Erlent

Banda­ríkin og Suður-Kórea undir­rita kjarn­orku­vopna­samning

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Forseti Suður-Kóreu var í opinberri heimsókn í Washington þar sem samningurinn var undirritaður. 
Forseti Suður-Kóreu var í opinberri heimsókn í Washington þar sem samningurinn var undirritaður.  AP Photo/Susan Walsh

Bandaríkin og Suður-Kóreumenn hafa undirritað samning sem ætlað er að mæta kjarnorkuógninni frá Norður-Kóreu.

Samkvæmt samningnum sem undirritaður var af Joe Biden og Yoon Suk Yeol í Hvíta húsinu í gær verða bandarískir kafbátar búnir kjarnavopnum reglulega á ferðinni undan ströndum Suður-Kóreu og að Suður-Kóreumenn fái aðgang að kjarnorkuvopnaáætlunum sínum.

Samningurinn, sem kallaður er Washington yfirlýsingin, er sagður eiga að styrkja samband þessara tveggja bandamanna með það að markmiði að draga úr líkum á árás frá Norður-Kóreu. Yfirvöld þar í landi vinna að því að koma sér upp kjarnorkuvopnabúri sem Suður-Kóreu stafar mikil ógn af.

Nú þegar er í gildi varnarsamningur á milli Bandaríkjanna og Suður-Kóreu en nýja yfirlýsingin er sögð styrkja Suður-Kóreumenn í trúnni um að Bandaríkin muni koma þeim til hjálpar ef á reynir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×