Vottar Jehóva – falsspámenn Örn Svavarsson skrifar 6. maí 2023 15:17 Núna, þegar Vottar Jehóva hafa nýverið fengið nokkra umfjöllun um helst til óyndislegan þátt trúarbragðanna, þ.e. útskúfun og hunsun fyrri félaga, er áhugavert að rifja aðeins upp þungamiðjuna í boðskap þeirra. Kenningin snýst um nýjan heim, paradís á jörðu, útópíu þar sem allir eru vinir, sársauki, sjúkdómar og þjáning hvers konar heyra sögunni til og jafnvel dauðinn verður afmáður. Öll dýr verða líka vinir og rándýr breytast í grasætur. En fyrst verða ragnarök, Harmageddon þar sem öllu illu er útrýmt, þar á meðal öllu fólki sem ekki játar trú Votta Jehóva. “Varið ykkur á falsspámönnum” segir Kristur við lærisveina sína (Matt 7:15). Vottar Jehóva heimfæra þessi boð frelsarans upp á öll trúarbrögð heims, önnur en sín eigin og hamra á þeirri trú sinni jafnt í bókum sem tímaritum. Í maí blaði Varðturnsins frá 2006 er t.d. grein sem heitir „Haltu þig frá falstrú” og er í henni ofangreind tilvitnun í Krist. Síðan segir: “Lítum á hvernig talað er um fölsk trúarbrögð í Opinberunarbók Biblíunnar. Þar er þeim lýst eins og drukkinni vændiskonu sem fer með ákveðið vald yfir mörgum ríkjum og þegnum þeirra. Þessi táknræna kona drýgir hór með fjölda konunga og er drukkin af blóði sannra tilbiðjenda Guðs. (Opinberunarbókin 17:1, 2,6,18) Á enni hennar er ritað nafn sem hæfir vel soralegu og ógeðfelldu líferni hennar. Nafnið er „Babýlon hin mikla, móðir hórkvenna og viðurstyggða jarðarinnar“.“ Þessa óyndislegu lýsingu á hórkonunni „Babýlon hinni miklu“ heimfæra Vottar guðsins Jehóva sem sé upp á öll trúarbrögð heimsins að undanskildum sínum eigin. Nú ber að spyrja: Hvað er falsspámaður og hver er falsspámaður? Samkvæmt orðanna hljóðan mun það vera sá sem ber fram falsspádóma, sem sé spádóma sem ekki rætast. Þegar ljóst er að spádómur um atburð sem á að eiga sér stað á tilsettum tíma rætist ekki, boðaður atburður er með engu nokkurs staðar merkjanlegur, þá er það augljóslega falskur spádómur, falsspádómur. Athyglisvert er að þau trúarbrögð sem hvað afdráttarlausast lýsa því yfir að öll önnur trúarbrögð en þeirra eigin séu falstrúarbrögð, hafa margendurtekið brennt sig á því að spá atburðum sem svo áttu sér bara alls ekki stað. Ekki á þeim tímapunkti sem tiltekinn var og hvorki fyrr né síðar. Með öllu helber falsspádómur. Í Paradísarbókinni, myndskreyttri kennslubók Vottanna frá þeim dögum sem ég var að alast upp innan safnaðarins og haldið var að börnum, var m.a. mynd af hryllingi dómsdags, þar sem fólk hrynur ofan í víðáttumiklar jarðskjálftasprungur og eldingum slær niður, háhýsi hrynja og skelfing blasir við af hvers manns andliti þegar algóður og réttlátur guð tortímir öllum óguðlegum í einu samfelldu hamfaraáhlaupi á guðleysingja jarðar. Þessi mynd innprentaðist nokkuð sterkt í barnssálina og olli mér satt að segja allnokkrum heilabrotum og hugarvíli. Stofnandi Vottanna, Charles T. Russel, var búinn að spá ýmsum atburðum sem ekki rættust á ofanverðri 19. öld. Síðan þóttist hann komast að því með ýmis konar tímatalsútreikningum úr Biblíunni, að 1914 væri upphafsár að „tímum endalokanna“ og að sú kynslóð sem upplifði það ár myndi einnig upplifa ragnarökin Harmageddon. Trúlega hefur engin trúsöfnuður fjárfest jafn óstjórnlega í nokkru ártali og Vottarnir í ártalinu 1914. Reyndar er skondið að Russel reiknaði sig ekki sjálfur til þessa árs, heldur fyrrum félagi hans, aðventistinn N.H. Barbour. Arftaki Russels, J.F. Rutherford heldur fyrirlestur árið 1918 undir titlinum „Milljónir núlifandi manna munu aldrei deyja“ og tveimur árum síðar bætir hann um betur og gefur út bækling með þessu heiti. Fingurinn var settur á árið 1925. Ekki reyndust brostin nýjaheimsloforð fyrirrennara hans draga úr honum kjarkinn með framsetningu nýrra Harmagedon spádóma og þóttust menn nú vissir um að til tíðinda myndi draga árið 1925 og þar með hæfist einnig þúsund ára ríki Krists. Árið 1925 leið án nokkurs viðburðar í þessa veru. Sem sé falsspádómur. Til að kóróna útópíuna boðuðu Rutherford og félagar að guðsmenn úr gamla testamentinu myndu skila sér lifandi úr gröfum sínum þetta ár, beint hingað á jörðina aftur. Reyndar ekki þar sem þeir lögðust til hinstu hvílu, heldur eðlilega þangað sem vottarnir voru sjálfir staðsettir, þ.e. til Kaliforníu. Byggðu þeir sérstakt slot, „Beth Sarim“ í San Diego og voru skráðir eigendur á afsali, Móses biblíuritari, Davíð konungur og aðrir toppmenn gamla testamentisins. Enn og aftur reyndust alvarlegir hnökrar á tengilínunni til himna, því eins og við mátti búast, gekk enginn þessara spádóma eftir. Ekki ein af söguhetjum fortíðar skilaði sér til San Diego og húsið var síðar selt. Falsspádómur. Þrátt fyrir að 1925 hafi brugðist og fjöldi safnaðarmeðlima yfirgefið trúfélagið sem boðaði svona óáreiðanlega og sérdeilis óábyrga kenningu, litu menn keikir til framtíðar og héldu fast við það, að 1914 hafi verið upphafsár „tíma endalokanna“ og sú kynslóð sem þá lifði, myndi upplifa lokastríðið. Þessu trúðu Vottarnir enn á þeim tíma sem ég ólst upp í þessum söfnuði. Meira að segja féllu véfréttamennirnir í Brooklin enn og aftur í þá gryfju að bjóða upp á ártal, Harmagedon myndi ríða yfir eigi síðar en 1975. Minnist ég þess hvernig ártalið 1975 mótaði viðhorf okkar vottanna og mátti heyra setningar eins og: Úps, er hún ófrísk, er það ekki óábyrgt svona rétt fyrir Harmagedon? Eða: ætlar hann samt að halda áfram í námi svona rétt fyrir Harmagedon. Væri ekki nær að sinna boðunarstarfinu af meiri kostgæfni? Öll vorum við sannfærð um að nú væri stutt í umbun fyrir mótlætið sem okkur vottunum var gert að búa við í þessum gamla heimi. En, árið leið og EKKERT gerðist. Falsspádómur. Í ljósi ofanritaðs er ekki annað sjáanlegt en að þeir sem ákafast saka aðra um falsspádóma, séu kannski ekki með öllu fríir undan þeirri sök sjálfir. Þeim hefur altént tekist að blekkja sitt fólk æ ofan í æ, byggja upp væntingar sem brugðust. Eru þeir sem slíkt stunda ekki falsspámenn? Höfundur er fyrrverandi meðlimur í Vottum Jehóva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Núna, þegar Vottar Jehóva hafa nýverið fengið nokkra umfjöllun um helst til óyndislegan þátt trúarbragðanna, þ.e. útskúfun og hunsun fyrri félaga, er áhugavert að rifja aðeins upp þungamiðjuna í boðskap þeirra. Kenningin snýst um nýjan heim, paradís á jörðu, útópíu þar sem allir eru vinir, sársauki, sjúkdómar og þjáning hvers konar heyra sögunni til og jafnvel dauðinn verður afmáður. Öll dýr verða líka vinir og rándýr breytast í grasætur. En fyrst verða ragnarök, Harmageddon þar sem öllu illu er útrýmt, þar á meðal öllu fólki sem ekki játar trú Votta Jehóva. “Varið ykkur á falsspámönnum” segir Kristur við lærisveina sína (Matt 7:15). Vottar Jehóva heimfæra þessi boð frelsarans upp á öll trúarbrögð heims, önnur en sín eigin og hamra á þeirri trú sinni jafnt í bókum sem tímaritum. Í maí blaði Varðturnsins frá 2006 er t.d. grein sem heitir „Haltu þig frá falstrú” og er í henni ofangreind tilvitnun í Krist. Síðan segir: “Lítum á hvernig talað er um fölsk trúarbrögð í Opinberunarbók Biblíunnar. Þar er þeim lýst eins og drukkinni vændiskonu sem fer með ákveðið vald yfir mörgum ríkjum og þegnum þeirra. Þessi táknræna kona drýgir hór með fjölda konunga og er drukkin af blóði sannra tilbiðjenda Guðs. (Opinberunarbókin 17:1, 2,6,18) Á enni hennar er ritað nafn sem hæfir vel soralegu og ógeðfelldu líferni hennar. Nafnið er „Babýlon hin mikla, móðir hórkvenna og viðurstyggða jarðarinnar“.“ Þessa óyndislegu lýsingu á hórkonunni „Babýlon hinni miklu“ heimfæra Vottar guðsins Jehóva sem sé upp á öll trúarbrögð heimsins að undanskildum sínum eigin. Nú ber að spyrja: Hvað er falsspámaður og hver er falsspámaður? Samkvæmt orðanna hljóðan mun það vera sá sem ber fram falsspádóma, sem sé spádóma sem ekki rætast. Þegar ljóst er að spádómur um atburð sem á að eiga sér stað á tilsettum tíma rætist ekki, boðaður atburður er með engu nokkurs staðar merkjanlegur, þá er það augljóslega falskur spádómur, falsspádómur. Athyglisvert er að þau trúarbrögð sem hvað afdráttarlausast lýsa því yfir að öll önnur trúarbrögð en þeirra eigin séu falstrúarbrögð, hafa margendurtekið brennt sig á því að spá atburðum sem svo áttu sér bara alls ekki stað. Ekki á þeim tímapunkti sem tiltekinn var og hvorki fyrr né síðar. Með öllu helber falsspádómur. Í Paradísarbókinni, myndskreyttri kennslubók Vottanna frá þeim dögum sem ég var að alast upp innan safnaðarins og haldið var að börnum, var m.a. mynd af hryllingi dómsdags, þar sem fólk hrynur ofan í víðáttumiklar jarðskjálftasprungur og eldingum slær niður, háhýsi hrynja og skelfing blasir við af hvers manns andliti þegar algóður og réttlátur guð tortímir öllum óguðlegum í einu samfelldu hamfaraáhlaupi á guðleysingja jarðar. Þessi mynd innprentaðist nokkuð sterkt í barnssálina og olli mér satt að segja allnokkrum heilabrotum og hugarvíli. Stofnandi Vottanna, Charles T. Russel, var búinn að spá ýmsum atburðum sem ekki rættust á ofanverðri 19. öld. Síðan þóttist hann komast að því með ýmis konar tímatalsútreikningum úr Biblíunni, að 1914 væri upphafsár að „tímum endalokanna“ og að sú kynslóð sem upplifði það ár myndi einnig upplifa ragnarökin Harmageddon. Trúlega hefur engin trúsöfnuður fjárfest jafn óstjórnlega í nokkru ártali og Vottarnir í ártalinu 1914. Reyndar er skondið að Russel reiknaði sig ekki sjálfur til þessa árs, heldur fyrrum félagi hans, aðventistinn N.H. Barbour. Arftaki Russels, J.F. Rutherford heldur fyrirlestur árið 1918 undir titlinum „Milljónir núlifandi manna munu aldrei deyja“ og tveimur árum síðar bætir hann um betur og gefur út bækling með þessu heiti. Fingurinn var settur á árið 1925. Ekki reyndust brostin nýjaheimsloforð fyrirrennara hans draga úr honum kjarkinn með framsetningu nýrra Harmagedon spádóma og þóttust menn nú vissir um að til tíðinda myndi draga árið 1925 og þar með hæfist einnig þúsund ára ríki Krists. Árið 1925 leið án nokkurs viðburðar í þessa veru. Sem sé falsspádómur. Til að kóróna útópíuna boðuðu Rutherford og félagar að guðsmenn úr gamla testamentinu myndu skila sér lifandi úr gröfum sínum þetta ár, beint hingað á jörðina aftur. Reyndar ekki þar sem þeir lögðust til hinstu hvílu, heldur eðlilega þangað sem vottarnir voru sjálfir staðsettir, þ.e. til Kaliforníu. Byggðu þeir sérstakt slot, „Beth Sarim“ í San Diego og voru skráðir eigendur á afsali, Móses biblíuritari, Davíð konungur og aðrir toppmenn gamla testamentisins. Enn og aftur reyndust alvarlegir hnökrar á tengilínunni til himna, því eins og við mátti búast, gekk enginn þessara spádóma eftir. Ekki ein af söguhetjum fortíðar skilaði sér til San Diego og húsið var síðar selt. Falsspádómur. Þrátt fyrir að 1925 hafi brugðist og fjöldi safnaðarmeðlima yfirgefið trúfélagið sem boðaði svona óáreiðanlega og sérdeilis óábyrga kenningu, litu menn keikir til framtíðar og héldu fast við það, að 1914 hafi verið upphafsár „tíma endalokanna“ og sú kynslóð sem þá lifði, myndi upplifa lokastríðið. Þessu trúðu Vottarnir enn á þeim tíma sem ég ólst upp í þessum söfnuði. Meira að segja féllu véfréttamennirnir í Brooklin enn og aftur í þá gryfju að bjóða upp á ártal, Harmagedon myndi ríða yfir eigi síðar en 1975. Minnist ég þess hvernig ártalið 1975 mótaði viðhorf okkar vottanna og mátti heyra setningar eins og: Úps, er hún ófrísk, er það ekki óábyrgt svona rétt fyrir Harmagedon? Eða: ætlar hann samt að halda áfram í námi svona rétt fyrir Harmagedon. Væri ekki nær að sinna boðunarstarfinu af meiri kostgæfni? Öll vorum við sannfærð um að nú væri stutt í umbun fyrir mótlætið sem okkur vottunum var gert að búa við í þessum gamla heimi. En, árið leið og EKKERT gerðist. Falsspádómur. Í ljósi ofanritaðs er ekki annað sjáanlegt en að þeir sem ákafast saka aðra um falsspádóma, séu kannski ekki með öllu fríir undan þeirri sök sjálfir. Þeim hefur altént tekist að blekkja sitt fólk æ ofan í æ, byggja upp væntingar sem brugðust. Eru þeir sem slíkt stunda ekki falsspámenn? Höfundur er fyrrverandi meðlimur í Vottum Jehóva.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun