Eigi sama rétt og aðrir en ekki sömu möguleika Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. maí 2023 08:18 Ásthildur Magnúsdóttir er lögfræðingur og hefur rannsakað hvort stjórnvöld uppfylli skuldbindingar sínar varðandi heilbrigðisþjónustu í fangelsum. Aðsend/Vísir/Vilhelm Lögfræðingur sem rannsakaði hvort heilbrigðisþjónustu fanga væri ábótavant segir auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki haft áhuga á málaflokknum enda hafi lítið sýnilegt breyst til batnaðar í málaflokknum þrátt fyrir mikinn þrýsting eftirlitsaðila. Ásthildur Magnúsdóttir, lögfræðingur fjallaði um lögbundinn rétt fanga til heilbrigðisþjónustu í meistararitgerð sinni árið 2022 og rannsakaði hvort stjórnvöld uppfylli skuldbindingar sínar varðandi heilbrigðisþjónustu í fangelsum. Hún segir rétt fanga til heilbrigðisþjónustu skýlausan samkvæmt íslenskum lögum auk þess sem hann sé varinn í fjölda alþjóðlegra mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að með beinum eða óbeinum hætti. „Fangar eiga lögum samkvæmt sama rétt til heilbrigðisþjónustu og aðrir þjóðfélagsþegnar en vegna frelsissviptingar eiga þeir ekki sömu möguleika og almenningur til að sækja þá þjónustu sem þeir þarfnast.“ Ábyrgðin sé hjá heilbrigðisyfirvöldum Því sé föngum í íslenskum fangelsum sérstaklega tryggður réttur til heilbrigðisþjónustu í lögum um fullnustu refsinga og fjölda alþjóðlegra samninga og sáttmála sem Ísland er aðili að. „Heilbrigðisþjónusta í fangelsum hér á landi er á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda og þeim ber að sinna henni í samráði og samstarfi við fangelsisyfirvöld.“ Í Kompás fjölluðum við um úrræðaleysi þegar kemur að andlega veikum föngum og sagði fangelsismálastjóri að á hverjum tíma væru hátt í átta sem eiga að mati Fangelsismálastjóra ekki erindi í fangelsi vegna alvarlegra andlegra veikinda. Fangarnir fá ekki viðeigandi aðstoð og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið í verra ástandi en áður, jafnvel hættulegri. Geta ekki nálgast þjónustuna nema með fulltingi annarra Hún segir að í fangelsum landsins sitji fólk í sjálfsvígshættu, einstaklingar með fíknivanda, persónuleikaröskun, þunglyndi og kvíða svo eitthvað sé nefnt. „Þetta fólk á sama rétt og aðrir þjóðfélagsborgarar á heilbrigðisþjónustu en getur ekki stöðu sinnar vegna nálgast hana eftir þörfum nema með fulltingi fangelsisyfirvalda og þeirra stjórnvalda sem eiga að veita þjónustuna.“ „Það leiðir af eðli frelsissviptingar að hún getur haft neikvæð áhrif á heilsu þess sem henni sætir. Í því ljósi er sérstaklega mikilvægt að gætt sé að líkamlegri og andlegri heilsu fanga meðan á vistun þeirra stendur.“ Hún segir að við vinnslu ritgerðarinnar hafi komið henni verulega á óvart hversu lengi ástandið hafi verið óviðunandi án þess að stjórnvöld hafi brugðist við með sómasamlegum hætti. Niðurstöður ritgerðarinnar séu þær að þrátt fyrir fjölda úttekta á stöðu heilbrigðismála innan fangelsa síðustu áratugi og ítrekaðar ábendingar innlendra og erlendra eftirlitsaðila hafi litlar úrbætur orðið af hálfu stjórnvalda. „CPT nefndin [nefnd um varnir gegn pyndingum] mat það svo í skýrslu sinni frá árinu 2019 að stjórnvöld á Íslandi viðurkenni ekki raunverulega þörf fanga fyrir heilbrigðisþjónustu og dómsmálaráðuneytið hefur viðurkennt að framkvæmd laga tryggi ekki mannréttindi fanga með fullnægjandi hætti.“ Fjölga þurfi viðverustundum heilbrigðisstarfsfólks Hún segir heilbrigðisþjónustu fanga verulega ábótavant auk þess sem efla þurfi menntun fangavarða svo þeir geti mætt heilbrigðisþörfum fanga. „Því enn er það svo að fangavörðum eru falin verkefni innan fangelsanna sem með réttu ættu að vera á höndum heilbrigðismenntaðs fólks, svo sem lyfjagjafir og mat á þörf fanga fyrir læknisþjónustu.“ „CPT nefndin, OPCAT eftirlit og umboðsmaður Alþingis hafa öll lagt áherslu á að fjölga þurfi viðverustundum heilbrigðisstarfsfólks í fangelsunum, helst þannig að hjúkrunarfræðingar verði ávallt til staðar, meðal annars til að annast lyfjagjafir og meta þörf fanga fyrir læknisþjónustu.“ Það sé nauðsynlegt til að tryggja að trúnaður um heilsufarsupplýsingar sé virtur og minnka líkur á mistökum við lyfjagjafir. Ásthildur segir heilbrigðisþjónustu fanga verulega ábótavant.úr kompás „Viðveru lækna þurfi einnig að efla þar sem kerfisbundin læknisskoðun við upphaf fangelsisvistar er nauðsynleg í þeim tilgangi að bera kennsl á andleg og líkamleg veikindi, áverka eða illa meðferð, fráhvörf vegna vímuefnanotkunar og til að draga úr sjálfsvígshættu fanga, koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma og ekki síst til að skrásetja áverka tímanlega. Slík læknisskoðun þurfi að fara fram á fyrsta sólarhring fangelsisvistar, en dæmi eru um að fangar hafi þurft að bíða dögum saman eftir fyrstu læknisskoðun.“ Auk þess sem tryggja þurfi að fangar fái nauðsynlega tannlæknisþjónustu óháð fjárhag. Ásthildur segir áríðandi að læknir sé alltaf viðstaddur og skoði ástand fanga sem vistaður er í öryggisklefa, settur í einangrun eða annan aðskilnað. Ítrekað bent á alvarlega annmarka Dómsmálaráðherra fer með yfirstjórn fangelsismála í landinu en ábyrgð á heilbrigðisþjónustu í fangelsum heyrir undir heilbrigðisráðherra. Ásthildur segir að þetta fyrirkomulag hafi átt að tryggja betur faglegt sjálfstæði heilbrigðisstarfsfólks og framkvæmd meginreglunnar um rétt fanga til heilbrigðisþjónustu til jafns við borgarana. „Þrátt fyrir þessi göfugu markmið stjórnvalda hefur CPT nefndin ítrekað frá fyrstu heimsókn sinni til Íslands árið 1993 bent á viðvarandi og alvarlega annmarka á heilbrigðisþjónustu í fangelsum sem snúa meðal annars að læknisskoðunum og skráningum á meiðslum fanga, geðheilbrigðisþjónustu og sálrænni aðstoð auk skorts á meðferð við fíkniefnavanda.“ Ásthildur segir það mat CPT nefndarinnar að annmarka þessa megi að hluta til rekja til þess að stjórnvöld á Íslandi viðurkenni ekki raunverulega þörf fanga fyrir heilbrigðisþjónustu. „Vísar nefndin þar sérstaklega til ráðuneyta heilbrigðis- og dómsmála. Nefndin telur að skipulag heilbrigðisþjónustu, samskipti við heilsugæslu og sjúkrahús og starfslýsingar heilbrigðisstarfsmanna sem vinna með föngum endurspegli ekki nægilega þá þörf sem fyrir hendi er. Þá skorti skýra verkferla og skipurit sem taki sérstaklega mið af heilbrigðisþjónustu við fangelsin og á gæðagreiningum af hendi heilbrigðisráðuneytisins. Þetta hafi neikvæð áhrif á gæði þjónustunnar.“ Stjórnvöld hafi ekki áhuga á málaflokknum Hún segir að embættismenn og starfsmenn fangelsanna tali fyrir daufum eyrum og reyni að gera það skásta úr þeirri stöðu sem uppi er á hverjum tíma. Hvað skýrir þennan losarabrag í málaflokknum? Hafa stjórnvöld bara ekki áhuga á þessum málaflokki? „Miðað við þá pressu sem hefur verið frá eftirlitsaðilum undanfarna áratugi án þess að neitt hafi sýnilega breyst til batnaðar er auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki áhuga á málaflokknum.“ Kompás Fangelsismál Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Sjá meira
Ásthildur Magnúsdóttir, lögfræðingur fjallaði um lögbundinn rétt fanga til heilbrigðisþjónustu í meistararitgerð sinni árið 2022 og rannsakaði hvort stjórnvöld uppfylli skuldbindingar sínar varðandi heilbrigðisþjónustu í fangelsum. Hún segir rétt fanga til heilbrigðisþjónustu skýlausan samkvæmt íslenskum lögum auk þess sem hann sé varinn í fjölda alþjóðlegra mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að með beinum eða óbeinum hætti. „Fangar eiga lögum samkvæmt sama rétt til heilbrigðisþjónustu og aðrir þjóðfélagsþegnar en vegna frelsissviptingar eiga þeir ekki sömu möguleika og almenningur til að sækja þá þjónustu sem þeir þarfnast.“ Ábyrgðin sé hjá heilbrigðisyfirvöldum Því sé föngum í íslenskum fangelsum sérstaklega tryggður réttur til heilbrigðisþjónustu í lögum um fullnustu refsinga og fjölda alþjóðlegra samninga og sáttmála sem Ísland er aðili að. „Heilbrigðisþjónusta í fangelsum hér á landi er á ábyrgð heilbrigðisyfirvalda og þeim ber að sinna henni í samráði og samstarfi við fangelsisyfirvöld.“ Í Kompás fjölluðum við um úrræðaleysi þegar kemur að andlega veikum föngum og sagði fangelsismálastjóri að á hverjum tíma væru hátt í átta sem eiga að mati Fangelsismálastjóra ekki erindi í fangelsi vegna alvarlegra andlegra veikinda. Fangarnir fá ekki viðeigandi aðstoð og því hætta á að þeir fari aftur út í samfélagið í verra ástandi en áður, jafnvel hættulegri. Geta ekki nálgast þjónustuna nema með fulltingi annarra Hún segir að í fangelsum landsins sitji fólk í sjálfsvígshættu, einstaklingar með fíknivanda, persónuleikaröskun, þunglyndi og kvíða svo eitthvað sé nefnt. „Þetta fólk á sama rétt og aðrir þjóðfélagsborgarar á heilbrigðisþjónustu en getur ekki stöðu sinnar vegna nálgast hana eftir þörfum nema með fulltingi fangelsisyfirvalda og þeirra stjórnvalda sem eiga að veita þjónustuna.“ „Það leiðir af eðli frelsissviptingar að hún getur haft neikvæð áhrif á heilsu þess sem henni sætir. Í því ljósi er sérstaklega mikilvægt að gætt sé að líkamlegri og andlegri heilsu fanga meðan á vistun þeirra stendur.“ Hún segir að við vinnslu ritgerðarinnar hafi komið henni verulega á óvart hversu lengi ástandið hafi verið óviðunandi án þess að stjórnvöld hafi brugðist við með sómasamlegum hætti. Niðurstöður ritgerðarinnar séu þær að þrátt fyrir fjölda úttekta á stöðu heilbrigðismála innan fangelsa síðustu áratugi og ítrekaðar ábendingar innlendra og erlendra eftirlitsaðila hafi litlar úrbætur orðið af hálfu stjórnvalda. „CPT nefndin [nefnd um varnir gegn pyndingum] mat það svo í skýrslu sinni frá árinu 2019 að stjórnvöld á Íslandi viðurkenni ekki raunverulega þörf fanga fyrir heilbrigðisþjónustu og dómsmálaráðuneytið hefur viðurkennt að framkvæmd laga tryggi ekki mannréttindi fanga með fullnægjandi hætti.“ Fjölga þurfi viðverustundum heilbrigðisstarfsfólks Hún segir heilbrigðisþjónustu fanga verulega ábótavant auk þess sem efla þurfi menntun fangavarða svo þeir geti mætt heilbrigðisþörfum fanga. „Því enn er það svo að fangavörðum eru falin verkefni innan fangelsanna sem með réttu ættu að vera á höndum heilbrigðismenntaðs fólks, svo sem lyfjagjafir og mat á þörf fanga fyrir læknisþjónustu.