samskiptum við Alla og hann gefur mér góð ráð. Þegar að maður stendur þarna sem þjálfari á hliðarlínunni í leikjum, þá finnur maður sig svolítið einn. Ég er búinn að gera fullt af mistökum og er sjálfur að stíga mín fyrstu skref, reka mig á og læra af því.“ Aðalsteinn Eyjólfsson, bróðir Eyjólfs, er þjálfari Kadetten í SvissKadetten Síðasti leikur einvígisins gegn Víkingum, leikurinn sem knúði fram oddaleik, var tvíframlengdur og fór alla leið í vítakeppni og enn fremur alla leið í bráðabana. Hvernig var sú upplifun? „Tilfinningin var æðisleg eftir þann leik. Maður fann fyrir miklum létti hjá mönnum en það sem var skemmtilegast fyrir mig í þessu, það sem ég var stoltastur yfir, var baráttan hjá okkur. Við vorum komnir langleiðina með að tapa þessum leik í einhver fjögur skipti. Strákarnir mínir börðust áfram, það hefur verið vandamál hjá okkur í vetur hvað við vorum brothættir en baráttan er klárlega styrkleika- og þroskamerki við leik okkar. Ég get alveg viðurkennt að eftir leik, þegar að maður settist loks niður, þá var maður tómur tilfinningalega. Þetta var hörku leikur og rosalegur rússíbani.“ Viðtalið við Sverri Eyjólfsson í Handkastinu sem og þáttinn í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan: Fjölnir Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Sjá meira
Sverrir er á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki í handbolta. Undir stjórn hans eru Fjölnismenn komnir alla leið í oddaleik gegn Víkingi Reykjavík í umspili um laust sæti í Olís deild karla á næsta tímabili Oddaleikur liðanna fer fram í Safamýri klukkan 14:00 í dag en leikir liðanna í umspilinu hafa reynst mikil skemmtun. „Stemningin er bara góð, við erum spenntir og tökum öllum leikjum sem við fáum með glöðu geði. Við erum bara spenntir fyrir þessu,“ segir Sverrir í viðtali sem Arnar Daði Arnarsson tók við hann í hlaðvarpsþættinum Handkastið. Ætla sér að skemma partýið Fjölnir lenti 2-0 undir í einvíginu gegn Víkingum en Grafarvogspiltarnir neituðu að játa sig sigraða og hafa nú unnið síðustu tvo leiki og knúið fram oddaleik. Hvernig finnst þér strákarnir hafa brugðist við því mótlæti að hafa lent 2-0 undir? „Fyrsti leikurinn var mikið kjaftshögg, við eiginlega steinliggjum þar. Síðan þá hefur þetta verið vaxandi hjá okkur. Ég geri ráð fyrir því að oddaleikurinn verði með svipuðu móti. Þetta verður jafn en sveiflukenndur leikur. Planið hjá okkur er að skemma partý hjá Víkingunum en það er erfitt. Þetta Víkingslið er mjög reynslumikið, eitthvað sem okkur vantar akkúrat núna á þessari stundu. Slæmu kaflarnir okkar hafa verið langir, það er okkar helsta vandamál.“ Leitar ráða hjá brósa Sverrir er á sínu fyrsta ári sem þjálfari í meistaraflokki. Hann er bróðir Aðalsteins Eyjólfssonar, þjálfara Kadetten í Sviss og viðurkennir að hafa heyrt í honum og leitað ráða. „Ég er í góðum samskiptum við Alla og hann gefur mér góð ráð. Þegar að maður stendur þarna sem þjálfari á hliðarlínunni í leikjum, þá finnur maður sig svolítið einn. Ég er búinn að gera fullt af mistökum og er sjálfur að stíga mín fyrstu skref, reka mig á og læra af því.“ Aðalsteinn Eyjólfsson, bróðir Eyjólfs, er þjálfari Kadetten í SvissKadetten Síðasti leikur einvígisins gegn Víkingum, leikurinn sem knúði fram oddaleik, var tvíframlengdur og fór alla leið í vítakeppni og enn fremur alla leið í bráðabana. Hvernig var sú upplifun? „Tilfinningin var æðisleg eftir þann leik. Maður fann fyrir miklum létti hjá mönnum en það sem var skemmtilegast fyrir mig í þessu, það sem ég var stoltastur yfir, var baráttan hjá okkur. Við vorum komnir langleiðina með að tapa þessum leik í einhver fjögur skipti. Strákarnir mínir börðust áfram, það hefur verið vandamál hjá okkur í vetur hvað við vorum brothættir en baráttan er klárlega styrkleika- og þroskamerki við leik okkar. Ég get alveg viðurkennt að eftir leik, þegar að maður settist loks niður, þá var maður tómur tilfinningalega. Þetta var hörku leikur og rosalegur rússíbani.“ Viðtalið við Sverri Eyjólfsson í Handkastinu sem og þáttinn í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan:
Fjölnir Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Sjá meira