„Hef klárlega bætt mig sem leikmaður og þetta hefur gengið vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2023 10:01 Orri Freyr Þorkelsson í leik gegn Vardar í Meistaradeild Evrópu. epa/GEORGI LICOVSKI Orri Freyr Þorkelsson segir enn óvíst hvar hann spilar á næsta tímabili. Hann hefur leikið með Elverum í Noregi undanfarin tvö ár. Samkvæmt heimildum Vísis vill portúgalska félagið Sporting, sem vann Evrópudeildina í fyrra, fá Orra eftir tímabilið. Hann vildi þó lítið gefa upp aðspurður um áhugann frá Portúgal. „Ég get voða lítið sagt. Mín mál eru í vinnslu hvað næsta tímabil varðar. Ég er í þeirri stöðu að ég get í raun ekkert sagt. Tíminn verður að leiða í ljós hvað gerist,“ sagði Orri í samtali við Vísi í dag. Samningur hans við Elverum rennur út eftir tímabilið. Orri gekk í raðir Elverum frá Haukum 2021 og varð tvöfaldur meistari með norska liðinu á síðasta tímabili. Þá hefur hann spilað með því í Meistaradeild Evrópu. Mikill lærdómur „Tíminn hérna úti hefur verið lærdómsríkur. Ég hef tekist á við margar áskoranir og það hafa líka verið góðar stundir. Við unnum alla titlana í fyrra en þetta er erfiðara núna. Það hefur ekki gengið eins vel og maður vonaðist eftir í deildinni en stundum vinnur maður og stundum tapar maður. Við lentum í 2. sæti í deild og bikar en svo byrja undanúrslitin á laugardaginn,“ sagði Orri en Elverum mætir Nærbo í undanúrslitunum. „Heilt yfir hefur maður lært mikið á þessu. Það er margt sem ég er sáttur með og annað sem ég hefði viljað að hefði farið betur. En ég hef klárlega bætt mig sem leikmaður og þetta hefur gengið vel verð ég að segja.“ Alltaf klókt að koma hingað Orri segist spila þrjátíu mínútur í hverjum leik, á móti hinum rétthenta hornamanni Elverum, Norðmanninum Sindre Heldal. Orri hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið að undanförnu og lék meðal annars með því á EM 2022.epa/Henning Bagger „Á síðasta tímabili spilaði ég minna í Meistaradeildinni en hef verið í föstu hlutverki allt þetta tímabil á móti Sindre og spila þrjátíu mínútur í öllum leikjum. Það er góð reynsla og mjög gaman að hafa fengið að taka þátt í Meistaradeildarleikjum. Það var alltaf klókt skref að koma hingað, sérstaklega hvað varðar Evrópuleikina,“ sagði Orri. Samkeppnin við Kolstad Sem fyrr sagði vann Elverum allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. Fyrir þetta tímabil fékk liðið hins vegar samkeppni frá ofurliði Kolstad sem hefur sankað að sér öflugum leikmönnum, meðal annars íslensku landsliðsmönnunum Janusi Daða Smárasyni og Sigvalda Guðjónssyni. Ekki veikist Kolstad á næsta tímabili enda bætast þá meðal annars norsku stórstjörnurnar Sander Sagosen og Magnus Röd. Kolstad varð bikarmeistari og tapaði aðeins einum af 22 leikjum sínum í norsku úrvalsdeildinni. „Þeir eru með mjög góða leikmenn. Íslensku strákarnir eru frábærir, svo komu fleiri og það voru góðir leikmenn fyrir. Okkur hefur ekki enn tekist að vinna þá og þetta breytti þessu. Sömuleiðis urðu miklar breytingar á okkar liði frá því í fyrra og stöðugleikinn hefur ekki fundist. En það verður áhugavert að fylgjast með því hvernig þetta þróast hérna í Noregi næstu árin,“ sagði Orri að endingu. Norski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis vill portúgalska félagið Sporting, sem vann Evrópudeildina í fyrra, fá Orra eftir tímabilið. Hann vildi þó lítið gefa upp aðspurður um áhugann frá Portúgal. „Ég get voða lítið sagt. Mín mál eru í vinnslu hvað næsta tímabil varðar. Ég er í þeirri stöðu að ég get í raun ekkert sagt. Tíminn verður að leiða í ljós hvað gerist,“ sagði Orri í samtali við Vísi í dag. Samningur hans við Elverum rennur út eftir tímabilið. Orri gekk í raðir Elverum frá Haukum 2021 og varð tvöfaldur meistari með norska liðinu á síðasta tímabili. Þá hefur hann spilað með því í Meistaradeild Evrópu. Mikill lærdómur „Tíminn hérna úti hefur verið lærdómsríkur. Ég hef tekist á við margar áskoranir og það hafa líka verið góðar stundir. Við unnum alla titlana í fyrra en þetta er erfiðara núna. Það hefur ekki gengið eins vel og maður vonaðist eftir í deildinni en stundum vinnur maður og stundum tapar maður. Við lentum í 2. sæti í deild og bikar en svo byrja undanúrslitin á laugardaginn,“ sagði Orri en Elverum mætir Nærbo í undanúrslitunum. „Heilt yfir hefur maður lært mikið á þessu. Það er margt sem ég er sáttur með og annað sem ég hefði viljað að hefði farið betur. En ég hef klárlega bætt mig sem leikmaður og þetta hefur gengið vel verð ég að segja.“ Alltaf klókt að koma hingað Orri segist spila þrjátíu mínútur í hverjum leik, á móti hinum rétthenta hornamanni Elverum, Norðmanninum Sindre Heldal. Orri hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið að undanförnu og lék meðal annars með því á EM 2022.epa/Henning Bagger „Á síðasta tímabili spilaði ég minna í Meistaradeildinni en hef verið í föstu hlutverki allt þetta tímabil á móti Sindre og spila þrjátíu mínútur í öllum leikjum. Það er góð reynsla og mjög gaman að hafa fengið að taka þátt í Meistaradeildarleikjum. Það var alltaf klókt skref að koma hingað, sérstaklega hvað varðar Evrópuleikina,“ sagði Orri. Samkeppnin við Kolstad Sem fyrr sagði vann Elverum allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. Fyrir þetta tímabil fékk liðið hins vegar samkeppni frá ofurliði Kolstad sem hefur sankað að sér öflugum leikmönnum, meðal annars íslensku landsliðsmönnunum Janusi Daða Smárasyni og Sigvalda Guðjónssyni. Ekki veikist Kolstad á næsta tímabili enda bætast þá meðal annars norsku stórstjörnurnar Sander Sagosen og Magnus Röd. Kolstad varð bikarmeistari og tapaði aðeins einum af 22 leikjum sínum í norsku úrvalsdeildinni. „Þeir eru með mjög góða leikmenn. Íslensku strákarnir eru frábærir, svo komu fleiri og það voru góðir leikmenn fyrir. Okkur hefur ekki enn tekist að vinna þá og þetta breytti þessu. Sömuleiðis urðu miklar breytingar á okkar liði frá því í fyrra og stöðugleikinn hefur ekki fundist. En það verður áhugavert að fylgjast með því hvernig þetta þróast hérna í Noregi næstu árin,“ sagði Orri að endingu.
Norski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira