„FH spurði mig ekkert að því“ Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2023 19:54 Pétur Pétursson hefur gert Val að Íslandsmeistara síðustu tvö ár í röð. VÍSIR/VILHELM „Mér fannst þetta bara góður leikur hjá báðum liðum. FH er erfitt að spila á móti, erfitt að vinna. Við berum mikla virðingu fyrir þeim og þegar upp er staðið er ég bara mjög sáttur með að vinna 2-0,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Vals, eftir sigurinn gegn FH í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. Miðvörðurinn ungi Arna Eiríksdóttir var ekki með FH í kvöld en hún var lánuð til félagsins frá Val á lokadegi félagaskiptagluggans í síðustu viku. Aðspurður hvort ekki hefði komið til greina að leyfa Örnu að spila leikinn svaraði Pétur: „FH spurði mig ekkert að því. Ég veit ekki hverju ég hefði svarað ef ég hefði verið spurður.“ Leikurinn var mjög opinn og skemmtilegur í fyrri hálfleik og komu nýliðar FH langt fram á völlinn gegn meisturum Vals sem skoruðu bæði mörk sín í fyrri hálfleiknum. Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði mörkin, það fyrra eftir slæm varnarmistök en það seinna eftir stungusendingu. „Þær spila agressívt fram á við, pressa mikið og eru bara gott lið. Ekki lið eins og við höfum séð koma upp úr 1. deildinni. Við gátum nýtt okkur það í fyrri hálfeik en áttum að gera betur í því í seinni hálfleiknum. Ásdís er búin að þroskast mikið hérna undanfarin ár og er að sýna alltaf meira og meira hvað hún getur. Við vitum að hún getur enn meira en þetta,“ sagði Pétur. Pétur hefur stólað á hina 18 ára gömlu Fanneyju Ingu Birkisdóttur í markinu í upphafi móts og hún átti frábæran leik í kvöld eftir að hafa einnig haldið hreinu gegn Breiðabliki í fyrstu umferð: „Fanney er bara góður markmaður og stóð sig vel í báðum þessum leikjum. Hún er alveg tilbúin í þetta,“ sagði Pétur, ánægður með byrjunina á mótinu. „Við erum búin að spila tvo erfiða leiki og það er frábært að hafa sex stig eftir þá, og hafa ekki fengið á sig mark.“ Besta deild kvenna Valur FH Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Miðvörðurinn ungi Arna Eiríksdóttir var ekki með FH í kvöld en hún var lánuð til félagsins frá Val á lokadegi félagaskiptagluggans í síðustu viku. Aðspurður hvort ekki hefði komið til greina að leyfa Örnu að spila leikinn svaraði Pétur: „FH spurði mig ekkert að því. Ég veit ekki hverju ég hefði svarað ef ég hefði verið spurður.“ Leikurinn var mjög opinn og skemmtilegur í fyrri hálfleik og komu nýliðar FH langt fram á völlinn gegn meisturum Vals sem skoruðu bæði mörk sín í fyrri hálfleiknum. Ásdís Karen Halldórsdóttir skoraði mörkin, það fyrra eftir slæm varnarmistök en það seinna eftir stungusendingu. „Þær spila agressívt fram á við, pressa mikið og eru bara gott lið. Ekki lið eins og við höfum séð koma upp úr 1. deildinni. Við gátum nýtt okkur það í fyrri hálfeik en áttum að gera betur í því í seinni hálfleiknum. Ásdís er búin að þroskast mikið hérna undanfarin ár og er að sýna alltaf meira og meira hvað hún getur. Við vitum að hún getur enn meira en þetta,“ sagði Pétur. Pétur hefur stólað á hina 18 ára gömlu Fanneyju Ingu Birkisdóttur í markinu í upphafi móts og hún átti frábæran leik í kvöld eftir að hafa einnig haldið hreinu gegn Breiðabliki í fyrstu umferð: „Fanney er bara góður markmaður og stóð sig vel í báðum þessum leikjum. Hún er alveg tilbúin í þetta,“ sagði Pétur, ánægður með byrjunina á mótinu. „Við erum búin að spila tvo erfiða leiki og það er frábært að hafa sex stig eftir þá, og hafa ekki fengið á sig mark.“
Besta deild kvenna Valur FH Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira