Langar stundum að verða slaufað Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 6. maí 2023 08:00 Leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson opnar sig um lífið, listina og óþekktina í nýjasta þætti Einkalífsins. Vísir „Ef einhver hefur skoðun á því að eitthvað sem ég segi í viðtali séu kannski fordómar eða eitthvað bla, bla, þá er það örugglega bara rétt. Eða ég get sagt að það sé vissulega sjónarmið,“ segir leikskáldið Tyrfingur Tyrfingsson í viðtali í Einkalífinu. Snýst allt um að vera fyndinn Nær ómögulegt er að kynna Tyrfing til leiks eða lýsa persónuleika hans með einu penu lýsingarorði, eins og hæfileikaríkur eða hress. Þó svo að þessi lýsingarorð eigi sannarlega við og framhleypni hans gæti auðveldlega gefið þá mynd af honum sem hress, opinn og einlægur er eins og yfir honum búi einhvers konar kómísk dulúð. Hann er óhræddur að opna á tilfinningalitrófið í gegnum verk sín og skrif en virðist á sama tíma varkár í frásögn þó svo að orðunum sé kæruleysislega pakkað inn í bráðfyndnar setningar. Hann hefur verið kallaður undrabarn í íslensku leikhúsi og hlot mikið lof fyrir verk sín. Hann hefur skrifað alls sjö leikhúsverk en sýningin Sjö ævintýri um skömm var tilnefnd til tólf Grímuverðlauna og hreppti sex þeirra. Tyrfingur og amma hans Magdalena sem iðulega var kölluð Malla. Í leikritinu segir Tyrfingur sögu hinnar litríku ömmu Möllu sem hefur haft mikil áhrif á líf hans og listsköpun. Kaldhæðnina og húmorinn segist hann hafa erft frá henni en aðspurður hvort að hann eigi það mögulega til að grípa til kaldhæðninnar í einhvers konar vörn hugsar hann sig um og segir svo: Ég myndi segja að ég noti hana sem leið til að opna mig. Móteitrið er í eitrinu. Í minni fjölskyldu og vinahóp snýst þetta allt um að vera fyndinn Skeptískur á opið fólk Tyrfingur segist hafa sínar efasemdir um það hversu gott það sé að vera alltaf að opna sig. Það sé staður og stund fyrir allt og það sé munur á því að þurfa að vera alltaf að opna sig um hluti eða málefni eða vera að færa eitthvað í ljósið. „Ég held að þetta geti í raun og veru oft verið varnarháttur hjá fólki. Það lætur sig stundum bara gossa og flæðir bara yfir borðið og maður kemst ekki að. Held að þetta geti verið leið til einangrunar á sama tíma.“ „Ég er alltaf svolítið skeptískur á opið fólk,“ bætir hann við og glottir. Viðtalið við Tyrfing í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Einkalífið - Tyrfingur Tyrfingsson Bara þeir geta skrifað sem lesa Tyrfingur þakkar móður sinni bókhneigðina en þrátt fyrir að sjálf hafi hún ekki beint verið inni í listasenunni eigi hún stóran þátt í því að opna heim hans fyrir ævintýraheimi bókmenntanna sem leiddu hann í leikhúsið. „Mamma var rosalegur lestrarhestur og hélt að okkur bókum,“ segir Tyrfingur og minnist sterkt ráðleggingar móður sinnar þegar hann var sex ára gamall að baksa við að skrifa sögu. „Bara þeir geta skrifað sem lesa“ Að frekjast með svipu í sirkus Aðspurður hvort hann hafi fundið það snemma að leikhúsið yrði hans leikvöllur, minnist Tyrfingur heimsóknar til afa síns sem var búsettur í Sviss. Tyrfingur var þá sex ára gamall og búinn að finna draumastarfið. „Ég man að við fórum í sirkus, svona farandsirkus. Þetta var þegar það voru ennþá dýr skilurðu? Nú eru bara trúðarnir eftir,“ segir hann og hlær. Ég man ég sá svona sirkusstjóra. Þetta var svona feitur maður með svipu og var eitthvað að djöflast í hestunum og ég man að ég hugsaði, Heyrðu ég get þetta! Þetta get ég örugglega gert. Verið að frekjast eitthvað í fólki... segir Tyrfingur og vísar til þess að líklega sé starf hans í dag ekkert svo ólíkt þessum æskudraumi. Innan leikhússins sé hann einskonar sirkusstjóri Ráðlagt að taka allavega meiraprófið Þegar kom að námsferlinum segist Tyrfingur aldrei hafa upplifað neina pressu frá foreldrum sínum varðandi hvaða stefnu hann ætti að taka. Bæði hafi þau lagt áherslu á það að hann færi þá leið sem hann vildi. Eina sem að pabbi sagði var að það væri sniðugt að taka meiraprófið, það væri aldrei vond hugmynd að taka meiraprófið. Tyrfingur virðist alltaf hafa haft einstaka hæfileika í því að hrista upp í hlutunum eins og kvikmyndin Villibráð ber svo sannarlega vott um. Handrit myndarinnar skrifaði hann ásamt Elsu Maríu Jónsdóttur og er þetta hans fyrsta kvikmyndahandrit. Öll hjónabönd í skrúfunni eða á leið í skrúfuna Sjálfur segist hann ekki hafa búist við þessum vinsældum og athygli sem myndin hlaut þó að hann hafi verið viss um að hún myndi höfða til viss hóps. „Þetta er eitt herbergi, ein kvöldstund og þetta er kvikmynd...“ Eins og áður hefur komið fram eru sögur og senur úr handritinu byggðar á íslensku samfélagi og segir Tyrfingur þau Elsu hafa skemmt sér konunglega við handritsskrifin og ekki þurft að leita langt til að finna djúsí sögur. Við vorum búin að slúðra um alla sem við þekktum og hvert einasta hjónaband í kringum okkur var annað hvort farið í skrúfuna eða á leiðinni í skrúfuna. Svo mjökuðum við þessu inn í handritið hægt og rólega. Aðspurður um viðbrögð fólks sem stendur þeim nærri og hafi jafnvel kannast óþægilega mikið við einhverjar aðstæður segir hann: Ég er oft að stela frá vinum mínum, eitthvað sem þau segja. Ég biðst alveg afsökunar en ég meina það náttúrulega ekki. Langar stundum að verða slaufað Tyrfingur virðist yfirleitt aldrei hræddur um að kaldhæðinn húmor hans komist ekki til skila og geri hann það ekki sér hann það ekki sem vandamál. Þvert á mót klæi hann stundum í fingurna að stuða smá til að vekja upp viðbrögð. Ég finn stundum að mig langi til að segja eitthvað svo að mér verði slaufað, segir Tyrfingur með prakkarasvip og furðar sig á því að það hafi ekki gerst miðað við hversu fjálglega hann hefur talað í gegnum tíðina. „Auðvitað er þetta einhver óþekkt sem er mjög heilbrigð og gaman að leika sér við.“ Í slaufunarumræðunni segir hann fólk geta orðið of upptekið af því að þurfa að vera sammála öllu eða þurfa að segja allt rétt. Það sé allt í lagi að reka sig á, leiðrétta það og halda áfram. Ef einhver hefur skoðun á því að eitthvað sem ég segi í viðtali séu kannski fordómar eða eitthvað bla bla bla, þá er það örugglega bara rétt. Eða ég get sagt að það sé vissulega sjónarmið. Einkalífið Leikhús Kvikmyndahús Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Beið af sér einveruna í felum vopnuð eldhúshníf „Þetta eru svona órökréttar hugsanir að eitthvað slæmt muni gerast. Ég gat eiginlega ekki verið ein,“ segir dagskrárgerðarkonan Þórdís Valsdóttir í viðtalsþættinum Einkalífið. 26. apríl 2023 09:02 Dreymdi systur sína nóttina áður en hún lést: „Hún kemur og kveður mig“ „Þegar ég hitti fólk sem er fætt sama ár og hún byrja ég að spegla hana í þeim. Ef allt hefði farið vel, hvar væri hún þá núna? Hún var bara 25 ára þegar hún lést og það var svo mikið framundan,“ segir dagskrárgerðakonan Þórdís Valsdóttir. 24. apríl 2023 11:25 Vakna alltaf miður mín Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld verður 35 ára árinu og hefur þrátt fyrir ungan aldur skrifað sjö leikverk og frumsýndi nú á dögunum sitt fyrsta leikverk á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu, Sjö ævintýri um skömm. 7. apríl 2022 10:30 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Snýst allt um að vera fyndinn Nær ómögulegt er að kynna Tyrfing til leiks eða lýsa persónuleika hans með einu penu lýsingarorði, eins og hæfileikaríkur eða hress. Þó svo að þessi lýsingarorð eigi sannarlega við og framhleypni hans gæti auðveldlega gefið þá mynd af honum sem hress, opinn og einlægur er eins og yfir honum búi einhvers konar kómísk dulúð. Hann er óhræddur að opna á tilfinningalitrófið í gegnum verk sín og skrif en virðist á sama tíma varkár í frásögn þó svo að orðunum sé kæruleysislega pakkað inn í bráðfyndnar setningar. Hann hefur verið kallaður undrabarn í íslensku leikhúsi og hlot mikið lof fyrir verk sín. Hann hefur skrifað alls sjö leikhúsverk en sýningin Sjö ævintýri um skömm var tilnefnd til tólf Grímuverðlauna og hreppti sex þeirra. Tyrfingur og amma hans Magdalena sem iðulega var kölluð Malla. Í leikritinu segir Tyrfingur sögu hinnar litríku ömmu Möllu sem hefur haft mikil áhrif á líf hans og listsköpun. Kaldhæðnina og húmorinn segist hann hafa erft frá henni en aðspurður hvort að hann eigi það mögulega til að grípa til kaldhæðninnar í einhvers konar vörn hugsar hann sig um og segir svo: Ég myndi segja að ég noti hana sem leið til að opna mig. Móteitrið er í eitrinu. Í minni fjölskyldu og vinahóp snýst þetta allt um að vera fyndinn Skeptískur á opið fólk Tyrfingur segist hafa sínar efasemdir um það hversu gott það sé að vera alltaf að opna sig. Það sé staður og stund fyrir allt og það sé munur á því að þurfa að vera alltaf að opna sig um hluti eða málefni eða vera að færa eitthvað í ljósið. „Ég held að þetta geti í raun og veru oft verið varnarháttur hjá fólki. Það lætur sig stundum bara gossa og flæðir bara yfir borðið og maður kemst ekki að. Held að þetta geti verið leið til einangrunar á sama tíma.“ „Ég er alltaf svolítið skeptískur á opið fólk,“ bætir hann við og glottir. Viðtalið við Tyrfing í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Einkalífið - Tyrfingur Tyrfingsson Bara þeir geta skrifað sem lesa Tyrfingur þakkar móður sinni bókhneigðina en þrátt fyrir að sjálf hafi hún ekki beint verið inni í listasenunni eigi hún stóran þátt í því að opna heim hans fyrir ævintýraheimi bókmenntanna sem leiddu hann í leikhúsið. „Mamma var rosalegur lestrarhestur og hélt að okkur bókum,“ segir Tyrfingur og minnist sterkt ráðleggingar móður sinnar þegar hann var sex ára gamall að baksa við að skrifa sögu. „Bara þeir geta skrifað sem lesa“ Að frekjast með svipu í sirkus Aðspurður hvort hann hafi fundið það snemma að leikhúsið yrði hans leikvöllur, minnist Tyrfingur heimsóknar til afa síns sem var búsettur í Sviss. Tyrfingur var þá sex ára gamall og búinn að finna draumastarfið. „Ég man að við fórum í sirkus, svona farandsirkus. Þetta var þegar það voru ennþá dýr skilurðu? Nú eru bara trúðarnir eftir,“ segir hann og hlær. Ég man ég sá svona sirkusstjóra. Þetta var svona feitur maður með svipu og var eitthvað að djöflast í hestunum og ég man að ég hugsaði, Heyrðu ég get þetta! Þetta get ég örugglega gert. Verið að frekjast eitthvað í fólki... segir Tyrfingur og vísar til þess að líklega sé starf hans í dag ekkert svo ólíkt þessum æskudraumi. Innan leikhússins sé hann einskonar sirkusstjóri Ráðlagt að taka allavega meiraprófið Þegar kom að námsferlinum segist Tyrfingur aldrei hafa upplifað neina pressu frá foreldrum sínum varðandi hvaða stefnu hann ætti að taka. Bæði hafi þau lagt áherslu á það að hann færi þá leið sem hann vildi. Eina sem að pabbi sagði var að það væri sniðugt að taka meiraprófið, það væri aldrei vond hugmynd að taka meiraprófið. Tyrfingur virðist alltaf hafa haft einstaka hæfileika í því að hrista upp í hlutunum eins og kvikmyndin Villibráð ber svo sannarlega vott um. Handrit myndarinnar skrifaði hann ásamt Elsu Maríu Jónsdóttur og er þetta hans fyrsta kvikmyndahandrit. Öll hjónabönd í skrúfunni eða á leið í skrúfuna Sjálfur segist hann ekki hafa búist við þessum vinsældum og athygli sem myndin hlaut þó að hann hafi verið viss um að hún myndi höfða til viss hóps. „Þetta er eitt herbergi, ein kvöldstund og þetta er kvikmynd...