Erlent

Sögð hafa káfað á ungum karl­mönnum og segir af sér

Bjarki Sigurðsson skrifar
Lizette Risgaard hefur sagt af sér.
Lizette Risgaard hefur sagt af sér. EPA/Emil Nicolai Helms

Formaður Fagbevægelsens Hovedorganisation, alþýðusambandsins í Danmörku, hefur sagt af sér vegna ásakana um að hafa farið yfir mörk í samskiptum sínum við unga karlmenn. Síðustu daga hafa nokkrir meðlimir sambandsins kallað eftir því að hún segði af sér. 

Á fimmtudaginn greindu bæði Berlingske og Ekstra Bladet frá því að nokkrir ungir karlmenn hefðu upplifað að Lizette Risgaard, formaður alþýðusambandsins í Danmörku, færi yfir mörk þeirra. Á hún meðal annars að hafa snert á þeim rassinn og dansað of nálægt þeim. 

Vegna þessara frétta fór yfirstjórn sambandsins í rannsókn en Risgaard vildi halda áfram sem formaður. Eftir að nokkrir meðlimir kröfðust þess að hún segði af sér ákvað hún að stíga tímabundið til hliðar. Í morgun greindi hún hins vegar frá því að hún væri búin að segja af sér.

Danska blaðakonan Gitte Redder segir að þetta hafi verið eina leiðin fyrir Risgaard. Hún hafi ekki geta unnið traust fólks til baka eftir þetta. 

Í tilkynningu sem Risgaard birtir á Facebook-síðu sinni segist hún vera vonsvikin með hvernig málin þróuðust. 

Hún segist hafa beðið karlmennina afsökunar á því að hafa farið yfir mörk þeirra en kallar eftir því að málið verði rannsakað á réttan hátt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×