Spurðu Guardiola að því hvernig sé hægt að stoppa Haaland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 15:00 Pep Guardiola fagnar með Erling Haland eftir að sá norski hafði átt enn einn markadaginn. MB Media/Getty Images Manchester City tekur á móti Arsenal í kvöld í óbeinum úrslitaleik um enska meistaratitilinn. Arsenal er með fimm stiga forystu á City en Englandsmeistararnir eiga tvo leiki inni og því með málin í sínum höndum. Norðmenn hafa sérstakan áhuga á leiknum enda norskar stórstjörnur í aðalhlutverki í liðunum tveimur. Martin Ödegaard er fyrirliði Arsenal og Erling Haaland er langmarkahæsti leikmaður Manchester City og ensku úrvalsdeildarinnar. Ödegaard er með 12 mörk og 7 stoðsendingar í 31 deildarleik á leiktíðinni en Haaland er með 32 mörk og 5 stoðsendingar í 28 deildarleik. Haaland er á leiðinni að slá flest met í boði á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni og það eru margir knattspyrnustjórar því að velta því fyrir sér hvernig sé hægt að stoppa hann. "How would you stop him?" Pep Guardiola gives Mikel Arteta some advice on how to stop Erling Haaland #MCIARS pic.twitter.com/svU30sFywL— The Sun Football (@TheSunFootball) April 25, 2023 Sá sem þarf ekki að hafa áhyggjur af því er Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Man. City en á blaðamannafundi fyrir leikinn fékk Guardiola sérstaka spurningu frá fréttamanni NRK. „Hvernig er hægt að stoppa leikmann eins og Erling Haaland,“ spurði norski fjölmiðlamaðurinn. „Miðað við það sem hann hefur sýnt á sínum ferli, ekki bara hér, þá skil ég það vel að það er mjög erfitt. Ég tel samt sem lið, að þú þarft að reyna þitt besta í að koma í veg fyrir að hann komist í takt við leikinn og fái sem minnst boltann,“ sagði Pep Guardiola. Pep rifjaði upp hvernig það var að mæta Haaland þegar sá norski spilaði með Borussaa Dortmund. „Það reyndum við að vera með boltann í 70-80 prósent leiktímans. Þú verður að reyna að halda boltanum sem mest innan þíns liðs. Leikurinn á móti Arsemal verður leikur uppfullur af hröðum sóknum og tæklingum. Markmið er að spila agressífan leik með maður á mann vörn út um allan völl. Þá er markvörðurinn sá eini sem er laus. Það verður samt erfitt,“ sagði Guardiola. "We're really impressed by how he behaves, how his mood is, and the way he lives his life."Pep Guardiola gives an insight into the character of Erling Haaland pic.twitter.com/OO3OJVofgK— Football Daily (@footballdaily) April 25, 2023 Enski boltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira
Arsenal er með fimm stiga forystu á City en Englandsmeistararnir eiga tvo leiki inni og því með málin í sínum höndum. Norðmenn hafa sérstakan áhuga á leiknum enda norskar stórstjörnur í aðalhlutverki í liðunum tveimur. Martin Ödegaard er fyrirliði Arsenal og Erling Haaland er langmarkahæsti leikmaður Manchester City og ensku úrvalsdeildarinnar. Ödegaard er með 12 mörk og 7 stoðsendingar í 31 deildarleik á leiktíðinni en Haaland er með 32 mörk og 5 stoðsendingar í 28 deildarleik. Haaland er á leiðinni að slá flest met í boði á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni og það eru margir knattspyrnustjórar því að velta því fyrir sér hvernig sé hægt að stoppa hann. "How would you stop him?" Pep Guardiola gives Mikel Arteta some advice on how to stop Erling Haaland #MCIARS pic.twitter.com/svU30sFywL— The Sun Football (@TheSunFootball) April 25, 2023 Sá sem þarf ekki að hafa áhyggjur af því er Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Man. City en á blaðamannafundi fyrir leikinn fékk Guardiola sérstaka spurningu frá fréttamanni NRK. „Hvernig er hægt að stoppa leikmann eins og Erling Haaland,“ spurði norski fjölmiðlamaðurinn. „Miðað við það sem hann hefur sýnt á sínum ferli, ekki bara hér, þá skil ég það vel að það er mjög erfitt. Ég tel samt sem lið, að þú þarft að reyna þitt besta í að koma í veg fyrir að hann komist í takt við leikinn og fái sem minnst boltann,“ sagði Pep Guardiola. Pep rifjaði upp hvernig það var að mæta Haaland þegar sá norski spilaði með Borussaa Dortmund. „Það reyndum við að vera með boltann í 70-80 prósent leiktímans. Þú verður að reyna að halda boltanum sem mest innan þíns liðs. Leikurinn á móti Arsemal verður leikur uppfullur af hröðum sóknum og tæklingum. Markmið er að spila agressífan leik með maður á mann vörn út um allan völl. Þá er markvörðurinn sá eini sem er laus. Það verður samt erfitt,“ sagði Guardiola. "We're really impressed by how he behaves, how his mood is, and the way he lives his life."Pep Guardiola gives an insight into the character of Erling Haaland pic.twitter.com/OO3OJVofgK— Football Daily (@footballdaily) April 25, 2023
Enski boltinn Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Southampton | Botnliðið mætir á Brúna Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjá meira