Kisur, brúðarkjólar og glimmeraðir þvengir á Met Gala Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. maí 2023 11:16 Lil Nas X hristi svo sannarlega upp í þema Met Gala í gærkvöldi. Taylor Hill/Getty Images Stórstjörnur heimsins sameinuðust á listasafninu The Met í gærkvöldi, fyrsta mánudag maí mánaðar, í tilefni af Met Gala. Er um að ræða árlegan góðgerðarviðburð sem hefur fyrir löngu skráð sig í sögubækurnar sem einn stærsti og glæsilegasti tískuviðburður ársins. Þemað var Karl Lagerfeld: A Line of Beauty. Lagerfeld var listrænn stjórnandi Chanel tískurisans og var markmið kvöldsins að heiðra arfleifð hans í tísku- og listheiminum. Lagerfeld lést úr krabbameini fyrir þremur árum síðan, þá áttatíu og fimm ára gamall. Leikarinn Jeremy Pope tók þemað alla leið og klæddist skikkju með andliti Lagerfelds. Neilson Barnard/MG23/Getty Images Kisur og þvengir Mikið var um svarta og hvíta liti á dreglinum í gær og eru þeir litir algjörlega í anda Lagerfelds. Þó voru sumir sem hristu upp í því og má þar meðal annars nefna að tónlistarmaðurinn Lil Nas X klæddist silfurlituðum Dior þveng og var þakinn silfur málningu, glimmeri, perlum og demöntum. Förðunarfræðingurinn Pat McGrath sá um förðunina en hún er sérfræðingur í einstakri og óhefðbundinni förðun og sá meðal annars um eftirminnilegt rautt lúkk fyrir tónlistarkonuna Doja Cat á Schiaparelli sýningunni í París fyrr á árinu. Lil Nas X var glæsilegur í Dior þveng með heildræna förðun eftir snillinginn Pat McGrath. Taylor Hill/Getty Images Lil Nas var með andlitsgrímu sem minnti á kisu en Lagerfeld var mikill kisumaður og átti köttinn Choupette Lagerfeld, sem hann sótti gjarnan innblástur til í hönnun sinni. Doja Cat tók kisuþemað einnig alla leið og klæddi sig upp sem kötturinn Choupette í glæsilegum Oscar de la Renta galakjól, með kisueyru og kattarnef. Doja Cat tók eftirnafnið alla leið og klæddi sig sem kisa.Jeff Kravitz/FilmMagic Glæsileg í brúðarkjól Kim Kardashian skein skært í hönnun Schiaparelli, þrátt fyrir háværar sögusagnir um að henni yrði ekki boðið á viðburðinn í ár. Tískuhúsið Schiaparelli hefur verið áberandi í ár og er Kim þekkt fyrir að vera með puttann á púlsinum þegar það kemur að heitustu hönnuðunum. Kim Kardashian er algjör perla í hönnun Schiaparelli.Taylor Hill/Getty Images Poppstjarnan Rihanna mætti seint, eða fashionably late eins og Met Gala kallaði það, og var algjör senuþjófur í glæsilegum hvítum Valentino brúðarkjól. Óléttubumban naut sín vel og var barnsfaðir hennar A$AP Rocky henni við hlið. Parið hefur ekki enn tilkynnt um trúlofun eða giftingu en brúðarkjóllinn gæti þó ýtt undir vangaveltur um hvort þau muni ganga í það heilaga á næstunni. Það eru fáir sem ná að skína jafn skært og stórstjarnan Rihanna.Jeff Kravitz/FilmMagic Umdeilt þema Ákvörðun stjórnarmeðlima Met Gala um að hafa þemað í tengslum við Karl Lagerfeld hefur verið umdeild, þar sem Lagerfeld var umdeildur maður. Í gegnum tíðina lét hann ýmis orð falla sem féllu ekki vel í kramið hjá öllum og gáfu til kynna fordóma. Leikkonan Jameela Jamil var meðal þeirra sem tjáði sig um þetta en á Instagram síðu sinni skrifaði hún meðal annars að Lagerfeld hafi opinberlega talað gegn konum, MeToo hreyfingunni, flóttafólki og feitu fólki. View this post on Instagram A post shared by Jameela Jamil (@jameelajamil) Tónlistarkonan Lizzo var meðal gesta Met Gala í gær en hún hefur talað opinskátt um jákvæða líkamsímynd og fjölbreytileika, bæði í lögum sínum sem og viðtölum. Hún birti mynd af sér á Instagram frá kvöldinu þar sem hún er stödd í eldhúsi að borða franskar, klædd í Chanel galakjól. View this post on Instagram A post shared by Lizzo (@lizzobeeating) Sumir aðdáendur söngkonunnar hafa skilið eftir athugasemdir við myndina þar sem þeir þakka henni fyrir að ögra hugmyndafræði Lagerfelds með þessari mynd, á meðan að aðrir hafa gagnrýnt hana fyrir það að taka þátt á Met Gala í ár sökum þemans. Lizzo klæddist Chanel kjól í gær en Lagerfeld var listrænn stjórnandi tískuhússins í mörg ár.Taylor Hill/Getty Images Hér má sjá fleiri myndir af stjörnum gærkvöldsins: Black Panther: Wakanda Forever stjarnan Michaela Coel skein bókstaflega skært á Met Gala í gær, klædd í Schiaparelli, sem virðist vera einn heitasti hönnuðurinn í dag. Coel sat í stjórn Met Gala í ár.Jeff Kravitz/FilmMagic Paris Hilton var að sjálfsögðu meðal gesta á Met Gala en hún var mikill aðdáandi Lagerfelds. Hilton klæðist hér svörtum síðkjól frá Marc Jacobs.Taylor Hill/Getty Images Cardi B klæddist þemalitum Lagerfelds í kjól frá CHENPENG.Taylor Hill/Getty Images Leikarinn Pedro Pascal var í rauðu og svörtu setti frá tískurisanum Valentino. Taylor Hill/Getty Images Söng- og leikkonan Janelle Monae klæddist nokkrum lögum af flíkum í upphafi kvöldsins.Taylor Hill/Getty Images Leikkonan Aubrey Plaza sló á létta strengi og lék sér með tískupósur á dreglinum. Hún er klædd í hönnun Stellu McCartney.Taylor Hill/Getty Images Súpermódelið Cara Delevigne klæddist svörtu og hvítu í anda Karls Lagerfeld en þau unnu náið saman í gegnum tíðina.Taylor Hill/Getty Images Óskarsverðlaunahafinn Michelle Yeoh var elegant í svörtu og hvítu litum Lagerfelds í gær John Shearer/WireImage Raunveruleikastjarnan og viðskipta mógúllinn Kylie Jenner var algjör bomba í sérhönnuðum rauðum kjól frá Jean Paul Gaultier. Taylor Hill/Getty Images Ofurfyrirsæturnar Kendall Jenner og Gigi Hadid virðast hafa skemmt sér vel í gærkvöldi.Sean Zanni/Patrick McMullan via Getty Images Serena Williams mætti á Met Gala og opinberaði að hún ætti von á öðru barni.Taylor Hill/Getty Images Bandaríkin Tíska og hönnun Menning Hollywood Tengdar fréttir Serena opinberaði að hún ætti von á öðru barni Bandaríska tennisgöðsögnin Serena Williams hefur opinberað að hún eigi von á sínu öðru barni. 2. maí 2023 08:54 Virðist vera á leiðinni á Met Gala eftir allt saman Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian virðist vera á leiðinni á Met Gala á mánudaginn, þrátt fyrir háværar sögusagnir um að henni yrði ekki boðið á viðburðinn í ár. 28. apríl 2023 15:35 Svipta hulunni af þema Met Gala Óhætt er að segja að hinn árlegi Met Gala viðburður sé einn stærsti tískuviðburður ársins. Á hverju ári er valið sérstakt þema fyrir viðburðinn sem skærustu stjörnur heims klæða sig eftir. Það hafa því eflaust margir beðið spenntir eftir því að fá að vita hvaða þema verður fyrir valinu fyrir þennan stórviðburð á næsta ári. 30. september 2022 18:00 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Þemað var Karl Lagerfeld: A Line of Beauty. Lagerfeld var listrænn stjórnandi Chanel tískurisans og var markmið kvöldsins að heiðra arfleifð hans í tísku- og listheiminum. Lagerfeld lést úr krabbameini fyrir þremur árum síðan, þá áttatíu og fimm ára gamall. Leikarinn Jeremy Pope tók þemað alla leið og klæddist skikkju með andliti Lagerfelds. Neilson Barnard/MG23/Getty Images Kisur og þvengir Mikið var um svarta og hvíta liti á dreglinum í gær og eru þeir litir algjörlega í anda Lagerfelds. Þó voru sumir sem hristu upp í því og má þar meðal annars nefna að tónlistarmaðurinn Lil Nas X klæddist silfurlituðum Dior þveng og var þakinn silfur málningu, glimmeri, perlum og demöntum. Förðunarfræðingurinn Pat McGrath sá um förðunina en hún er sérfræðingur í einstakri og óhefðbundinni förðun og sá meðal annars um eftirminnilegt rautt lúkk fyrir tónlistarkonuna Doja Cat á Schiaparelli sýningunni í París fyrr á árinu. Lil Nas X var glæsilegur í Dior þveng með heildræna förðun eftir snillinginn Pat McGrath. Taylor Hill/Getty Images Lil Nas var með andlitsgrímu sem minnti á kisu en Lagerfeld var mikill kisumaður og átti köttinn Choupette Lagerfeld, sem hann sótti gjarnan innblástur til í hönnun sinni. Doja Cat tók kisuþemað einnig alla leið og klæddi sig upp sem kötturinn Choupette í glæsilegum Oscar de la Renta galakjól, með kisueyru og kattarnef. Doja Cat tók eftirnafnið alla leið og klæddi sig sem kisa.Jeff Kravitz/FilmMagic Glæsileg í brúðarkjól Kim Kardashian skein skært í hönnun Schiaparelli, þrátt fyrir háværar sögusagnir um að henni yrði ekki boðið á viðburðinn í ár. Tískuhúsið Schiaparelli hefur verið áberandi í ár og er Kim þekkt fyrir að vera með puttann á púlsinum þegar það kemur að heitustu hönnuðunum. Kim Kardashian er algjör perla í hönnun Schiaparelli.Taylor Hill/Getty Images Poppstjarnan Rihanna mætti seint, eða fashionably late eins og Met Gala kallaði það, og var algjör senuþjófur í glæsilegum hvítum Valentino brúðarkjól. Óléttubumban naut sín vel og var barnsfaðir hennar A$AP Rocky henni við hlið. Parið hefur ekki enn tilkynnt um trúlofun eða giftingu en brúðarkjóllinn gæti þó ýtt undir vangaveltur um hvort þau muni ganga í það heilaga á næstunni. Það eru fáir sem ná að skína jafn skært og stórstjarnan Rihanna.Jeff Kravitz/FilmMagic Umdeilt þema Ákvörðun stjórnarmeðlima Met Gala um að hafa þemað í tengslum við Karl Lagerfeld hefur verið umdeild, þar sem Lagerfeld var umdeildur maður. Í gegnum tíðina lét hann ýmis orð falla sem féllu ekki vel í kramið hjá öllum og gáfu til kynna fordóma. Leikkonan Jameela Jamil var meðal þeirra sem tjáði sig um þetta en á Instagram síðu sinni skrifaði hún meðal annars að Lagerfeld hafi opinberlega talað gegn konum, MeToo hreyfingunni, flóttafólki og feitu fólki. View this post on Instagram A post shared by Jameela Jamil (@jameelajamil) Tónlistarkonan Lizzo var meðal gesta Met Gala í gær en hún hefur talað opinskátt um jákvæða líkamsímynd og fjölbreytileika, bæði í lögum sínum sem og viðtölum. Hún birti mynd af sér á Instagram frá kvöldinu þar sem hún er stödd í eldhúsi að borða franskar, klædd í Chanel galakjól. View this post on Instagram A post shared by Lizzo (@lizzobeeating) Sumir aðdáendur söngkonunnar hafa skilið eftir athugasemdir við myndina þar sem þeir þakka henni fyrir að ögra hugmyndafræði Lagerfelds með þessari mynd, á meðan að aðrir hafa gagnrýnt hana fyrir það að taka þátt á Met Gala í ár sökum þemans. Lizzo klæddist Chanel kjól í gær en Lagerfeld var listrænn stjórnandi tískuhússins í mörg ár.Taylor Hill/Getty Images Hér má sjá fleiri myndir af stjörnum gærkvöldsins: Black Panther: Wakanda Forever stjarnan Michaela Coel skein bókstaflega skært á Met Gala í gær, klædd í Schiaparelli, sem virðist vera einn heitasti hönnuðurinn í dag. Coel sat í stjórn Met Gala í ár.Jeff Kravitz/FilmMagic Paris Hilton var að sjálfsögðu meðal gesta á Met Gala en hún var mikill aðdáandi Lagerfelds. Hilton klæðist hér svörtum síðkjól frá Marc Jacobs.Taylor Hill/Getty Images Cardi B klæddist þemalitum Lagerfelds í kjól frá CHENPENG.Taylor Hill/Getty Images Leikarinn Pedro Pascal var í rauðu og svörtu setti frá tískurisanum Valentino. Taylor Hill/Getty Images Söng- og leikkonan Janelle Monae klæddist nokkrum lögum af flíkum í upphafi kvöldsins.Taylor Hill/Getty Images Leikkonan Aubrey Plaza sló á létta strengi og lék sér með tískupósur á dreglinum. Hún er klædd í hönnun Stellu McCartney.Taylor Hill/Getty Images Súpermódelið Cara Delevigne klæddist svörtu og hvítu í anda Karls Lagerfeld en þau unnu náið saman í gegnum tíðina.Taylor Hill/Getty Images Óskarsverðlaunahafinn Michelle Yeoh var elegant í svörtu og hvítu litum Lagerfelds í gær John Shearer/WireImage Raunveruleikastjarnan og viðskipta mógúllinn Kylie Jenner var algjör bomba í sérhönnuðum rauðum kjól frá Jean Paul Gaultier. Taylor Hill/Getty Images Ofurfyrirsæturnar Kendall Jenner og Gigi Hadid virðast hafa skemmt sér vel í gærkvöldi.Sean Zanni/Patrick McMullan via Getty Images Serena Williams mætti á Met Gala og opinberaði að hún ætti von á öðru barni.Taylor Hill/Getty Images
Bandaríkin Tíska og hönnun Menning Hollywood Tengdar fréttir Serena opinberaði að hún ætti von á öðru barni Bandaríska tennisgöðsögnin Serena Williams hefur opinberað að hún eigi von á sínu öðru barni. 2. maí 2023 08:54 Virðist vera á leiðinni á Met Gala eftir allt saman Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian virðist vera á leiðinni á Met Gala á mánudaginn, þrátt fyrir háværar sögusagnir um að henni yrði ekki boðið á viðburðinn í ár. 28. apríl 2023 15:35 Svipta hulunni af þema Met Gala Óhætt er að segja að hinn árlegi Met Gala viðburður sé einn stærsti tískuviðburður ársins. Á hverju ári er valið sérstakt þema fyrir viðburðinn sem skærustu stjörnur heims klæða sig eftir. Það hafa því eflaust margir beðið spenntir eftir því að fá að vita hvaða þema verður fyrir valinu fyrir þennan stórviðburð á næsta ári. 30. september 2022 18:00 Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Fleiri fréttir Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Serena opinberaði að hún ætti von á öðru barni Bandaríska tennisgöðsögnin Serena Williams hefur opinberað að hún eigi von á sínu öðru barni. 2. maí 2023 08:54
Virðist vera á leiðinni á Met Gala eftir allt saman Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kim Kardashian virðist vera á leiðinni á Met Gala á mánudaginn, þrátt fyrir háværar sögusagnir um að henni yrði ekki boðið á viðburðinn í ár. 28. apríl 2023 15:35
Svipta hulunni af þema Met Gala Óhætt er að segja að hinn árlegi Met Gala viðburður sé einn stærsti tískuviðburður ársins. Á hverju ári er valið sérstakt þema fyrir viðburðinn sem skærustu stjörnur heims klæða sig eftir. Það hafa því eflaust margir beðið spenntir eftir því að fá að vita hvaða þema verður fyrir valinu fyrir þennan stórviðburð á næsta ári. 30. september 2022 18:00