Verður reisn yfir stuðningi gestgjafans? Ólafur Stephensen skrifar 5. maí 2023 14:30 Ísland verður í gestgjafahlutverki á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík síðar í mánuðinum. Þar verður aðalumræðuefnið samstaða lýðræðisríkja í Evrópu um áframhaldandi stuðning við Úkraínu í stríðinu við einræðisstjórnina í Moskvu. Vísir hafði eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, þegar hún sótti fund leiðtoga norrænu ríkjanna með Zelenskíkj Úkraínuforseta fyrr í vikunni, að fyrir leiðtogafundinn myndi Ísland kynna aukinn stuðning við Úkraínu. Úkraínumenn hafa ekki eingöngu beðið Vesturlönd um vopn og aðra hernaðaraðstoð, sérfræðiaðstoð á borð við þá sem Ísland veitir við sprengjuleit, og fjárhagslegan stuðning. Þeir hafa einnig farið fram á stuðning í formi afnáms viðskiptahindrana og tollfrjáls aðgangs útflutningsvara Úkraínu að evrópskum mörkuðum. Tollfrelsi úkraínskra vara fellur senn úr gildi Eins og önnur Evrópulönd ákvað Ísland í fyrra að fella niður tímabundið alla tolla á vörum frá Úkraínu með bráðabirgðaákvæði í tollalögum. Það ákvæði fellur úr gildi í lok þessa mánaðar, eftir rúmar þrjár vikur. Það hefur hins vegar sannað gildi sitt; innflutningur frá Úkraínu hefur vaxið umtalsvert undanfarið ár og hagur íslenzkra neytenda vænkazt um leið og við styðjum við úkraínskt efnahagslíf. Þannig hefur tollfrjáls úkraínskur kjúklingur verið boðinn í verzlunum á verði sem íslenzkir neytendur hafa ekki séð áður. Bændasamtök Íslands voru eini umsagnaraðilinn sem lagðist gegn þessum stuðningi við Úkraínu, á þeim forsendum að tollfrjálsar úkraínskar landbúnaðarvörur gætu veitt íslenzkri framleiðslu samkeppni. Lítil reisn var yfir þeirri afstöðu til stuðnings Íslands við starfssystkini íslenzkra bænda, sem eiga í vök að verjast vegna stríðsátaka. Hvar er frumvarpið um framlengingu? Enn bólar ekkert á nýju frumvarpi fjármálaráðherra um áframhaldandi tollfrelsi úkraínskra vara, þótt skammur tími sé til stefnu að ganga frá endurnýjun lagaákvæðisins áður en það fellur úr gildi. Kannski er það vegna þess að Bændasamtökin halda áfram að kvarta yfir þessari takmörkuðu samkeppni við innlenda framleiðslu og hagsmunaaðilar í landbúnaðinum liggja þessa dagana í ráðherrum og þingmönnum stjórnarflokkanna að framlengja ekki bráðabirgðaákvæðið óbreytt. Hversu mikil reisn væri yfir því að áframhaldandi tollfrelsi fyrir útflutningsvörur Úkraínu vantaði í aðgerðapakkann sem forsætisráðherrann ætlar að kynna eftir nokkra daga? Er það raunverulega svo að hagsmunir innlendra kjúklingaframleiðenda, fáeinna fyrirtækja í þröngu eignarhaldi, vegi þyngra en stuðningur við efnahagslíf okkar stríðshrjáða vinaríkis? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Úkraína Skattar og tollar Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Ísland verður í gestgjafahlutverki á leiðtogafundi Evrópuráðsins í Reykjavík síðar í mánuðinum. Þar verður aðalumræðuefnið samstaða lýðræðisríkja í Evrópu um áframhaldandi stuðning við Úkraínu í stríðinu við einræðisstjórnina í Moskvu. Vísir hafði eftir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, þegar hún sótti fund leiðtoga norrænu ríkjanna með Zelenskíkj Úkraínuforseta fyrr í vikunni, að fyrir leiðtogafundinn myndi Ísland kynna aukinn stuðning við Úkraínu. Úkraínumenn hafa ekki eingöngu beðið Vesturlönd um vopn og aðra hernaðaraðstoð, sérfræðiaðstoð á borð við þá sem Ísland veitir við sprengjuleit, og fjárhagslegan stuðning. Þeir hafa einnig farið fram á stuðning í formi afnáms viðskiptahindrana og tollfrjáls aðgangs útflutningsvara Úkraínu að evrópskum mörkuðum. Tollfrelsi úkraínskra vara fellur senn úr gildi Eins og önnur Evrópulönd ákvað Ísland í fyrra að fella niður tímabundið alla tolla á vörum frá Úkraínu með bráðabirgðaákvæði í tollalögum. Það ákvæði fellur úr gildi í lok þessa mánaðar, eftir rúmar þrjár vikur. Það hefur hins vegar sannað gildi sitt; innflutningur frá Úkraínu hefur vaxið umtalsvert undanfarið ár og hagur íslenzkra neytenda vænkazt um leið og við styðjum við úkraínskt efnahagslíf. Þannig hefur tollfrjáls úkraínskur kjúklingur verið boðinn í verzlunum á verði sem íslenzkir neytendur hafa ekki séð áður. Bændasamtök Íslands voru eini umsagnaraðilinn sem lagðist gegn þessum stuðningi við Úkraínu, á þeim forsendum að tollfrjálsar úkraínskar landbúnaðarvörur gætu veitt íslenzkri framleiðslu samkeppni. Lítil reisn var yfir þeirri afstöðu til stuðnings Íslands við starfssystkini íslenzkra bænda, sem eiga í vök að verjast vegna stríðsátaka. Hvar er frumvarpið um framlengingu? Enn bólar ekkert á nýju frumvarpi fjármálaráðherra um áframhaldandi tollfrelsi úkraínskra vara, þótt skammur tími sé til stefnu að ganga frá endurnýjun lagaákvæðisins áður en það fellur úr gildi. Kannski er það vegna þess að Bændasamtökin halda áfram að kvarta yfir þessari takmörkuðu samkeppni við innlenda framleiðslu og hagsmunaaðilar í landbúnaðinum liggja þessa dagana í ráðherrum og þingmönnum stjórnarflokkanna að framlengja ekki bráðabirgðaákvæðið óbreytt. Hversu mikil reisn væri yfir því að áframhaldandi tollfrelsi fyrir útflutningsvörur Úkraínu vantaði í aðgerðapakkann sem forsætisráðherrann ætlar að kynna eftir nokkra daga? Er það raunverulega svo að hagsmunir innlendra kjúklingaframleiðenda, fáeinna fyrirtækja í þröngu eignarhaldi, vegi þyngra en stuðningur við efnahagslíf okkar stríðshrjáða vinaríkis? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun