Íslenski boltinn

Björn Berg­mann mættur á heima­slóðir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Björn Bergmann í leik með ÍA á sínum tíma.
Björn Bergmann í leik með ÍA á sínum tíma. Vísir/Daníel

Björn Bergmann Sigurðarson hefur samið við uppeldisfélag sitt ÍA um að spila með liðinu á komandi tímabili í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Björn Bergmann hefur spilað erlendis sem atvinnumaður frá árinu 2009.

Hinn 32 ára gamli Björn Bergmann hefur glímt við erfið meiðsli undanfarin ár og ekki spilað að neinu viti. Þegar hann yfirgaf ÍA haustið 2008 var hann með efnilegustu leikmönnum Íslands og allra Norðurlandanna jafnvel.

Hann gerði gott mót hjá Lilleström í Noregi og fór þaðan til Wolves á Englandi. Þaðan var hann lánaður til Molde og FC Kaupmannahafnar áður en Molde festi kaup á kappanum. Varð hann bæði Noregs- og bikarmeistari með liðinu 2014.

Þaðan lá leiðin til Rússlands og Kýpur á láni áður en hann fór aftur til Lilleström og svo Molde árið 2021. Þar náði hann ekki að sýna sitt rétta andlit vegna meiðsla og er nú genginn aftur í raðir uppeldisfélagsins.

Björn Bergmann er kominn með félagaskipti inn á vef Knattspyrnusambands Íslands en ÍA á enn eftir að tilkynna endurkomu kappans.

Hann á að baki 17 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 1 mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×