Umfjöllun og viðtöl: KR-HK 0-1 | Nýliðarnir áfram á flugi Smári Jökull Jónsson skrifar 3. maí 2023 21:15 HK gat leyft sér að fagna. Vísir/Hulda Margrét HK gerði sér lítið fyrir og sigraði KR á útivelli í kvöld í fimmtu umferð Bestu deildar karla. Leiknum lauk með 1-0 sigri HK eftir mark frá Arnþóri Ara Atlasyni í upphafi leiks. HK-ingar halda áfram að koma á óvart en liðið er með tíu stig eftir fimm umferðir en á meðan heldur slæm byrjun KR áfram að versna, liðið hefur aðeins safnað fjórum stigum í fimm fyrstu leikjunum. Leikurinn fór fram á Seltjarnarnesi á heimavelli Gróttu en grasið á heimavelli KR er ekki tilbúið til knattspyrnuiðkunnar. Það var góð mæting á Vivaldivöllinn og áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrsta og eina marki leiksins. Á 8. mínútu sendi miðvörður HK, Leifur Andri Leifsson, langan bolta inn í vítateig KR-inga. Boltinn endaði hjá Kristni Jónssyni sem náði ekki að koma boltanum frá og endaði hann fyrir framan Arnþór Ara sem smellhitti boltann með vinstri fæti og fór hann yfir Simen Kjellevold í markinu. Virkilega lagleg afgreiðsla og gestirnir komnir yfir. Eins og við mátti búast féllu HK-ingar aðeins aftar og reyndu að beita skyndisóknum. KR-ingar fundu engar glufur í vörn gestanna til að byrja með og var oftar en ekki tíu leikmenn gestanna mættir fyrir aftan boltann þegar KR-ingar sóttu. KR-ingar fengu ákjósanlegar stöður út á köntunum en það vantaði lokahnykkinn á sóknir þeirra í fyrri hálfleik. Aron Þórður Albertsson fékk besta færi KR í fyrri hálfleik þegar hann fékk góða sendingu frá Kennie Chopart inn fyrir vörn HK en afgreiðslan hjá Aroni var ekki nægilega góð og endaði boltinn beint í fanginu hjá Arnari Frey í marki HK. Gestirnir fengu ekki mörg opin færi í fyrri hálfleik en sókn þeirra á 43. mínútu endaði með ágætum skalla frá Eyþóri Wöhler sem fór hársbreidd framhjá markinu. HK leiddi 1-0 þegar Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks. Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað og þegar seinni hálfleikur var ekki orðinn mínútu gamall fékk Jóhannes Bjarnason, miðjumaður KR, dauðafæri inn í vítateig HK. Frábær sending frá hægri rataði beint á kollinn á Jóhannesi en hann setti of mikinn kraft í skallann og fór boltinn yfir. Mínútu síðar átti Arnþór Ari frábært skot af D-boganum sem small í þverslánni hinum megin á vellinum. Á 50. mínútu kom löng sending frá Arnari Frey í marki HK, Eyþór Wöhler vann skallaeinvígið við Finn Tómas og flikkaði boltanum á Atla Hrafn Andrason sem komst einn í gegn. Jakob Franz Pálsson elti hann uppi og tók hann niður. Erlendur dómari var ekki lengi að hugsa sig um og kom aðeins einn litur á spjaldinu til greina og KR-ingar orðnir einum færri. KR-ingar urðu þó kraftmeiri eftir þetta rauða spjald. Kristján Flóki Finnbogason, sem kom inn á sem varamaður, var ógnandi og var óheppinn að skora ekki þegar tæpar tíu mínútur voru eftir en skot hans fyrir utan teig endaði í stönginni á meðan Arnar Freyr stóð frosinn á marklínunni. KR-ingar héldu áfram að pressa en vörn HK stóðst pressuna þrátt fyrir að miklu mátti ekki muna undir lok leiks. Þjálfari HK, Ómar Ingi Guðmundsson, var líklegast manna fegnastur að heyra lokaflautið. Eins marks seiglusigur staðreynd fyrir gestina og er þetta annar leikurinn í röð sem þeir fá ekki á sig mark, sjaldséð sjón hjá Kópavogsliðinu. Af hverju vann HK? Það má deila um það hvort að sigurinn hafi verið sanngjarn. Mark snemma í leiknum leyfði HK að detta aðeins aftar og verjast með gott sem öllum sínum mönnum. KR-ingar náðu ekki að brjóta niður vörn HK-inga, gestirnir náðu að standast pressuna og vinna góðan varnarsigur þrátt fyrir að vera einum fleiri. Hverjir stóðu upp úr? Eini markaskorari leiksins fær að vera á blaði, Arnþór Ari Atlason. Snyrtileg afgreiðsla í markinu og stóð sig með ágætum á miðjunni. Miðverðir HK, Leifur Andri og Ahmad Faqa, stóðu vaktina vel líkt og í síðasta leik á móti Fylki og virðast vera mynda gott miðvarðarpar. Hvað gekk illa? KR-ingar eru sársvekktir að hafa ekki náð að skora í kvöld. Eins og Rúnar Kristinsson sagði í viðtali eftir leik að þá fóru mörg góð færi forgörðum og hefur færanýting KR verið slæm í undanförnum leikjum. Aron Þórður náði ekki að gera sér mat úr fínu tækifæri í fyrri hálfleik og skalli Jóhannesar Bjarnasonar fór rétt yfir markið í upphafi síðari hálfleiks, svo fátt eitt sé nefnt. Hvað gerist næst? Liðin fá ekki mikla hvíld en sjötta umferð Bestu deildar karla er leikin um helgina. HK-ingar fara inn í hlýjuna og taka á móti KA í Kórnum. KR á erfitt verkefni fyrir höndum en þeir mæta heitum Valsmönnum á útivelli. Rúnar: „Það er áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum“ Rúnar Kristinsson hefur verið sáttari en í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var niðurlútur eftir tapið á Seltjarnarnesi í kvöld. „Það er lítið hægt að segja, við nýtum ekki færin okkar og það er það sama í síðasta leik. Við fáum fullt af dauðafærum. Við erum ekki að nýta þau og fáum á okkur slæmt mark snemma í leiknum sem kannski breytti aðeins þessu mómenti sem var í gangi þá. Okkur leið vel og við reyndum að spila þann fótbolta sem við vildum spila. Hann varð þvingaðri sem eftir leið á fyrri hálfleik. Svo finnst mér við vera mjög góðir í síðari hálfleik þrátt fyrir að vera einum færri og við sköpuðum fullt. Við náðum ekki að skora og töpuðum þar af leiðandi,“ sagði Rúnar. KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð og hafa ekki náð að skora síðan í annarri umferð á móti Keflavík. „Það er áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum. Við þurfum að skoða hvað við erum að gera og hvað við getum lagað. Við vonuðumst til að geta laga það hér í dag en færanýtingin okkar er mjög léleg. Við sköpuðum nóg og erum nóg með boltann en auðvitað átti HK sín upphlaup einnig sérstaklega eftir þeir voru einum færri. Við áttum þó mjög stór færi til að jafna leikinn.“ Það virtist koma meiri andi í KR-inga eftir að Jakobi Franz var vikið af velli og telur Rúnar að það hafi mögulega losnað um stress hjá sínum mönnum eftir spjaldið. „Ég held að menn hafi sleppt sér aðeins meira lausum eftir það. Kannski eitthvað stress í liðinu eftir tvo tapleiki í röð, þá verða menn kannski hræddir að gera mistök og þora ekki að spila sinn leik. Það kannski létti örlítið þegar við vorum einum færri og náðum að spila kraftmeiri bolta. Við tókum auðvitað mikla áhættu en nýtum ekki færin,“ sagði Rúnar að lokum eftir leikinn í kvöld. Ómar Ingi: „Það vill oft verða svoleiðis að menn eflast við að lenda einum færri“ Ómar Ingi Guðmundsson er þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var að vonum afar sáttur með stigin þrjú í kvöld á Vivaldivellinum. „Það er frábært að vinna að KR á útivelli. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Ómar eftir leikinn. KR-ingar voru kraftmeiri undir lok síðari hálfleiks og voru mun hættulegri, þrátt fyrir að vera einum færri í 40 mínútur. „Það vill oft verða svoleiðis að menn eflast við að lenda einum færri en á meðan við vorum að horfa á klukkuna og biðum eftir að leikurinn kláraðist. Þeir efldust og voru ofan á í lokin en við héldum út og það var sem skiptir máli.“ Það var ljóst að HK-ingar reyndu eins og þeir gátu að tefja leikinn undir lokin og biðu eftir lokaflautinu. „Það var frekar hátt spennustig á bekknum undir lokin. Okkar langar auðvitað að vinna og gera vel, við vorum ekki geðveikt sáttir með hvernig leikurinn var að þróast þegar þeir lentu manni færri. Það var smá spenna yfir því en við unnum og það sem skiptir öllu máli núna. Við getum farið að hnýta út í það þegar ég horfi á þetta aftur hvernig við díluðum við það að vera einu marki yfir og einum manni fleiri. En við erum ánægðir með stigin þrjú, allavega eitthvað fram á kvöld,“ sagði Ómar Ingi. Nýliðar HK hafa farið gríðarlega vel af stað og hafa unnið þrjá leiki af fyrstu fimm, frammistaða sem ekki margir bjuggust við fyrir mót. „Við höfum farið vel af stað og ánægðir með stigasöfnunina í upphafi móts. Það er mikið eftir og við verðum að halda áfram. Við byggðum á frammistöðunni á móti Fylki, við héldum hreinu aftur og það var einhver moli um það um daginn að við höfum ekki haldið hreinu í deildarleik síðan í ágúst í fyrra. Það er gríðarlega ánægjulegt að ná að halda hreinu tvo leiki í röð, sérstaklega eftir að hafa fengið mikið af mörkum á okkur í fyrstu leikjunum,“ bætti Ómar við í lokin. Íslenski boltinn Besta deild karla KR HK
HK gerði sér lítið fyrir og sigraði KR á útivelli í kvöld í fimmtu umferð Bestu deildar karla. Leiknum lauk með 1-0 sigri HK eftir mark frá Arnþóri Ara Atlasyni í upphafi leiks. HK-ingar halda áfram að koma á óvart en liðið er með tíu stig eftir fimm umferðir en á meðan heldur slæm byrjun KR áfram að versna, liðið hefur aðeins safnað fjórum stigum í fimm fyrstu leikjunum. Leikurinn fór fram á Seltjarnarnesi á heimavelli Gróttu en grasið á heimavelli KR er ekki tilbúið til knattspyrnuiðkunnar. Það var góð mæting á Vivaldivöllinn og áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir fyrsta og eina marki leiksins. Á 8. mínútu sendi miðvörður HK, Leifur Andri Leifsson, langan bolta inn í vítateig KR-inga. Boltinn endaði hjá Kristni Jónssyni sem náði ekki að koma boltanum frá og endaði hann fyrir framan Arnþór Ara sem smellhitti boltann með vinstri fæti og fór hann yfir Simen Kjellevold í markinu. Virkilega lagleg afgreiðsla og gestirnir komnir yfir. Eins og við mátti búast féllu HK-ingar aðeins aftar og reyndu að beita skyndisóknum. KR-ingar fundu engar glufur í vörn gestanna til að byrja með og var oftar en ekki tíu leikmenn gestanna mættir fyrir aftan boltann þegar KR-ingar sóttu. KR-ingar fengu ákjósanlegar stöður út á köntunum en það vantaði lokahnykkinn á sóknir þeirra í fyrri hálfleik. Aron Þórður Albertsson fékk besta færi KR í fyrri hálfleik þegar hann fékk góða sendingu frá Kennie Chopart inn fyrir vörn HK en afgreiðslan hjá Aroni var ekki nægilega góð og endaði boltinn beint í fanginu hjá Arnari Frey í marki HK. Gestirnir fengu ekki mörg opin færi í fyrri hálfleik en sókn þeirra á 43. mínútu endaði með ágætum skalla frá Eyþóri Wöhler sem fór hársbreidd framhjá markinu. HK leiddi 1-0 þegar Erlendur Eiríksson, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks. Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað og þegar seinni hálfleikur var ekki orðinn mínútu gamall fékk Jóhannes Bjarnason, miðjumaður KR, dauðafæri inn í vítateig HK. Frábær sending frá hægri rataði beint á kollinn á Jóhannesi en hann setti of mikinn kraft í skallann og fór boltinn yfir. Mínútu síðar átti Arnþór Ari frábært skot af D-boganum sem small í þverslánni hinum megin á vellinum. Á 50. mínútu kom löng sending frá Arnari Frey í marki HK, Eyþór Wöhler vann skallaeinvígið við Finn Tómas og flikkaði boltanum á Atla Hrafn Andrason sem komst einn í gegn. Jakob Franz Pálsson elti hann uppi og tók hann niður. Erlendur dómari var ekki lengi að hugsa sig um og kom aðeins einn litur á spjaldinu til greina og KR-ingar orðnir einum færri. KR-ingar urðu þó kraftmeiri eftir þetta rauða spjald. Kristján Flóki Finnbogason, sem kom inn á sem varamaður, var ógnandi og var óheppinn að skora ekki þegar tæpar tíu mínútur voru eftir en skot hans fyrir utan teig endaði í stönginni á meðan Arnar Freyr stóð frosinn á marklínunni. KR-ingar héldu áfram að pressa en vörn HK stóðst pressuna þrátt fyrir að miklu mátti ekki muna undir lok leiks. Þjálfari HK, Ómar Ingi Guðmundsson, var líklegast manna fegnastur að heyra lokaflautið. Eins marks seiglusigur staðreynd fyrir gestina og er þetta annar leikurinn í röð sem þeir fá ekki á sig mark, sjaldséð sjón hjá Kópavogsliðinu. Af hverju vann HK? Það má deila um það hvort að sigurinn hafi verið sanngjarn. Mark snemma í leiknum leyfði HK að detta aðeins aftar og verjast með gott sem öllum sínum mönnum. KR-ingar náðu ekki að brjóta niður vörn HK-inga, gestirnir náðu að standast pressuna og vinna góðan varnarsigur þrátt fyrir að vera einum fleiri. Hverjir stóðu upp úr? Eini markaskorari leiksins fær að vera á blaði, Arnþór Ari Atlason. Snyrtileg afgreiðsla í markinu og stóð sig með ágætum á miðjunni. Miðverðir HK, Leifur Andri og Ahmad Faqa, stóðu vaktina vel líkt og í síðasta leik á móti Fylki og virðast vera mynda gott miðvarðarpar. Hvað gekk illa? KR-ingar eru sársvekktir að hafa ekki náð að skora í kvöld. Eins og Rúnar Kristinsson sagði í viðtali eftir leik að þá fóru mörg góð færi forgörðum og hefur færanýting KR verið slæm í undanförnum leikjum. Aron Þórður náði ekki að gera sér mat úr fínu tækifæri í fyrri hálfleik og skalli Jóhannesar Bjarnasonar fór rétt yfir markið í upphafi síðari hálfleiks, svo fátt eitt sé nefnt. Hvað gerist næst? Liðin fá ekki mikla hvíld en sjötta umferð Bestu deildar karla er leikin um helgina. HK-ingar fara inn í hlýjuna og taka á móti KA í Kórnum. KR á erfitt verkefni fyrir höndum en þeir mæta heitum Valsmönnum á útivelli. Rúnar: „Það er áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum“ Rúnar Kristinsson hefur verið sáttari en í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var niðurlútur eftir tapið á Seltjarnarnesi í kvöld. „Það er lítið hægt að segja, við nýtum ekki færin okkar og það er það sama í síðasta leik. Við fáum fullt af dauðafærum. Við erum ekki að nýta þau og fáum á okkur slæmt mark snemma í leiknum sem kannski breytti aðeins þessu mómenti