Klopp segir óraunhæft að ætla að ná fjórða sætinu Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2023 23:31 Klopp þakkar stuðningsmönnum eftir leikinn í kvöld. Vísir/Getty Jurgen Klopp segir vonir Liverpool um að ná fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar ekki vera raunhæfar. Hann var sáttur með sigurinn gegn Fulham í kvöld. Liverpool vann í kvöld 1-0 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni en þetta var fimmti sigur liðsins í röð. Mohamed Salah skoraði eina mark liðsins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. „Við héldum hreinu, góð frammistaða gegn sterkum andstæðingi. Við nýttum ekki færin sem er slæmt en hvernig við þvinguðum fram vítaspyrnuna var mjög gott og í heildina var margt gott við leikinn.“ „Að sjálfsögðu hefðum við viljað stjórna leiknum betur í seinni hálfleiknum en svona er lífið. Þú þarft að vera á vaktinni og strákarnir voru það, ég er mjög ánægður með það.“ Fulham fékk tækifæri til að jafna metin í síðari hálfleiknum og sigur Liverpool var aldrei öruggur fyrr en búið var að flauta til leiksloka. „Við náðum góðum stöðum í nokkur skipti en nýttum þær ekki. Þetta snýst ekki um að vinna 2-0, 3-0, 4-0 heldur bara um að vinna. Mo skoraði úr vítinu sem ég er ánægður með. Það er ekki yfir miklu að kvarta því Fulham er mjög gott lið og ég ber mikla virðingu fyrir þeim. Við getum bætt ýmislegt og við verðum að halda áfram.“ „Ánægður með hvert við stefnum“ Klopp bætti við að Alisson hefði verið ánægðasti maðurinn í búningsklefanum eftir leik þar sem liðið hélt hreinu í leiknum. „Það var ekkert of mikið að gera hjá honum en hann var sá ánægðasti í klefanum eftir leik. Hann hatar 4-3 leiki og allt slíkt. Í dag gat hann bjargað okkur og það var mjög mikilvægt.“ Liverpool er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en fjögur efstu liðin vinna sér inn sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Liðið er fjórum stigum á eftir Manchester United sem á tvo leiki til góða. Newcastle er sex stigum á undan í þriðja sætinu og á einn leik til góða. Klopp segir vonir um að ná fjórða sætinu vera óraunhæfar. „Þetta er leikur að líkum. Ef Newcastle og Manchester United vinna alla sína leiki þá eigum við ekki möguleika. Ef Brighton vinnur alla sína leiki þá verða þeir á undan okkur. Þannig er staðan. Við þurfum bara að vinna okkar leiki og sjá hvað það færir okkur. Í augnablikinu er ég ánægður með hvert við stefnum. Við þurfum að halda áfram og svo skoðum við töfluna og sjáum hverju við náum.“ Enski boltinn Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Liverpool vann í kvöld 1-0 sigur á Fulham í ensku úrvalsdeildinni en þetta var fimmti sigur liðsins í röð. Mohamed Salah skoraði eina mark liðsins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik. „Við héldum hreinu, góð frammistaða gegn sterkum andstæðingi. Við nýttum ekki færin sem er slæmt en hvernig við þvinguðum fram vítaspyrnuna var mjög gott og í heildina var margt gott við leikinn.“ „Að sjálfsögðu hefðum við viljað stjórna leiknum betur í seinni hálfleiknum en svona er lífið. Þú þarft að vera á vaktinni og strákarnir voru það, ég er mjög ánægður með það.“ Fulham fékk tækifæri til að jafna metin í síðari hálfleiknum og sigur Liverpool var aldrei öruggur fyrr en búið var að flauta til leiksloka. „Við náðum góðum stöðum í nokkur skipti en nýttum þær ekki. Þetta snýst ekki um að vinna 2-0, 3-0, 4-0 heldur bara um að vinna. Mo skoraði úr vítinu sem ég er ánægður með. Það er ekki yfir miklu að kvarta því Fulham er mjög gott lið og ég ber mikla virðingu fyrir þeim. Við getum bætt ýmislegt og við verðum að halda áfram.“ „Ánægður með hvert við stefnum“ Klopp bætti við að Alisson hefði verið ánægðasti maðurinn í búningsklefanum eftir leik þar sem liðið hélt hreinu í leiknum. „Það var ekkert of mikið að gera hjá honum en hann var sá ánægðasti í klefanum eftir leik. Hann hatar 4-3 leiki og allt slíkt. Í dag gat hann bjargað okkur og það var mjög mikilvægt.“ Liverpool er nú í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar en fjögur efstu liðin vinna sér inn sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Liðið er fjórum stigum á eftir Manchester United sem á tvo leiki til góða. Newcastle er sex stigum á undan í þriðja sætinu og á einn leik til góða. Klopp segir vonir um að ná fjórða sætinu vera óraunhæfar. „Þetta er leikur að líkum. Ef Newcastle og Manchester United vinna alla sína leiki þá eigum við ekki möguleika. Ef Brighton vinnur alla sína leiki þá verða þeir á undan okkur. Þannig er staðan. Við þurfum bara að vinna okkar leiki og sjá hvað það færir okkur. Í augnablikinu er ég ánægður með hvert við stefnum. Við þurfum að halda áfram og svo skoðum við töfluna og sjáum hverju við náum.“
Enski boltinn Mest lesið Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Enski boltinn Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik Körfubolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira