„Fer enginn í fjölmiðla og reynir að sverta mitt mannorð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2023 09:01 Kristófer Acox fagnar sigri í leiknum í gær. Vísir/Bára Kristófer Acox, leikmaður Vals, ræddi ásakanir Lárusar Jónssonar, þjálfara Þórs, í sinn garð eftir oddaleik liðanna á Hlíðarenda í gærkvöld. Kristófer og félagar hans í Val eru komnir í úrslitaeinvígið á móti Tindastóli eftir að hafa unnið upp 2-0 forskot Þórsara og tryggt sér sigur í einvíginu með sjö stiga sigri í oddaleik. Jordan Semple, lykilmaður Þórsliðsins, meiddist í leik þrjú eftir samskipti við Kristfór. Lárus sakaði hann um að meiða Semple viljandi en baðst síðan afsökunar á því daginn eftir. KKÍ gaf síðan frá sér yfirlýsingu um að ekki hafi átt að refsa Kristófer fyrir atvikið. Kristófer og Lárus fóru yfir málin út á gólfi eftir oddaleikinn og Kristófer var spurður út í þau samskipti í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. Kristófer ræddi lengi við Lárus og hann var spurður út í það hvort þeir væru búnir að hreinsa loftið almennilega? „Já, ég held það. Þetta var ekkert alvarlegt. Við bara spjölluðum aðeins saman. Ég talaði aðeins við hann af því að ég var ekkert búinn að tjá mig um þetta persónulega eftir þessi viðtöl hans eftir leik fjögur,“ sagði Kristófer Acox. „Hann sá að sér daginn eftir náttúrulega og ég sagði honum að ég virði það að sjálfsögðu. Það er enginn að fara með mitt nafn í fjölmiðla og reyna að sverta mitt mannorð eða ásaka mig um eitthvað svona alvarlegt finnst mér,“ sagði Kristófer. „Ég veit það sjálfur og betur en allir og betur en allt fólkið á Facebook og alls staðar að ég var að sjálfsögðu ekki að reyna að meiða leikmanninn. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert og stend ekki fyrir,“ sagði Kristófer. „Það er búið núna og áfram gakk. Ég held að hann viti það líka sjálfur og við erum bara góðir,“ sagði Kristófer. Var þetta kannski einhver hugarleikur hjá Þórsþjálfaranum að reyna að komast inn í huga hans og huga dómarana? „Ég veit það ekki. Ég spurði hann ekki að því og það skiptir mig engu máli. Við hugsum bara um okkur númer eitt, tvö og þrjú. Við hlustum ekki á eitthvað utanaðkomandi rugl. Við þurfum að spila okkar leik en auðvitað var þetta mikill missir fyrir þá að missa bæði Pablo og Semple,“ sagði Kristófer. „Það er ekkert sem við gerum í. Við þurfum að mæta hvort sem er að mæta og spila með okkar fimm leikmenn inn á. Við getum ekki stjórnað hvað er að gerast hjá hinum liðunum, bara hjá okkur,“ sagði Kristófer Klippa: Kristófer Acox: Þetta var orðið óþægilegt Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllum og viðtöl: Valur - Þór - Þorlákshöfn 102 - 95| Valsmenn í úrslit annað árið í röð Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla er liðið vann sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik liðanna á Hlíðarenda í kvöld, 102-95. 2. maí 2023 23:33 Dómaranefnd KKÍ segir Kristófer ekki hafa átt skilið brottrekstur eða leikbann Dómaranefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í þriðja leik Vals og Þórs Þorlákshafnar í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. 1. maí 2023 18:30 Lárus biður Kristófer afsökunar: „Ekki mitt hlutverk að vera dómari í þessu máli“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, hefur beðið Kristófer Acox, leikmann Vals, afsökunar eftir að þjálfarinn sakaði Kristófer um að hafa viljandi meitt Jordan Semple í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta síðastliðinn fimmtudag. 1. maí 2023 13:07 „Úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu“ Jordan Semple var heillum horfinn þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær. Semple fór úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer Acox í þriðja leik liðanna og gat augljóslega ekki beitt sér af fullum krafti í leik gærdagsins. 1. maí 2023 10:15 Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“ Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum. 30. apríl 2023 21:52 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Kristófer og félagar hans í Val eru komnir í úrslitaeinvígið á móti Tindastóli eftir að hafa unnið upp 2-0 forskot Þórsara og tryggt sér sigur í einvíginu með sjö stiga sigri í oddaleik. Jordan Semple, lykilmaður Þórsliðsins, meiddist í leik þrjú eftir samskipti við Kristfór. Lárus sakaði hann um að meiða Semple viljandi en baðst síðan afsökunar á því daginn eftir. KKÍ gaf síðan frá sér yfirlýsingu um að ekki hafi átt að refsa Kristófer fyrir atvikið. Kristófer og Lárus fóru yfir málin út á gólfi eftir oddaleikinn og Kristófer var spurður út í þau samskipti í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. Kristófer ræddi lengi við Lárus og hann var spurður út í það hvort þeir væru búnir að hreinsa loftið almennilega? „Já, ég held það. Þetta var ekkert alvarlegt. Við bara spjölluðum aðeins saman. Ég talaði aðeins við hann af því að ég var ekkert búinn að tjá mig um þetta persónulega eftir þessi viðtöl hans eftir leik fjögur,“ sagði Kristófer Acox. „Hann sá að sér daginn eftir náttúrulega og ég sagði honum að ég virði það að sjálfsögðu. Það er enginn að fara með mitt nafn í fjölmiðla og reyna að sverta mitt mannorð eða ásaka mig um eitthvað svona alvarlegt finnst mér,“ sagði Kristófer. „Ég veit það sjálfur og betur en allir og betur en allt fólkið á Facebook og alls staðar að ég var að sjálfsögðu ekki að reyna að meiða leikmanninn. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert og stend ekki fyrir,“ sagði Kristófer. „Það er búið núna og áfram gakk. Ég held að hann viti það líka sjálfur og við erum bara góðir,“ sagði Kristófer. Var þetta kannski einhver hugarleikur hjá Þórsþjálfaranum að reyna að komast inn í huga hans og huga dómarana? „Ég veit það ekki. Ég spurði hann ekki að því og það skiptir mig engu máli. Við hugsum bara um okkur númer eitt, tvö og þrjú. Við hlustum ekki á eitthvað utanaðkomandi rugl. Við þurfum að spila okkar leik en auðvitað var þetta mikill missir fyrir þá að missa bæði Pablo og Semple,“ sagði Kristófer. „Það er ekkert sem við gerum í. Við þurfum að mæta hvort sem er að mæta og spila með okkar fimm leikmenn inn á. Við getum ekki stjórnað hvað er að gerast hjá hinum liðunum, bara hjá okkur,“ sagði Kristófer Klippa: Kristófer Acox: Þetta var orðið óþægilegt
Subway-deild karla Körfuboltakvöld Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Umfjöllum og viðtöl: Valur - Þór - Þorlákshöfn 102 - 95| Valsmenn í úrslit annað árið í röð Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla er liðið vann sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik liðanna á Hlíðarenda í kvöld, 102-95. 2. maí 2023 23:33 Dómaranefnd KKÍ segir Kristófer ekki hafa átt skilið brottrekstur eða leikbann Dómaranefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í þriðja leik Vals og Þórs Þorlákshafnar í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. 1. maí 2023 18:30 Lárus biður Kristófer afsökunar: „Ekki mitt hlutverk að vera dómari í þessu máli“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, hefur beðið Kristófer Acox, leikmann Vals, afsökunar eftir að þjálfarinn sakaði Kristófer um að hafa viljandi meitt Jordan Semple í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta síðastliðinn fimmtudag. 1. maí 2023 13:07 „Úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu“ Jordan Semple var heillum horfinn þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær. Semple fór úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer Acox í þriðja leik liðanna og gat augljóslega ekki beitt sér af fullum krafti í leik gærdagsins. 1. maí 2023 10:15 Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“ Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum. 30. apríl 2023 21:52 Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Sjá meira
Umfjöllum og viðtöl: Valur - Þór - Þorlákshöfn 102 - 95| Valsmenn í úrslit annað árið í röð Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sæti í úrslitaeinvígi Subway-deildar karla er liðið vann sjö stiga sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn í oddaleik liðanna á Hlíðarenda í kvöld, 102-95. 2. maí 2023 23:33
Dómaranefnd KKÍ segir Kristófer ekki hafa átt skilið brottrekstur eða leikbann Dómaranefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í þriðja leik Vals og Þórs Þorlákshafnar í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta. 1. maí 2023 18:30
Lárus biður Kristófer afsökunar: „Ekki mitt hlutverk að vera dómari í þessu máli“ Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, hefur beðið Kristófer Acox, leikmann Vals, afsökunar eftir að þjálfarinn sakaði Kristófer um að hafa viljandi meitt Jordan Semple í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta síðastliðinn fimmtudag. 1. maí 2023 13:07
„Úr þessu sjónarhorni finnst mér mjög sérstakt hvernig hann er að koma sér í burtu“ Jordan Semple var heillum horfinn þegar Þór Þorlákshöfn tók á móti Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfubolta í gær. Semple fór úr axlarlið eftir samskipti sín við Kristófer Acox í þriðja leik liðanna og gat augljóslega ekki beitt sér af fullum krafti í leik gærdagsins. 1. maí 2023 10:15
Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“ Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum. 30. apríl 2023 21:52
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti