Já, takk, Þórdís Kolbrún – tölum hátt og skýrt um mikilvægi fjölmiðla! Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar 5. maí 2023 08:00 Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í gær ályktun þar sem áhyggjum er lýst af hnignandi fjölmiðlafrelsi á Íslandi sem endurspeglast meðal annars í því að Ísland fellur um þrjú sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heims sem samtökin Blaðamenn án landamæra (RSF) taka saman árlega. Ísland er nú í 18. sæti og er ekki lengur í hópi ríkja þar sem fjölmiðlafrelsi mælist mikið. Frá aldamótum og fram að hruni var Ísland að jafnaði í efstu þremur sætum listans – og ósjaldan í því efsta – líkt og hinar Norðurlandaþjóðirnar, sem hafa haldið sér þar æ síðan. Við efnahagshrunið árið 2008 var fjárhagsgrundvelli kippt undan meginþorra íslenskra fjölmiðla með samdrætti í auglýsingasölu samfara ótryggu efnahagsástandi og rekstrarforsendur fjölmiðla breyttust. Þrátt fyrir það ríkti hér áfram ásættanlegt fjölmiðlafrelsi og fram til ársins 2015 tókst okkur að halda okkur á tíu efstu sætum listans. Árið 2015 urðu hins vegar ákveðin vatnaskil, þegar við hröpuðum niður í 21. sæti listans. Skýrsluhöfundar þess árs skýrðu hinar mjög svo neikvæðu breytingar með því hvernig viðbrögð stjórnmálamanna voru við fréttaflutningi um málefni þeim tengdum. Þetta hefur verið rauður þráður í gegnum skýrslur samtakanna undanfarin ár, enda hefur Íslandi ekki tekist að endurheimta fyrri stöðu á listanum og hefur færst neðar á honum jafnt og þétt á undanförnum árum. Lítill fjölmiðlamarkaður, ítök hagsmunaafla og versnandi rekstrarskilyrði eru meðal þeirra ástæðna sem fjölmiðlafrelsi er talið fara dvínandi hér. Blaðamenn upplifa pólitískan þrýsting Helsta ástæðan er þó sú, að mati skýrsluhöfunda, versnandi átök milli stjórnmálafólks og fjölmiðla, sem er nokkuð sem Blaðamannafélagið hefur ítrekað lýst áhyggjum af á síðustu misserum. Í greiningunni sem fylgir skýrslu RSF um listann í ár segir meðal annars um stöðuna á Íslandi: „Blaðamenn sæta meiri þrýstingi frá yfirvöldum og fyrirtækjum. Á síðustu árum hefur þjóðþingið verið vettvangur harkalegrar gagnrýni á blaðamenn. Margir blaðamenn líta á þessi ummæli stjórnmálamanna sem pólitískan þrýsting á störf sín.“ Stjórn félagsins telur sérstaka ástæðu til þess að benda á þessa alvarlegu þróun í ályktun sinni og varar við þeim afleiðingum sem hún getur haft. Frjálsir fjölmiðlar eru forsenda fyrir því að hægt sé að veita valdhöfum aðhald og veita almenningi nauðsynlegar upplýsingar svo hann geti tekið upplýsta afstöðu í lýðræðissamfélagi. Án frjálsrar blaðamennsku þrífst lýðræðið ekki. Eðlileg gagnrýni á störf blaðamanna er sjálfsögð og nauðsynleg enda felur hún í sér mikilvægt aðhald. Sú þróun sem hefur orðið á viðhorfum sumra stjórnmálamanna til blaðamanna og fjölmiðla og þeirrar orðræðu sem þeir hafa uppi, vekur spurningar um það hvort þessi sömu stjórnmálamenn sjái mögulega hag í því að hér séu veikir fjölmiðlar sem geta síður fjallað um þá með gagnrýnum hætti. Við höfum séð dæmi um slíka óheillaþróun í ríkjum eins og Póllandi og Ungverjalandi. Fyrir um áratug var Pólland í 18. sæti fjölmiðlafrelsislistans – sem er sama sæti og við skipum í dag. Á undanförnum árum hafa valdhafar í Póllandi hins vegar tekið yfir nær alla stærstu fjölmiðla landsins og beita þeim óspart í áróðursskyni í eigin þágu auk þess sem lögreglu hefur verið beitt til þess að yfirheyra og ákæra blaðamenn sem stjórnvöldum eru ekki þóknanlegir. Pólland er nú í 56. sæti listans, fjölmiðlafrelsi er mjög skert, undirstöður lýðræðis hafa veikst og mannréttindi hafa verið takmörkuð. Fögnum orðum ráðherra Ekki nokkurt ríki sem byggir samfélag sitt á gildum á borð við lýðræði og mannréttindi ætti að sætta sig við þá alvarlegu stöðu sem dvínandi fjölmiðlafrelsi ber vott um hér á landi. Því fagnar stjórn blaðamannafélagsins eindregið í ályktun sinni, þeim sjónarmiðum sem fram komu íyfirlýsingu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og formanns ráðherranefndar Evrópuráðsins, sem birt var á vef ráðsins í tilefni alþjóðadags fjölmiðlafrelsis í fyrradag. Í yfirlýsingu ráðherra segir hún meðal annars að frjálsir fjölmiðlar séu hornsteinn lýðræðislegra samfélaga. Samt sem áður sé sótt að fjölmiðlafrelsi og tjáningarfrelsi sem, ásamt vaxandi upplýsingaóreiðu, veiki undirstöður lýðræðisins, réttarríkis og mannréttinda. Ráðherra segir jafnframt í yfirlýsingu sinni að grípa þurfi til frekari aðgerða til þess að standa megi vörð um tjáningarfrelsið og frjálsa fjölmiðla. Því treystir stjórn BÍ því að íslensk stjórnvöld bregðist við hnignandi fjölmiðlafrelsi hér á landi og grípi til aðgerða til stuðnings einkareknum fjölmiðlum í þágu fjölmiðlafrelsis og lýðræðis. Skilaboð Þórdísar Kolbrúnar vekja að minnsta kosti von í brjósti mínu um að ákveðinn viðsnúningur sé að eiga sér stað í viðhorfi gagnvart fjölmiðlum. Ég geri orð hennar að mínum: „Skilaboð okkar þurfa að hljóma hátt, vera skýr og verður ekki hnikað – fjölmiðlar eru nauðsynlegur hluti lýðræðislegs samfélags og grundvöllur öryggis.“ Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Dögg Auðunsdóttir Fjölmiðlar Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti í gær ályktun þar sem áhyggjum er lýst af hnignandi fjölmiðlafrelsi á Íslandi sem endurspeglast meðal annars í því að Ísland fellur um þrjú sæti á lista yfir fjölmiðlafrelsi í ríkjum heims sem samtökin Blaðamenn án landamæra (RSF) taka saman árlega. Ísland er nú í 18. sæti og er ekki lengur í hópi ríkja þar sem fjölmiðlafrelsi mælist mikið. Frá aldamótum og fram að hruni var Ísland að jafnaði í efstu þremur sætum listans – og ósjaldan í því efsta – líkt og hinar Norðurlandaþjóðirnar, sem hafa haldið sér þar æ síðan. Við efnahagshrunið árið 2008 var fjárhagsgrundvelli kippt undan meginþorra íslenskra fjölmiðla með samdrætti í auglýsingasölu samfara ótryggu efnahagsástandi og rekstrarforsendur fjölmiðla breyttust. Þrátt fyrir það ríkti hér áfram ásættanlegt fjölmiðlafrelsi og fram til ársins 2015 tókst okkur að halda okkur á tíu efstu sætum listans. Árið 2015 urðu hins vegar ákveðin vatnaskil, þegar við hröpuðum niður í 21. sæti listans. Skýrsluhöfundar þess árs skýrðu hinar mjög svo neikvæðu breytingar með því hvernig viðbrögð stjórnmálamanna voru við fréttaflutningi um málefni þeim tengdum. Þetta hefur verið rauður þráður í gegnum skýrslur samtakanna undanfarin ár, enda hefur Íslandi ekki tekist að endurheimta fyrri stöðu á listanum og hefur færst neðar á honum jafnt og þétt á undanförnum árum. Lítill fjölmiðlamarkaður, ítök hagsmunaafla og versnandi rekstrarskilyrði eru meðal þeirra ástæðna sem fjölmiðlafrelsi er talið fara dvínandi hér. Blaðamenn upplifa pólitískan þrýsting Helsta ástæðan er þó sú, að mati skýrsluhöfunda, versnandi átök milli stjórnmálafólks og fjölmiðla, sem er nokkuð sem Blaðamannafélagið hefur ítrekað lýst áhyggjum af á síðustu misserum. Í greiningunni sem fylgir skýrslu RSF um listann í ár segir meðal annars um stöðuna á Íslandi: „Blaðamenn sæta meiri þrýstingi frá yfirvöldum og fyrirtækjum. Á síðustu árum hefur þjóðþingið verið vettvangur harkalegrar gagnrýni á blaðamenn. Margir blaðamenn líta á þessi ummæli stjórnmálamanna sem pólitískan þrýsting á störf sín.“ Stjórn félagsins telur sérstaka ástæðu til þess að benda á þessa alvarlegu þróun í ályktun sinni og varar við þeim afleiðingum sem hún getur haft. Frjálsir fjölmiðlar eru forsenda fyrir því að hægt sé að veita valdhöfum aðhald og veita almenningi nauðsynlegar upplýsingar svo hann geti tekið upplýsta afstöðu í lýðræðissamfélagi. Án frjálsrar blaðamennsku þrífst lýðræðið ekki. Eðlileg gagnrýni á störf blaðamanna er sjálfsögð og nauðsynleg enda felur hún í sér mikilvægt aðhald. Sú þróun sem hefur orðið á viðhorfum sumra stjórnmálamanna til blaðamanna og fjölmiðla og þeirrar orðræðu sem þeir hafa uppi, vekur spurningar um það hvort þessi sömu stjórnmálamenn sjái mögulega hag í því að hér séu veikir fjölmiðlar sem geta síður fjallað um þá með gagnrýnum hætti. Við höfum séð dæmi um slíka óheillaþróun í ríkjum eins og Póllandi og Ungverjalandi. Fyrir um áratug var Pólland í 18. sæti fjölmiðlafrelsislistans – sem er sama sæti og við skipum í dag. Á undanförnum árum hafa valdhafar í Póllandi hins vegar tekið yfir nær alla stærstu fjölmiðla landsins og beita þeim óspart í áróðursskyni í eigin þágu auk þess sem lögreglu hefur verið beitt til þess að yfirheyra og ákæra blaðamenn sem stjórnvöldum eru ekki þóknanlegir. Pólland er nú í 56. sæti listans, fjölmiðlafrelsi er mjög skert, undirstöður lýðræðis hafa veikst og mannréttindi hafa verið takmörkuð. Fögnum orðum ráðherra Ekki nokkurt ríki sem byggir samfélag sitt á gildum á borð við lýðræði og mannréttindi ætti að sætta sig við þá alvarlegu stöðu sem dvínandi fjölmiðlafrelsi ber vott um hér á landi. Því fagnar stjórn blaðamannafélagsins eindregið í ályktun sinni, þeim sjónarmiðum sem fram komu íyfirlýsingu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra og formanns ráðherranefndar Evrópuráðsins, sem birt var á vef ráðsins í tilefni alþjóðadags fjölmiðlafrelsis í fyrradag. Í yfirlýsingu ráðherra segir hún meðal annars að frjálsir fjölmiðlar séu hornsteinn lýðræðislegra samfélaga. Samt sem áður sé sótt að fjölmiðlafrelsi og tjáningarfrelsi sem, ásamt vaxandi upplýsingaóreiðu, veiki undirstöður lýðræðisins, réttarríkis og mannréttinda. Ráðherra segir jafnframt í yfirlýsingu sinni að grípa þurfi til frekari aðgerða til þess að standa megi vörð um tjáningarfrelsið og frjálsa fjölmiðla. Því treystir stjórn BÍ því að íslensk stjórnvöld bregðist við hnignandi fjölmiðlafrelsi hér á landi og grípi til aðgerða til stuðnings einkareknum fjölmiðlum í þágu fjölmiðlafrelsis og lýðræðis. Skilaboð Þórdísar Kolbrúnar vekja að minnsta kosti von í brjósti mínu um að ákveðinn viðsnúningur sé að eiga sér stað í viðhorfi gagnvart fjölmiðlum. Ég geri orð hennar að mínum: „Skilaboð okkar þurfa að hljóma hátt, vera skýr og verður ekki hnikað – fjölmiðlar eru nauðsynlegur hluti lýðræðislegs samfélags og grundvöllur öryggis.“ Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar