Stríddi pabba sínum í beinni útsendingu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2023 15:01 Shaun Wright-Phillips og Ian Wright léttir á því. getty/Sean Dempsey Shaun Wright-Phillips gat ekki stillt sig um að skjóta á pabba sinn, Ian Wright, á meðan toppslag Manchester City og Arsenal stóð. City rúllaði yfir Arsenal, 4-1, í leiknum á Etihad í gær. City er því komið í bílstjórasætið í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Meistararnir eru tveimur stigum á eftir Skyttunum og eiga tvo leiki til góða. Upplitið var ólíkt á Wright-feðgunum á meðan leik stóð. Wright var í öngum sínum yfir stöðunni á meðan Wright-Phillips var hinn kátasti. Og hann nýtti tækifærið og stríddi pabba sínum aðeins á meðan leiknum stóð. „Hæ, hvað segirðu? Bara kanna stöðuna ... vonandi er allt í lagi pabbi,“ skrifaði Wright-Phillips á Twitter, eflaust brosandi út að eyrum. Wright var hins vegar langt frá því að vera brosandi út að eyrum enda var sá hans lið ekki til sólar í leiknum. „Hann er svo pirrandi!“ sagði Wright í Match of the Day á BBC í gær. „Ég kenndi stráknum að pissa. Hann nær samt ekki enn á klósettið.“ Félagar Wrights í Match of the Day, þeir Gary Lineker og Alan Shearer, skemmtu sér konunglega yfir þessari litlu rimmu feðganna sem tengjast liðunum sem áttust við á Etihad sterkum böndum. Wright er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Arsenal enda næstmarkahæsti leikmaður í sögu félagsins. Wright-Phillips spilaði svo tvisvar sinnum með City. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira
City rúllaði yfir Arsenal, 4-1, í leiknum á Etihad í gær. City er því komið í bílstjórasætið í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Meistararnir eru tveimur stigum á eftir Skyttunum og eiga tvo leiki til góða. Upplitið var ólíkt á Wright-feðgunum á meðan leik stóð. Wright var í öngum sínum yfir stöðunni á meðan Wright-Phillips var hinn kátasti. Og hann nýtti tækifærið og stríddi pabba sínum aðeins á meðan leiknum stóð. „Hæ, hvað segirðu? Bara kanna stöðuna ... vonandi er allt í lagi pabbi,“ skrifaði Wright-Phillips á Twitter, eflaust brosandi út að eyrum. Wright var hins vegar langt frá því að vera brosandi út að eyrum enda var sá hans lið ekki til sólar í leiknum. „Hann er svo pirrandi!“ sagði Wright í Match of the Day á BBC í gær. „Ég kenndi stráknum að pissa. Hann nær samt ekki enn á klósettið.“ Félagar Wrights í Match of the Day, þeir Gary Lineker og Alan Shearer, skemmtu sér konunglega yfir þessari litlu rimmu feðganna sem tengjast liðunum sem áttust við á Etihad sterkum böndum. Wright er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Arsenal enda næstmarkahæsti leikmaður í sögu félagsins. Wright-Phillips spilaði svo tvisvar sinnum með City.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Sjá meira