“ Eins og áður hefur komið fram eru sögur og senur úr handritinu byggðar á íslensku samfélagi og segir Tyrfingur þau Elsu hafa skemmt sér konunglega við handritsskrifin og ekki þurft að leita langt til að finna djúsí sögur. Við vorum búin að slúðra um alla sem við þekktum og hvert einasta hjónaband í kringum okkur var annað hvort farið í skrúfuna eða á leiðinni í skrúfuna. Svo mjökuðum við þessu inn í handritið hægt og rólega. Aðspurður um viðbrögð fólks sem stendur þeim nærri og hafi jafnvel kannast óþægilega mikið við einhverjar aðstæður segir hann: Ég er oft að stela frá vinum mínum, eitthvað sem þau segja. Ég biðst alveg afsökunar en ég meina það náttúrulega ekki. Langar stundum að verða slaufað Tyrfingur virðist yfirleitt aldrei hræddur um að kaldhæðinn húmor hans komist ekki til skila og geri hann það ekki sér hann það ekki sem vandamál. Þvert á mót klæi hann stundum í fingurna að stuða smá til að vekja upp viðbrögð. Ég finn stundum að mig langi til að segja eitthvað svo að mér verði slaufað, segir Tyrfingur með prakkarasvip og furðar sig á því að það hafi ekki gerst miðað við hversu fjálglega hann hefur talað í gegnum tíðina. „Auðvitað er þetta einhver óþekkt sem er mjög heilbrigð og gaman að leika sér við.“ Í slaufunarumræðunni segir hann fólk geta orðið of upptekið af því að þurfa að vera sammála öllu eða þurfa að segja allt rétt. Það sé allt í lagi að reka sig á, leiðrétta það og halda áfram. Ef einhver hefur skoðun á því að eitthvað sem ég segi í viðtali séu kannski fordómar eða eitthvað bla bla bla, þá er það örugglega bara rétt. Eða ég get sagt að það sé vissulega sjónarmið.
Einkalífið Leikhús Kvikmyndahús Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Beið af sér einveruna í felum vopnuð eldhúshníf „Þetta eru svona órökréttar hugsanir að eitthvað slæmt muni gerast. Ég gat eiginlega ekki verið ein,“ segir dagskrárgerðarkonan Þórdís Valsdóttir í viðtalsþættinum Einkalífið. 26. apríl 2023 09:02 Dreymdi systur sína nóttina áður en hún lést: „Hún kemur og kveður mig“ „Þegar ég hitti fólk sem er fætt sama ár og hún byrja ég að spegla hana í þeim. Ef allt hefði farið vel, hvar væri hún þá núna? Hún var bara 25 ára þegar hún lést og það var svo mikið framundan,“ segir dagskrárgerðakonan Þórdís Valsdóttir. 24. apríl 2023 11:25 Vakna alltaf miður mín Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld verður 35 ára árinu og hefur þrátt fyrir ungan aldur skrifað sjö leikverk og frumsýndi nú á dögunum sitt fyrsta leikverk á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu, Sjö ævintýri um skömm. 7. apríl 2022 10:30 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Beið af sér einveruna í felum vopnuð eldhúshníf „Þetta eru svona órökréttar hugsanir að eitthvað slæmt muni gerast. Ég gat eiginlega ekki verið ein,“ segir dagskrárgerðarkonan Þórdís Valsdóttir í viðtalsþættinum Einkalífið. 26. apríl 2023 09:02
Dreymdi systur sína nóttina áður en hún lést: „Hún kemur og kveður mig“ „Þegar ég hitti fólk sem er fætt sama ár og hún byrja ég að spegla hana í þeim. Ef allt hefði farið vel, hvar væri hún þá núna? Hún var bara 25 ára þegar hún lést og það var svo mikið framundan,“ segir dagskrárgerðakonan Þórdís Valsdóttir. 24. apríl 2023 11:25
Vakna alltaf miður mín Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld verður 35 ára árinu og hefur þrátt fyrir ungan aldur skrifað sjö leikverk og frumsýndi nú á dögunum sitt fyrsta leikverk á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu, Sjö ævintýri um skömm. 7. apríl 2022 10:30