Handbolti

Færeyjar á EM í fyrsta skipti þrátt fyrir tap

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Færeyingar eru á leið á EM í fyrsta skipti.
Færeyingar eru á leið á EM í fyrsta skipti. Færeyska handknattleikssambandið

Færeyingar eru búnir að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í handbolta sem fram fer í Þýskalandi í janúar á næsta ári.

Færeyingar máttu þola fimm marka tap gegn Austurríki í dag, 38-33, en þrátt fyrir það gat liðið leyft sér að fagna í leikslok.

Færeyjar höfnuðu í þriðja sæti síns riðils með fjögur stig eftir sigra gegn Úkraínu og Rúmeníu, en aðeins tvö lið úr hverjum riðli fá beint sæti á EM.

Hins vegar fá fjögur lið sem eru með bestan árangur í þriðja sæti riðlanna einnig sæti á EM og þar eru Færeyingar með þriðja besta árangurinn. Færeyjar verða því með á Evrópumótinu í handbolta í Þýskalandi í janúar á næsta ári, í fyrsta sinn í sögunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×