Barnanauðgarar eiga nú yfir höfði sér dauðarefsingu í Flórída Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. maí 2023 08:28 DeSantis segir Flórída munu berjast fyrir lögunum fyrir hæstarétti. AP/Alex Brandon Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og mögulegur forsetaframbjóðandi, hefur undirritað lög sem útvíkka dauðarefsinguna í ríkinu. Hér eftir verður hægt að dæma þá sem eru fundnir sekir um að nauðga barni yngra en 12 ára til dauða. DeSantis sagði við undirritunina að Flórída stæði vörð um öryggi barna en þrátt fyrir að umrætt frumvarp hafi verið samþykkt með miklum meirihluta atkvæða þykir nokkuð öruggt að þau stangist á við stjórnarskrá landsins og yrðu felld úr gildi ef þau rötuðu til hæstaréttar. Hæstiréttur hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að ríkjum sé óheimilt að taka barnaníðinga af lífi, nema þegar þeir myrða fórnarlömb sín. Sá dómur féll árið 2008 og varðaði lög í Louisiana, sem voru nær samhljóða þeim sem voru samþykkt í Flórída. Fimm hæstaréttardómarar voru fylgjandi því að ógilda lögin og fjórir á móti. In Florida, we believe it s only appropriate that the worst of the worst crimes deserve the worst of the worst punishment. pic.twitter.com/pOg4UYe92m— Ron DeSantis (@GovRonDeSantis) May 1, 2023 Þegar umrætt mál kom upp var ákvörðun hæstaréttar fagnað af félagsráðgjöfum og verjendum, sem sögðu fórnarlömb barnaníðs mögulega myndu verða tregari til að tilkynna um ofbeldið vitandi það að gerandinn yrði mögulega dæmdur til dauða. Þá myndu nauðgarar mögulega verða líklegri til að myrða fórnarlömb sín ef þeir vissu að þeir ættu dauðarefsingu yfir höfði sér vegna brota sinna. DeSantis, sem er enn talinn líklegur til að bjóða sig fram gegn Donald Trump í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, sagði hins vegar að hæstiréttur hefði ekki horft til þeirra áhrifa sem barnaníð hefði á fórnarlömb og fjölskyldur þeirra. Flórída myndi berjast fyrir lögunum ef lagasetninginn yrði tekin fyrir af hæstarétti. DeSantis undirritaði önnur lög er varða dauðarefsinguna í síðasta mánuði. Nú nægir að aðeins átta af tólf kviðdómendum séu sammála um að dæma mann til dauða en áður var krafist samhljóða samþykkis. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hæstiréttur Bandaríkjanna Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Dauðarefsingar Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sjá meira
DeSantis sagði við undirritunina að Flórída stæði vörð um öryggi barna en þrátt fyrir að umrætt frumvarp hafi verið samþykkt með miklum meirihluta atkvæða þykir nokkuð öruggt að þau stangist á við stjórnarskrá landsins og yrðu felld úr gildi ef þau rötuðu til hæstaréttar. Hæstiréttur hefur áður komist að þeirri niðurstöðu að ríkjum sé óheimilt að taka barnaníðinga af lífi, nema þegar þeir myrða fórnarlömb sín. Sá dómur féll árið 2008 og varðaði lög í Louisiana, sem voru nær samhljóða þeim sem voru samþykkt í Flórída. Fimm hæstaréttardómarar voru fylgjandi því að ógilda lögin og fjórir á móti. In Florida, we believe it s only appropriate that the worst of the worst crimes deserve the worst of the worst punishment. pic.twitter.com/pOg4UYe92m— Ron DeSantis (@GovRonDeSantis) May 1, 2023 Þegar umrætt mál kom upp var ákvörðun hæstaréttar fagnað af félagsráðgjöfum og verjendum, sem sögðu fórnarlömb barnaníðs mögulega myndu verða tregari til að tilkynna um ofbeldið vitandi það að gerandinn yrði mögulega dæmdur til dauða. Þá myndu nauðgarar mögulega verða líklegri til að myrða fórnarlömb sín ef þeir vissu að þeir ættu dauðarefsingu yfir höfði sér vegna brota sinna. DeSantis, sem er enn talinn líklegur til að bjóða sig fram gegn Donald Trump í forvali Repúblikana fyrir forsetakosningarnar á næsta ári, sagði hins vegar að hæstiréttur hefði ekki horft til þeirra áhrifa sem barnaníð hefði á fórnarlömb og fjölskyldur þeirra. Flórída myndi berjast fyrir lögunum ef lagasetninginn yrði tekin fyrir af hæstarétti. DeSantis undirritaði önnur lög er varða dauðarefsinguna í síðasta mánuði. Nú nægir að aðeins átta af tólf kviðdómendum séu sammála um að dæma mann til dauða en áður var krafist samhljóða samþykkis.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Hæstiréttur Bandaríkjanna Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Dauðarefsingar Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Fleiri fréttir Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sjá meira