„Stefán var mikill öðlingur og mikill meistari“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. apríl 2023 13:00 Umslagið er eitt það þekktasta í íslensku póst pönk senunni. SH Draumur Stefán Grímsson, tónlistarmaður og skáld, er látinn 73 ára að aldri. Hann lést miðvikudaginn 26. apríl eftir tveggja vikna legu á spítala. Stefán var einna best þekktur sem andlit plötunnar Goð með hljómsveitinni Svarthvítum Draumi. Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni, söngvari og bassaleikari sveitarinnar minnist Stefáns með mikilli hlýju. „Stefán var mikill öðlingur og mikill meistari,“ segir Gunnar sem er alinn upp í Kópavoginum þar sem Stefán bjó. En Stefán var félagi bróður vinar Gunnars. „Okkur nokkrum Kópavogsbúum fannst þetta geggjuð týpa. Bæði fyrir útlit og lífstíl. Hann vakti áhuga okkar og við bárum mikla virðingu fyrir honum.“ Lýsir Gunnar Stefáni sem lífskúnstner og allra handa listamanni. Hann átti Volkswagen og kött og hafði mjög einstak útlit. Dr. Gunni minnist Stefáns með hlýju.Árni Hjörvar Árnason „Stefán var mjög duglegur að mæta á tónleika upp úr 1980. Hann var í senunni og vegna útlitsins bar mikið á honum,“ segir Gunnar. Sjálfur hafi Stefán verið lunkinn með bassann og verið mikið í dub-bassaleik. Gaman að vekja eftirtekt Stefán var í ítarlegu viðtali hjá DV árið 2004. Þar greindi hann frá miklum vanda í sínu lífi. Foreldrar hans höfðu báðir látist úr krabbameini árið 1973 og eftir það sökk hann í djúpt þunglyndi og átti erfitt með áfengi. Hann glímdi einnig við aðrar geðfatlanir og flogaveiki og var öryrki. En Stefán hafði líka gaman af lífinu og var skapandi. Auk tónlistarinnar orti hann ljóð og málaði myndir. Þó að hann væri stundum feiminn við að sýna verkin. Í viðtalinu kemur fram að Stefán hafi verið mikill safnari sem henti aldrei neinu. Einnig að hann hafi verið kommúnisti, þó lítt hrifinn af Lenín eða Stalín, og trúaður á guð og sótti messur í Fíladelfíu. Hann hafði líka unnið bug á áfengisvandanum og sótti AA fundi. Stefán gekk oft um í þykkbotna kvenmannsskóm, með naglalakk og farða. „Ég er svoleiðis týpa og hef alltaf verið. Mér finnst gaman að vekja eftirtekt,“ sagði Stefán í viðtalinu. Stefán átti ekki alltaf auðvelt líf. Hann glímdi við andlega erfiðleika og flogaveiki.SH Draumur En hann var einnig með mikið og sítt skegg, sem hann sagðist hafa byrjað að safna í gagnfræðaskóla. „Þá byrjaði einhver að kalla mig geit sem hefur loðað við mig síðan.“ Lífsneistinn slokknar Eins og áður segir fengu meðlimir SH Draums Stefán til að sitja fyrir á plötunni. Er umslagið eitt það þekktasta í íslensku póst-pönk bylgjunni. „Okkur fannst þetta liggja í augum uppi. Hann var til í að sitja fyrir og afgangurinn er saga,“ segir Gunnar um tilurð þessa umslags. SH Draumur kom saman árið 2011 og hélt tónleika. Þar seldu þeir boli með myndinni frægu af Stefáni og hann fékk allan ágóðann af sölunni. „Við buðum honum á tónleikana sem heiðursgest en hann þáði það ekki. Hann bar fyrir sig félagsfælni,“ segir Gunnar. Hljómsveitin heimsótti hann hins vegar á sambýlið þar sem hann bjó seinustu árin. En þá var hann farinn að einangra sig meira. „Eins og vill gerast þá slokknar lífsneistinn hjá fólki,“ segir Gunnar. Andlát Tónlist Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira
Gunnar Lárus Hjálmarsson, Dr. Gunni, söngvari og bassaleikari sveitarinnar minnist Stefáns með mikilli hlýju. „Stefán var mikill öðlingur og mikill meistari,“ segir Gunnar sem er alinn upp í Kópavoginum þar sem Stefán bjó. En Stefán var félagi bróður vinar Gunnars. „Okkur nokkrum Kópavogsbúum fannst þetta geggjuð týpa. Bæði fyrir útlit og lífstíl. Hann vakti áhuga okkar og við bárum mikla virðingu fyrir honum.“ Lýsir Gunnar Stefáni sem lífskúnstner og allra handa listamanni. Hann átti Volkswagen og kött og hafði mjög einstak útlit. Dr. Gunni minnist Stefáns með hlýju.Árni Hjörvar Árnason „Stefán var mjög duglegur að mæta á tónleika upp úr 1980. Hann var í senunni og vegna útlitsins bar mikið á honum,“ segir Gunnar. Sjálfur hafi Stefán verið lunkinn með bassann og verið mikið í dub-bassaleik. Gaman að vekja eftirtekt Stefán var í ítarlegu viðtali hjá DV árið 2004. Þar greindi hann frá miklum vanda í sínu lífi. Foreldrar hans höfðu báðir látist úr krabbameini árið 1973 og eftir það sökk hann í djúpt þunglyndi og átti erfitt með áfengi. Hann glímdi einnig við aðrar geðfatlanir og flogaveiki og var öryrki. En Stefán hafði líka gaman af lífinu og var skapandi. Auk tónlistarinnar orti hann ljóð og málaði myndir. Þó að hann væri stundum feiminn við að sýna verkin. Í viðtalinu kemur fram að Stefán hafi verið mikill safnari sem henti aldrei neinu. Einnig að hann hafi verið kommúnisti, þó lítt hrifinn af Lenín eða Stalín, og trúaður á guð og sótti messur í Fíladelfíu. Hann hafði líka unnið bug á áfengisvandanum og sótti AA fundi. Stefán gekk oft um í þykkbotna kvenmannsskóm, með naglalakk og farða. „Ég er svoleiðis týpa og hef alltaf verið. Mér finnst gaman að vekja eftirtekt,“ sagði Stefán í viðtalinu. Stefán átti ekki alltaf auðvelt líf. Hann glímdi við andlega erfiðleika og flogaveiki.SH Draumur En hann var einnig með mikið og sítt skegg, sem hann sagðist hafa byrjað að safna í gagnfræðaskóla. „Þá byrjaði einhver að kalla mig geit sem hefur loðað við mig síðan.“ Lífsneistinn slokknar Eins og áður segir fengu meðlimir SH Draums Stefán til að sitja fyrir á plötunni. Er umslagið eitt það þekktasta í íslensku póst-pönk bylgjunni. „Okkur fannst þetta liggja í augum uppi. Hann var til í að sitja fyrir og afgangurinn er saga,“ segir Gunnar um tilurð þessa umslags. SH Draumur kom saman árið 2011 og hélt tónleika. Þar seldu þeir boli með myndinni frægu af Stefáni og hann fékk allan ágóðann af sölunni. „Við buðum honum á tónleikana sem heiðursgest en hann þáði það ekki. Hann bar fyrir sig félagsfælni,“ segir Gunnar. Hljómsveitin heimsótti hann hins vegar á sambýlið þar sem hann bjó seinustu árin. En þá var hann farinn að einangra sig meira. „Eins og vill gerast þá slokknar lífsneistinn hjá fólki,“ segir Gunnar.
Andlát Tónlist Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Fleiri fréttir Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum Sjá meira