sem var í gangi þá. Okkur leið vel og við reyndum að spila þann fótbolta sem við vildum spila. Hann varð þvingaðri sem eftir leið á fyrri hálfleik. Svo finnst mér við vera mjög góðir í síðari hálfleik þrátt fyrir að vera einum færri og við sköpuðum fullt. Við náðum ekki að skora og töpuðum þar af leiðandi,“ sagði Rúnar. KR-ingar hafa tapað þremur leikjum í röð og hafa ekki náð að skora síðan í annarri umferð á móti Keflavík. „Það er áhyggjuefni að skora ekki mörk og tapa fótboltaleikjum. Við þurfum að skoða hvað við erum að gera og hvað við getum lagað. Við vonuðumst til að geta laga það hér í dag en færanýtingin okkar er mjög léleg. Við sköpuðum nóg og erum nóg með boltann en auðvitað átti HK sín upphlaup einnig sérstaklega eftir þeir voru einum færri. Við áttum þó mjög stór færi til að jafna leikinn.“ Það virtist koma meiri andi í KR-inga eftir að Jakobi Franz var vikið af velli og telur Rúnar að það hafi mögulega losnað um stress hjá sínum mönnum eftir spjaldið. „Ég held að menn hafi sleppt sér aðeins meira lausum eftir það. Kannski eitthvað stress í liðinu eftir tvo tapleiki í röð, þá verða menn kannski hræddir að gera mistök og þora ekki að spila sinn leik. Það kannski létti örlítið þegar við vorum einum færri og náðum að spila kraftmeiri bolta. Við tókum auðvitað mikla áhættu en nýtum ekki færin,“ sagði Rúnar að lokum eftir leikinn í kvöld. Ómar Ingi: „Það vill oft verða svoleiðis að menn eflast við að lenda einum færri“ Ómar Ingi Guðmundsson er þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var að vonum afar sáttur með stigin þrjú í kvöld á Vivaldivellinum. „Það er frábært að vinna að KR á útivelli. Það er mjög ánægjulegt,“ sagði Ómar eftir leikinn. KR-ingar voru kraftmeiri undir lok síðari hálfleiks og voru mun hættulegri, þrátt fyrir að vera einum færri í 40 mínútur. „Það vill oft verða svoleiðis að menn eflast við að lenda einum færri en á meðan við vorum að horfa á klukkuna og biðum eftir að leikurinn kláraðist. Þeir efldust og voru ofan á í lokin en við héldum út og það var sem skiptir máli.“ Það var ljóst að HK-ingar reyndu eins og þeir gátu að tefja leikinn undir lokin og biðu eftir lokaflautinu. „Það var frekar hátt spennustig á bekknum undir lokin. Okkar langar auðvitað að vinna og gera vel, við vorum ekki geðveikt sáttir með hvernig leikurinn var að þróast þegar þeir lentu manni færri. Það var smá spenna yfir því en við unnum og það sem skiptir öllu máli núna. Við getum farið að hnýta út í það þegar ég horfi á þetta aftur hvernig við díluðum við það að vera einu marki yfir og einum manni fleiri. En við erum ánægðir með stigin þrjú, allavega eitthvað fram á kvöld,“ sagði Ómar Ingi. Nýliðar HK hafa farið gríðarlega vel af stað og hafa unnið þrjá leiki af fyrstu fimm, frammistaða sem ekki margir bjuggust við fyrir mót. „Við höfum farið vel af stað og ánægðir með stigasöfnunina í upphafi móts. Það er mikið eftir og við verðum að halda áfram. Við byggðum á frammistöðunni á móti Fylki, við héldum hreinu aftur og það var einhver moli um það um daginn að við höfum ekki haldið hreinu í deildarleik síðan í ágúst í fyrra. Það er gríðarlega ánægjulegt að ná að halda hreinu tvo leiki í röð, sérstaklega eftir að hafa fengið mikið af mörkum á okkur í fyrstu leikjunum,“ bætti Ómar við í lokin.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti