Búsetufrelsi í Grímsnes- og Grafningshreppi Ása Valdís Árnadóttir og skrifa 6. maí 2023 07:00 Eitt af grundvallarverkefnum sveitarstjórnarmanna er að móta markmið og stefnu fyrir starfsemi, rekstur og framþróun síns sveitarfélags og fylgja þeim eftir. Það má því áætla að fólk sem býður sig fram til setu í sveitarstjórnum hafi bæði áhuga og metnað til að vinna fyrir sitt samfélag. Jafnframt má gera ráð fyrir því að flestir kjörnir fulltrúar séu að vinna að því sama, þ.e. að sveitarfélagið þeirra veiti ásættanlega grunnþjónustu til íbúa ásamt því að gera sitt sveitarfélag að góðum búsetukosti fyrir núverandi og framtíðar íbúa og þar með ýta undir búsetufrelsi í landinu. Grundvallar málaflokkur fyrir þróun byggðar, búsetufrelsi og samfélags eru skipulagsmál hvers sveitarfélags og er það í gegnum skipulagsáætlanir þ.m.t. aðalskipulagið sem vinnan á sér stað. Við gerð og endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélag er að mörgu að huga en í aðalskipulagi á að koma fram stefna sveitarfélagsins um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál. Í aðalskipulagi hafa sveitarstjórnir ákveðna landnotkunarflokka sem þær vinna með til ákvörðunar m.a. um búsetufyrirkomulag og stýra þannig íbúa- og byggðarþróun með sínum skipulagsáætlunum og meta út frá því hverskonar uppbygging þarf að eiga sér stað í sveitarfélaginu. Samhliða aðalskipulaginu eru unnar ýmsar áætlanir m.a. húsnæðisáætlun og síðan er íbúaskrá, sem aðstoða sveitarstjórnir og starfsmenn sveitarfélaga við að gera áætlanir um þjónustu og innviðauppbyggingu í samfélaginu. Innviðir í sveitarfélögum eru t.d. leik- og grunnskólar, fráveitur og vatnsveitur. E-listinn sem situr í meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps leggur með skipulagsáætlunum metnað sinn í að bjóða upp á fjölbreytta búsetukosti, möguleika á uppbyggingu á iðnaði, verslun og þjónustu og aðra innviðauppbyggingu í sveitarfélaginu. Verið er að vinna að fjölgun lóða til úthlutunar í þéttbýlinu, stutt er í fyrstu skóflustungu á viðbyggingu við íþróttamiðstöðina, deiliskipulag fyrir athafnasvæði hefur verið samþykkt af Skipulagsstofnun og áætlað er að gatnagerð hefjist þar á næstu mánuðum, svokallað miðsvæði er á lokametrunum og er hafið samtal við áhugasama aðila um rekstur á því svæði. Við gerð þessara skipulagsáætlana hefur verið tekið mið af þróun byggðar og samfélagsins í Grímsnes- og Grafningshrepp undanfarin ár. Það sem hefur þó aðeins haft áhrif á skipulagsáætlanirnar er að íbúum með ótilgreint heimilisfang í sveitarfélaginu hefur fjölgað á undanförnum árum sem gerir sveitarstjórn ekki auðvelt fyrir þegar kemur að greiningu á uppbyggingu á þjónustu og innviðauppbyggingu en þessir íbúar eru á öllum aldri. Í dag eru u.þ.b. 10% íbúa Grímsnes- og Grafningshrepps með ótilgreint heimilisfang, þetta væri eins og það væru um 1.300 manns í Árborg og um 14.000 manns í Reykjavík með ótilgreint heimilisfang. Íbúar með ótilgreint heimilisfang geta verið búsettir t.d. í frístundahúsum eða í öðru húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði og þeir hafa því ekki eiginlegt heimilisfang og því erfitt að áætla t.d. hvar veita þurfi heimilishjálp, hvert senda eigi upplýsingar bréfleiðis, fjölgun barna í leik- og grunnskóla og fleira. Samkvæmt 4. mgr. 66. gr. stjórnarskrár Íslands skulu allir sem löglega búa á landinu, ráða búsetu sinni sjálfir og vera frjálsir ferða sinna með þeim takmörkunum sem settar eru í lögum. Í lögum um lögheimili segir að lögheimili skuli skráð í íbúð eða húsi sem er skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og hefur staðfang. Þessi þróun með skráningu á einstaklingum með ótilgreint heimilisfang hefur ekki eingöngu áhrif á skipulagsáætlanir sveitarfélaga heldur einnig t.d. hagsmuni einstaklinga sem hafa keypt sér t.d. frístundahús eða frístundahúsalóð með væntingar um að þar verði framtíðar frístundahúsabyggð með takmarkaðri búsetu en ekki heilsársbúsetu. Sveitarstjórnir hafa skipulagsvaldið og því fylgir ábyrgð en það er með skipulagsáætlunum sem ákveðið er hvernig íbúa- og byggðarþróun er í sveitarfélögunum og er það eins og áður sagði byggt á ýmsum áætlunum og stefnum sem unnar eru út frá hagsmunum hvers sveitarfélags. Skipulagsáætlanir geta svo vissulega tekið breytingum með formlegu skipulagsferli. Í Grímsnes- og Grafningshreppi má finna fjölbreytta búsetukosti í íbúðarhúsnæði í þéttbýlinu Borg ásamt því að það eru til sölu lóðir/ jarðir í dreifbýlinu. Miðað við gildandi skipulagsáætlanir er því vel hægt að flytja í íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu sem uppfyllir slíka skilgreiningu í anda laga og reglugerða. Það er stefna meirihlutans að halda áfram að bjóða upp á og ýta undir fjölbreytta búsetukosti í íbúðarhúsnæði og þar með styður Grímsnes- og Grafningshreppur við búsetufrelsi í landinu. Höfundur er oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Eitt af grundvallarverkefnum sveitarstjórnarmanna er að móta markmið og stefnu fyrir starfsemi, rekstur og framþróun síns sveitarfélags og fylgja þeim eftir. Það má því áætla að fólk sem býður sig fram til setu í sveitarstjórnum hafi bæði áhuga og metnað til að vinna fyrir sitt samfélag. Jafnframt má gera ráð fyrir því að flestir kjörnir fulltrúar séu að vinna að því sama, þ.e. að sveitarfélagið þeirra veiti ásættanlega grunnþjónustu til íbúa ásamt því að gera sitt sveitarfélag að góðum búsetukosti fyrir núverandi og framtíðar íbúa og þar með ýta undir búsetufrelsi í landinu. Grundvallar málaflokkur fyrir þróun byggðar, búsetufrelsi og samfélags eru skipulagsmál hvers sveitarfélags og er það í gegnum skipulagsáætlanir þ.m.t. aðalskipulagið sem vinnan á sér stað. Við gerð og endurskoðun aðalskipulags fyrir sveitarfélag er að mörgu að huga en í aðalskipulagi á að koma fram stefna sveitarfélagsins um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi og umhverfismál. Í aðalskipulagi hafa sveitarstjórnir ákveðna landnotkunarflokka sem þær vinna með til ákvörðunar m.a. um búsetufyrirkomulag og stýra þannig íbúa- og byggðarþróun með sínum skipulagsáætlunum og meta út frá því hverskonar uppbygging þarf að eiga sér stað í sveitarfélaginu. Samhliða aðalskipulaginu eru unnar ýmsar áætlanir m.a. húsnæðisáætlun og síðan er íbúaskrá, sem aðstoða sveitarstjórnir og starfsmenn sveitarfélaga við að gera áætlanir um þjónustu og innviðauppbyggingu í samfélaginu. Innviðir í sveitarfélögum eru t.d. leik- og grunnskólar, fráveitur og vatnsveitur. E-listinn sem situr í meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps leggur með skipulagsáætlunum metnað sinn í að bjóða upp á fjölbreytta búsetukosti, möguleika á uppbyggingu á iðnaði, verslun og þjónustu og aðra innviðauppbyggingu í sveitarfélaginu. Verið er að vinna að fjölgun lóða til úthlutunar í þéttbýlinu, stutt er í fyrstu skóflustungu á viðbyggingu við íþróttamiðstöðina, deiliskipulag fyrir athafnasvæði hefur verið samþykkt af Skipulagsstofnun og áætlað er að gatnagerð hefjist þar á næstu mánuðum, svokallað miðsvæði er á lokametrunum og er hafið samtal við áhugasama aðila um rekstur á því svæði. Við gerð þessara skipulagsáætlana hefur verið tekið mið af þróun byggðar og samfélagsins í Grímsnes- og Grafningshrepp undanfarin ár. Það sem hefur þó aðeins haft áhrif á skipulagsáætlanirnar er að íbúum með ótilgreint heimilisfang í sveitarfélaginu hefur fjölgað á undanförnum árum sem gerir sveitarstjórn ekki auðvelt fyrir þegar kemur að greiningu á uppbyggingu á þjónustu og innviðauppbyggingu en þessir íbúar eru á öllum aldri. Í dag eru u.þ.b. 10% íbúa Grímsnes- og Grafningshrepps með ótilgreint heimilisfang, þetta væri eins og það væru um 1.300 manns í Árborg og um 14.000 manns í Reykjavík með ótilgreint heimilisfang. Íbúar með ótilgreint heimilisfang geta verið búsettir t.d. í frístundahúsum eða í öðru húsnæði sem ekki er skráð sem íbúðarhúsnæði og þeir hafa því ekki eiginlegt heimilisfang og því erfitt að áætla t.d. hvar veita þurfi heimilishjálp, hvert senda eigi upplýsingar bréfleiðis, fjölgun barna í leik- og grunnskóla og fleira. Samkvæmt 4. mgr. 66. gr. stjórnarskrár Íslands skulu allir sem löglega búa á landinu, ráða búsetu sinni sjálfir og vera frjálsir ferða sinna með þeim takmörkunum sem settar eru í lögum. Í lögum um lögheimili segir að lögheimili skuli skráð í íbúð eða húsi sem er skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og hefur staðfang. Þessi þróun með skráningu á einstaklingum með ótilgreint heimilisfang hefur ekki eingöngu áhrif á skipulagsáætlanir sveitarfélaga heldur einnig t.d. hagsmuni einstaklinga sem hafa keypt sér t.d. frístundahús eða frístundahúsalóð með væntingar um að þar verði framtíðar frístundahúsabyggð með takmarkaðri búsetu en ekki heilsársbúsetu. Sveitarstjórnir hafa skipulagsvaldið og því fylgir ábyrgð en það er með skipulagsáætlunum sem ákveðið er hvernig íbúa- og byggðarþróun er í sveitarfélögunum og er það eins og áður sagði byggt á ýmsum áætlunum og stefnum sem unnar eru út frá hagsmunum hvers sveitarfélags. Skipulagsáætlanir geta svo vissulega tekið breytingum með formlegu skipulagsferli. Í Grímsnes- og Grafningshreppi má finna fjölbreytta búsetukosti í íbúðarhúsnæði í þéttbýlinu Borg ásamt því að það eru til sölu lóðir/ jarðir í dreifbýlinu. Miðað við gildandi skipulagsáætlanir er því vel hægt að flytja í íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu sem uppfyllir slíka skilgreiningu í anda laga og reglugerða. Það er stefna meirihlutans að halda áfram að bjóða upp á og ýta undir fjölbreytta búsetukosti í íbúðarhúsnæði og þar með styður Grímsnes- og Grafningshreppur við búsetufrelsi í landinu. Höfundur er oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun