Leita sem fyrr á öllum unglingum fyrir ball ársins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2023 07:01 Unglingarnir réðu því sjálfir hver myndi skemmta á Samfestingnum í ár. Páll Óskar er greinilega vinsæll sem fyrr meðal unga fólksins en hann mun trylla lýðinn í Laugardalshöll föstudagskvöldið 5. maí. Vísir/Vilhelm Unglingar hvaðanæva af landinu eru væntanlegir í höfuðborgina föstudaginn 5. maí þegar blásið verður til balls í Laugardalshöll í tilefni Samfestingsins. Leitað verður á öllum ungmennum sem sækja unglingahátíðina til að tryggja öryggi þeirra. Nýlegar fregnir af hnífaburði í samfélaginu og aukinni neyslu varð til þess að móður í Reykjavík svelgdist á vatninu þegar hún fékk upplýsingapóst varðandi ballið fram undan. Þar segir meðal annars: „Af öryggisástæðum mun vera leitað á öllum unglingum sem sækja SamFestinginn. Leit fer fram áður en viðkomandi fer af stað í rútu á ballið og er framkvæmd af starfsfólki í félagsmiðstöð hjá viðkomandi ungling. Leitað er í töskum, úlpum, vösum og víðum klæðnaði. Ef viðkomandi neitar er strax haft samband við foreldra / forsjáraðila og unglingur sendur heim af viðburði á kostnað þeirra,“ segir í pósti til forráðamanna Frístundamiðstöðvar í Reykjavík. Vernda krakka og tryggja öryggi Andrea Marel er deildarstjóri unglingastarfs Tjarnarinnar, félagsmiðstöðvar í Reykjavík. „Þetta er eitthvað sem við höfum alltaf gert. Við óskum eftir því að fá að kíkja í töskur og stóra vassa. Tryggja að ekkert óæskilegt fylgi þeim. Þetta er til að vernda krakkana og tryggja öryggi,“ segir Andrea Marel. Hún segir vel skiljanlegt að fólk tengi þessar aðgerðir saman vegna fregna undanfarið og spurningar vakni. En það sé skýrt verklag að börn séu ekki með áfengi, tóbak eða vímuefni, ekki frekar en aðra óæskilega hluti svo sem vopn sem geti ógnað öryggi fólks. „Það hefur aldrei verið neitt vesen með þetta.“ Allir saman í rútu Samfestingurinn felur í sér heljarinnar ball á föstudagskvöldi og svo söngkeppni á laugardegi. Um er að ræða unglinga í 8. til 10. bekk sem koma víða að. Reglur ballsins fela meðal annars í sér að allir gestir koma saman á ballið í rútu með forsvarsmönnum félagsmiðstöðvarinnar og svo halda allir heim á leið að ballinu loknu. „Þetta eru stífir verkferlar, fullt af starfsfólki og haldið vel utan um börnin.“ Mikil spenna er fyrir ballinu að sögn Andreu. Krakkarnir velja sjálfir listamenn á ballið, bóka þá og eru svo í ýmsum hlutverkum varðandi skipulagningu. Áhugasamir unglingar taka þátt í uppsetningu í Laugardalshöll og kynnast starfi rótarans. Góðir skór lykilatriði Krakkarnir völdu sjálfir Audda og Steinda til að skemmta, Páll Óskar mun syngja og DJ Dóra Júlía þeyta skífum. Þá munu unglingahljómsveitir hita upp fyrir stærri listamennina. Það vakti athygli fyrir rúmum áratug að gestir á Samfésballinu mættu ekki klæðast stuttum pilsum, flegnum bolum eða fráhnepptum skyrtum. Andrea segir þá reglu hafa verið afnumda fyrir mörgum árum. Einu skilaboðin varðandi klæðnað sé góður skóbúnaður. „Það ættu allir að vera í þægilegum skóm. Því þetta er langt, mikið fjör og mikill dans,“ segir Andrea og ljóst að háir hælar eru líklegir til að valda óþægindum í gleðinni fram undan. Grunnskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sakleysi dætranna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Nýlegar fregnir af hnífaburði í samfélaginu og aukinni neyslu varð til þess að móður í Reykjavík svelgdist á vatninu þegar hún fékk upplýsingapóst varðandi ballið fram undan. Þar segir meðal annars: „Af öryggisástæðum mun vera leitað á öllum unglingum sem sækja SamFestinginn. Leit fer fram áður en viðkomandi fer af stað í rútu á ballið og er framkvæmd af starfsfólki í félagsmiðstöð hjá viðkomandi ungling. Leitað er í töskum, úlpum, vösum og víðum klæðnaði. Ef viðkomandi neitar er strax haft samband við foreldra / forsjáraðila og unglingur sendur heim af viðburði á kostnað þeirra,“ segir í pósti til forráðamanna Frístundamiðstöðvar í Reykjavík. Vernda krakka og tryggja öryggi Andrea Marel er deildarstjóri unglingastarfs Tjarnarinnar, félagsmiðstöðvar í Reykjavík. „Þetta er eitthvað sem við höfum alltaf gert. Við óskum eftir því að fá að kíkja í töskur og stóra vassa. Tryggja að ekkert óæskilegt fylgi þeim. Þetta er til að vernda krakkana og tryggja öryggi,“ segir Andrea Marel. Hún segir vel skiljanlegt að fólk tengi þessar aðgerðir saman vegna fregna undanfarið og spurningar vakni. En það sé skýrt verklag að börn séu ekki með áfengi, tóbak eða vímuefni, ekki frekar en aðra óæskilega hluti svo sem vopn sem geti ógnað öryggi fólks. „Það hefur aldrei verið neitt vesen með þetta.“ Allir saman í rútu Samfestingurinn felur í sér heljarinnar ball á föstudagskvöldi og svo söngkeppni á laugardegi. Um er að ræða unglinga í 8. til 10. bekk sem koma víða að. Reglur ballsins fela meðal annars í sér að allir gestir koma saman á ballið í rútu með forsvarsmönnum félagsmiðstöðvarinnar og svo halda allir heim á leið að ballinu loknu. „Þetta eru stífir verkferlar, fullt af starfsfólki og haldið vel utan um börnin.“ Mikil spenna er fyrir ballinu að sögn Andreu. Krakkarnir velja sjálfir listamenn á ballið, bóka þá og eru svo í ýmsum hlutverkum varðandi skipulagningu. Áhugasamir unglingar taka þátt í uppsetningu í Laugardalshöll og kynnast starfi rótarans. Góðir skór lykilatriði Krakkarnir völdu sjálfir Audda og Steinda til að skemmta, Páll Óskar mun syngja og DJ Dóra Júlía þeyta skífum. Þá munu unglingahljómsveitir hita upp fyrir stærri listamennina. Það vakti athygli fyrir rúmum áratug að gestir á Samfésballinu mættu ekki klæðast stuttum pilsum, flegnum bolum eða fráhnepptum skyrtum. Andrea segir þá reglu hafa verið afnumda fyrir mörgum árum. Einu skilaboðin varðandi klæðnað sé góður skóbúnaður. „Það ættu allir að vera í þægilegum skóm. Því þetta er langt, mikið fjör og mikill dans,“ segir Andrea og ljóst að háir hælar eru líklegir til að valda óþægindum í gleðinni fram undan.
Grunnskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sakleysi dætranna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“