“ „CPT nefndin, OPCAT eftirlit og umboðsmaður Alþingis hafa öll lagt áherslu á að fjölga þurfi viðverustundum heilbrigðisstarfsfólks í fangelsunum, helst þannig að hjúkrunarfræðingar verði ávallt til staðar, meðal annars til að annast lyfjagjafir og meta þörf fanga fyrir læknisþjónustu.“ Það sé nauðsynlegt til að tryggja að trúnaður um heilsufarsupplýsingar sé virtur og minnka líkur á mistökum við lyfjagjafir. Ásthildur segir heilbrigðisþjónustu fanga verulega ábótavant.úr kompás „Viðveru lækna þurfi einnig að efla þar sem kerfisbundin læknisskoðun við upphaf fangelsisvistar er nauðsynleg í þeim tilgangi að bera kennsl á andleg og líkamleg veikindi, áverka eða illa meðferð, fráhvörf vegna vímuefnanotkunar og til að draga úr sjálfsvígshættu fanga, koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma og ekki síst til að skrásetja áverka tímanlega. Slík læknisskoðun þurfi að fara fram á fyrsta sólarhring fangelsisvistar, en dæmi eru um að fangar hafi þurft að bíða dögum saman eftir fyrstu læknisskoðun.“ Auk þess sem tryggja þurfi að fangar fái nauðsynlega tannlæknisþjónustu óháð fjárhag. Ásthildur segir áríðandi að læknir sé alltaf viðstaddur og skoði ástand fanga sem vistaður er í öryggisklefa, settur í einangrun eða annan aðskilnað. Ítrekað bent á alvarlega annmarka Dómsmálaráðherra fer með yfirstjórn fangelsismála í landinu en ábyrgð á heilbrigðisþjónustu í fangelsum heyrir undir heilbrigðisráðherra. Ásthildur segir að þetta fyrirkomulag hafi átt að tryggja betur faglegt sjálfstæði heilbrigðisstarfsfólks og framkvæmd meginreglunnar um rétt fanga til heilbrigðisþjónustu til jafns við borgarana. „Þrátt fyrir þessi göfugu markmið stjórnvalda hefur CPT nefndin ítrekað frá fyrstu heimsókn sinni til Íslands árið 1993 bent á viðvarandi og alvarlega annmarka á heilbrigðisþjónustu í fangelsum sem snúa meðal annars að læknisskoðunum og skráningum á meiðslum fanga, geðheilbrigðisþjónustu og sálrænni aðstoð auk skorts á meðferð við fíkniefnavanda.“ Ásthildur segir það mat CPT nefndarinnar að annmarka þessa megi að hluta til rekja til þess að stjórnvöld á Íslandi viðurkenni ekki raunverulega þörf fanga fyrir heilbrigðisþjónustu. „Vísar nefndin þar sérstaklega til ráðuneyta heilbrigðis- og dómsmála. Nefndin telur að skipulag heilbrigðisþjónustu, samskipti við heilsugæslu og sjúkrahús og starfslýsingar heilbrigðisstarfsmanna sem vinna með föngum endurspegli ekki nægilega þá þörf sem fyrir hendi er. Þá skorti skýra verkferla og skipurit sem taki sérstaklega mið af heilbrigðisþjónustu við fangelsin og á gæðagreiningum af hendi heilbrigðisráðuneytisins. Þetta hafi neikvæð áhrif á gæði þjónustunnar.“ Stjórnvöld hafi ekki áhuga á málaflokknum Hún segir að embættismenn og starfsmenn fangelsanna tali fyrir daufum eyrum og reyni að gera það skásta úr þeirri stöðu sem uppi er á hverjum tíma. Hvað skýrir þennan losarabrag í málaflokknum? Hafa stjórnvöld bara ekki áhuga á þessum málaflokki? „Miðað við þá pressu sem hefur verið frá eftirlitsaðilum undanfarna áratugi án þess að neitt hafi sýnilega breyst til batnaðar er auðvelt að draga þá ályktun að stjórnvöld hafi ekki áhuga á málaflokknum.“
Kompás Fangelsismál Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Sjá meira