„Ég er eiginlega farinn að elska varnarleikinn meira en sóknarleikinn“ Hinrik Wöhler skrifar 29. apríl 2023 19:47 Arnar Gunnlaugsson þjálfari Víkings Vísir/Diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var stoltur af sínum mönnum eftir baráttusigur á móti KA í Víkinni í kvöld. „Við vorum virkilega að herja á þá í seinni hálfleik, við áttum sókn eftir sókn og þeir voru farnir að þreytast. Farnir að bakka verulega og kannski sáttari með stig en við þrýstum okkur áfram og héldum okkur við leikplanið. Við vorum ekki að hlaupa úr stöðum og vitum að það eru mörk í þessu liði,“ sagði Arnar eftir leik en Víkingar þurftu að bíða í 87 mínútur eftir fyrsta og eina marki leiksins. „Við vorum í vandræðum fyrstu 25 mínúturnar og KA-liðið var með okkur algjörlega upp við kaðlana. Sem betur fer náðum við að grafa djúpt og ekki fá á okkur mark, það lagði grunninn fyrir því að við áttum möguleika að vinna þennan leik.“ Norðanmenn byrjuðu leikinn betur og voru sterkari aðilinn framan af fyrri hálfleik en náðu þó ekki að nýta sér þann meðbyr. „Þetta er bara stundum svona, ég fæ slæma tilfinningu í upphitun. Þetta var eitthvað flatt, mikið af klaufalegum mistökum og menn ekki alveg að finna taktinn. Við þurftum að suffera og gerðum það mjög vel, fengum ekki á okkur mark sem veitti okkur platform að fara inn í hálfleikinn. Seinasta korterið í fyrri hálfleik var mjög gott og allur seinni hálfleikur var frábærlega útfærður af okkur hálfu. Við brutum þá hægt og bítandi niður, við fengum ekki mörg færi en við fengum margar sóknir,“ sagði Arnar. Gunnar Vatnhamar, færeyskur varnarmaður Víkinga, skoraði laglegt skallamark fyrir Víkinga eftir hnitmiðaða fyrirgjöf af hægri kantinum frá Karli Friðleifi. „Frábær sókn, við töluðum um þetta fyrir leikinn að við getum bætt fyrirgjafirnar okkar verulega og við erum að fylla teiginn mjög vel. Geggjað sigurmark.“ Víkingar hafa nú sigrað alla fjóra leiki sína í Bestu deild karla og fara frábærlega af stað. Meira er að liðið á enn eftir að fá á sig mark. „Ég veit ekki hvað ég er að breytast í, ég er eiginlega farinn að elska varnarleikinn meira en sóknarleikinn. Þetta er ótrúlegt. Það er svo mikið passion í öllum að verja markið sitt, frá fremsta manni til þess aftasta. Menn eru að fagna þegar tækling er unninn og skallaeinvígi, þetta er akkúrat hugarfar sem lið sem ætlar sér titilinn eiga að vera með. Fjórir leikir og fjögur hrein lök, það er ekki hægt að biðja um meira,“ sagði fyrrum sóknarmaðurinn Arnar Gunnlaugsson í lokinn. Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur – KA 1-0 | Fullkomin byrjun Víkinga heldur áfram Víkingar tróna enn á toppi Bestu-deildar karla eftir 1-0 sigur gegn KA í fjórðu umferð deildarinnar í kvöld. Víkingar eru enn með fullt hús stiga og hafa ekki enn fengið á sig mark. 29. apríl 2023 19:00 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Fleiri fréttir Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Í beinni: Tottenham - Frankfurt | Grýtt leið til að bjarga tímabilinu Í beinni: Celje - Fiorentina | Kemst Albert í undanúrslit? Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Sjá meira
„Við vorum virkilega að herja á þá í seinni hálfleik, við áttum sókn eftir sókn og þeir voru farnir að þreytast. Farnir að bakka verulega og kannski sáttari með stig en við þrýstum okkur áfram og héldum okkur við leikplanið. Við vorum ekki að hlaupa úr stöðum og vitum að það eru mörk í þessu liði,“ sagði Arnar eftir leik en Víkingar þurftu að bíða í 87 mínútur eftir fyrsta og eina marki leiksins. „Við vorum í vandræðum fyrstu 25 mínúturnar og KA-liðið var með okkur algjörlega upp við kaðlana. Sem betur fer náðum við að grafa djúpt og ekki fá á okkur mark, það lagði grunninn fyrir því að við áttum möguleika að vinna þennan leik.“ Norðanmenn byrjuðu leikinn betur og voru sterkari aðilinn framan af fyrri hálfleik en náðu þó ekki að nýta sér þann meðbyr. „Þetta er bara stundum svona, ég fæ slæma tilfinningu í upphitun. Þetta var eitthvað flatt, mikið af klaufalegum mistökum og menn ekki alveg að finna taktinn. Við þurftum að suffera og gerðum það mjög vel, fengum ekki á okkur mark sem veitti okkur platform að fara inn í hálfleikinn. Seinasta korterið í fyrri hálfleik var mjög gott og allur seinni hálfleikur var frábærlega útfærður af okkur hálfu. Við brutum þá hægt og bítandi niður, við fengum ekki mörg færi en við fengum margar sóknir,“ sagði Arnar. Gunnar Vatnhamar, færeyskur varnarmaður Víkinga, skoraði laglegt skallamark fyrir Víkinga eftir hnitmiðaða fyrirgjöf af hægri kantinum frá Karli Friðleifi. „Frábær sókn, við töluðum um þetta fyrir leikinn að við getum bætt fyrirgjafirnar okkar verulega og við erum að fylla teiginn mjög vel. Geggjað sigurmark.“ Víkingar hafa nú sigrað alla fjóra leiki sína í Bestu deild karla og fara frábærlega af stað. Meira er að liðið á enn eftir að fá á sig mark. „Ég veit ekki hvað ég er að breytast í, ég er eiginlega farinn að elska varnarleikinn meira en sóknarleikinn. Þetta er ótrúlegt. Það er svo mikið passion í öllum að verja markið sitt, frá fremsta manni til þess aftasta. Menn eru að fagna þegar tækling er unninn og skallaeinvígi, þetta er akkúrat hugarfar sem lið sem ætlar sér titilinn eiga að vera með. Fjórir leikir og fjögur hrein lök, það er ekki hægt að biðja um meira,“ sagði fyrrum sóknarmaðurinn Arnar Gunnlaugsson í lokinn.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík KA Tengdar fréttir Leik lokið: Víkingur – KA 1-0 | Fullkomin byrjun Víkinga heldur áfram Víkingar tróna enn á toppi Bestu-deildar karla eftir 1-0 sigur gegn KA í fjórðu umferð deildarinnar í kvöld. Víkingar eru enn með fullt hús stiga og hafa ekki enn fengið á sig mark. 29. apríl 2023 19:00 Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu Körfubolti Lífsferill íþróttamannsins: Landsliðsmenn leika sér Sport Fyrrverandi heimsmeistari í snóker ákærður fyrir að misnota börn Sport Fleiri fréttir Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Í beinni: Lyon - Man. Utd | Onana og Matic hófu stríðið Í beinni: Tottenham - Frankfurt | Grýtt leið til að bjarga tímabilinu Í beinni: Celje - Fiorentina | Kemst Albert í undanúrslit? Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Bað Cubarsi afsökunar á því að hafa stolið fyrsta markinu hans Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Sjá meira
Leik lokið: Víkingur – KA 1-0 | Fullkomin byrjun Víkinga heldur áfram Víkingar tróna enn á toppi Bestu-deildar karla eftir 1-0 sigur gegn KA í fjórðu umferð deildarinnar í kvöld. Víkingar eru enn með fullt hús stiga og hafa ekki enn fengið á sig mark. 29. apríl 2023 19:00
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti