Lækka verð á timbri um heil tíu prósent Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2023 12:16 Þau hjá Húsasmiðjunni eru stolt af því að geta lækkað verð á timbri. „Sannarlega jákvætt innlegg á tímum frétta um vöruverðshækkanir og hækkun byggingakostnaðar. Einnig er pallasumarið komið af stað og þetta er sannarlega jákvæð byrjun á því,“ segir Árni Stefánsson forstjóri. vísir/vilhelm Þau tíðindi berast nú frá Húsasmiðjunni að þar á bæ hafa menn nú lækkað verð á timbri og pallaefni um heil tíu prósent. Þetta má heita fréttnæmt nú á verðbólgutímum en verð á vöru og þjónustu hefur rokið upp. Verð á timbri fór upp úr öllu valdi á tímum Covid og svo varð stríðið í Úkraínu ekki til að bæta úr skák. En á allra síðustu tímum hefur heimsmarkaðsverð á timbri þó farið lækkandi á mörkuðum en eitthvað er þó tekið að hægja á því nú. Í tilkynningu frá Húsasmiðjunni segir að stefna fyrirtækisins sé að þær lækkanir skili sér til viðskiptavina: „Þar sem verið er að losa sendingar á lægri verði en sést hafa undanfarið er því nýtt og lægra verð tekið strax upp auk þess sem það timbur sem er á lager er lækkað.“ Samkvæmt því sem segir í tilkynningunni hefur Húsasmiðjan verið að lækka verð á timbri allt síðasta ár. Sem dæmi hefur lækkun á burðarvið verið samtals um 30 prósent frá því sem verðið var hæst á síðasta ári: „Fyrir áramót lækkuðum við allt styrkleikaflokkað timbur um 15%. Nú tilkynnum við um 10% flata lækkun á nær öllu timbri, s.s. burðarvið, mótatimbri, grindarefni og gagnvarinni furu.“ Að sögn Árna Stefánssonar forstjóra Húsasmiðjunnar, sem býsna stoltur af þessu skrefi síns fyrirtækis, þá er um að ræða umtalsverðar verðlækkanir: „Og sannarlega jákvætt innlegg á tímum frétta um vöruverðshækkanir og hækkun byggingakostnaðar. Einnig er pallasumarið komið af stað og þetta er sannarlega jákvæð byrjun á því.“ Byggingariðnaður Neytendur Verðlag Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Þetta má heita fréttnæmt nú á verðbólgutímum en verð á vöru og þjónustu hefur rokið upp. Verð á timbri fór upp úr öllu valdi á tímum Covid og svo varð stríðið í Úkraínu ekki til að bæta úr skák. En á allra síðustu tímum hefur heimsmarkaðsverð á timbri þó farið lækkandi á mörkuðum en eitthvað er þó tekið að hægja á því nú. Í tilkynningu frá Húsasmiðjunni segir að stefna fyrirtækisins sé að þær lækkanir skili sér til viðskiptavina: „Þar sem verið er að losa sendingar á lægri verði en sést hafa undanfarið er því nýtt og lægra verð tekið strax upp auk þess sem það timbur sem er á lager er lækkað.“ Samkvæmt því sem segir í tilkynningunni hefur Húsasmiðjan verið að lækka verð á timbri allt síðasta ár. Sem dæmi hefur lækkun á burðarvið verið samtals um 30 prósent frá því sem verðið var hæst á síðasta ári: „Fyrir áramót lækkuðum við allt styrkleikaflokkað timbur um 15%. Nú tilkynnum við um 10% flata lækkun á nær öllu timbri, s.s. burðarvið, mótatimbri, grindarefni og gagnvarinni furu.“ Að sögn Árna Stefánssonar forstjóra Húsasmiðjunnar, sem býsna stoltur af þessu skrefi síns fyrirtækis, þá er um að ræða umtalsverðar verðlækkanir: „Og sannarlega jákvætt innlegg á tímum frétta um vöruverðshækkanir og hækkun byggingakostnaðar. Einnig er pallasumarið komið af stað og þetta er sannarlega jákvæð byrjun á því.“
Byggingariðnaður Neytendur Verðlag Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira