Fræðsla gegn fordómum Hópur fólks í ungmennaráði UNICEF á Íslandi skrifar 25. apríl 2023 10:30 Börn eru jafn ólík og þau eru mörg og við eigum að fagna fjölbreytileikanum. Börn eiga að fá að vera eins og þau eru og það er skylda fullorðinna og stjórnvalda að vernda þau og leyfa þeim að vera börn. Lögfesting barnasáttmálans á Íslandi Þann 20. febrúar 2013 var barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi og hafði fyrir það verið fullgildur í rúm 20 ár. Ísland hefur því verið að fylgja barnasáttmálanum í rúm 30 ár og ættum við því flest að vera honum kunnug. En því miður er raunin sú að hvorki börn né fullorðnir virðast þekkja réttindi barna neitt sérstaklega vel. Meira að segja kennarar sem vinna alla daga með börnum virðast sumir hverjir aldrei hafa séð barnasáttmálann. Öll börn eru jöfn Ein af grundvallar greinum barnasáttmálans er 2. grein, Öll börn eru jöfn. Í henni segir að öll börn eigi að njóta allra réttinda barnasáttmálans án tillits til hver þau eru, hvar þau búa, hvaðan þau eru, á hvað það trúa, hvernig þau skilgreina sig, hver bakgrunnur þeirra er o.s.frv. Börn eiga rétt á því að lifa og þroskast og skulu stjórnvöld tryggja það (6.gr). Börn eiga rétt á vernd gegn öllu ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu (19.gr). Börn eiga rétt á því að þegar að fullorðnir taki ákvarðanir sem varða börn sé alltaf gert það sem börnum er fyrir bestu (3.gr). Þegar barnasáttmálinn er skoðaður er það frekar augljóst að fullorðnum ber skylda til þess að vernda börn hvernig sem þau eru og leyfa þeim að vera þau sjálf. Skólafræðsla Samtakanna ´78 Samtökin ´78 eru hagsmunasamtök hinsegin fólks og standa meðal annars fyrir fræðslum um hinseginleikann í grunnskólum. Þessar fræðslur eru gríðarlega mikilvægar fyrir skólakerfið og ættu að vera fastur liður í grunnskólum enda fjalla þær um málefni sem öll börn ættu að þekkja. Börn, foreldrar og kennarar ættu að fá fræðslu um hinseginleikann enda er hann stór hluti af samfélaginu. Fræðsla Samtakanna ´78 er frábær, í henni eru börn frædd um hvað það þýðir að vera hinsegin og er kennt að fagna fjölbreytileikanum. Börn eru allskonar og það er mikilvægt að foreldrar, kennarar og ekki síst samnemendur séu vel frædd um hinseginleikann svo það sé öruggt að vel verði tekið á móti hinseginn nemendum. Samtökin ´78, þeirra starf og þeirra fræðsla er því virkilega mikilvæg fyrir samfélagið sem að við búum í í dag og henni ætti að vera fagnað. 99. grein barnaverndarlaga Nýlega kom út grein þar sem þeirri hugmynd var velt upp hvort Samtökin ´78 gerðust brotleg við 99. gr. barnaverndarlaga. Í 99. gr. barnaverndarlaga segir meðal annars: „Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“ og vill höfundur greinarinnar meina að það sé særandi og móðgandi fyrir barn að heyra að það sé í vitlausum líkama (og vísar þar í fræðslu samtakanna). Þessar staðhæfingar eru alveg út í hött, það er virkilega mikilvægt að börn séu frædd um hinseginleikann og viti hvar þau geta leitað sér ráðgjafar ef þau eru óviss með kyn sitt eða kynhneigð. Samtökin´78 brjóta ekki barnaverndarlög, Samtökin ´78 sinna mikilvægu starfi og það á að fagna því frábæra starfi sem þau sinna. Að lokum Að lokum vill Ungmennaráð UNICEF minna á að öll börn eiga rétt á því að vera þau sem þau eru, ekkert barn á að þurfa að búa við það að þurfa að fela hver þau eru. Ekkert barn á að verða fyrir fordómum og öll börn eiga rétt á góðu og öruggu lífi. Öll börn eru jöfn og það á alltaf að gera það sem er börnunum fyrir bestu. Höfundar eru Ungmennaráð UNICEF á Íslandi Brynjar Bragi Einarsson - Formaður Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage - Varaformaður Arnar Snær Snorrason Arndís Rut Sigurðardóttir Daníel Örn Gunnarsson Elísabet Lára Gunnarsdóttir Fjóla Ösp Baldursdóttir Rebekka Lind Kristinsdóttir Snæfríður Edda Ragnarsdóttir Thoroddsen Sólveig Hjörleifsdóttir Vigdís Elísabet Bjarnadóttir Ylfa Blöndal Egilsdóttir Þröstur Flóki Klemensson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Börn eru jafn ólík og þau eru mörg og við eigum að fagna fjölbreytileikanum. Börn eiga að fá að vera eins og þau eru og það er skylda fullorðinna og stjórnvalda að vernda þau og leyfa þeim að vera börn. Lögfesting barnasáttmálans á Íslandi Þann 20. febrúar 2013 var barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna lögfestur á Íslandi og hafði fyrir það verið fullgildur í rúm 20 ár. Ísland hefur því verið að fylgja barnasáttmálanum í rúm 30 ár og ættum við því flest að vera honum kunnug. En því miður er raunin sú að hvorki börn né fullorðnir virðast þekkja réttindi barna neitt sérstaklega vel. Meira að segja kennarar sem vinna alla daga með börnum virðast sumir hverjir aldrei hafa séð barnasáttmálann. Öll börn eru jöfn Ein af grundvallar greinum barnasáttmálans er 2. grein, Öll börn eru jöfn. Í henni segir að öll börn eigi að njóta allra réttinda barnasáttmálans án tillits til hver þau eru, hvar þau búa, hvaðan þau eru, á hvað það trúa, hvernig þau skilgreina sig, hver bakgrunnur þeirra er o.s.frv. Börn eiga rétt á því að lifa og þroskast og skulu stjórnvöld tryggja það (6.gr). Börn eiga rétt á vernd gegn öllu ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu (19.gr). Börn eiga rétt á því að þegar að fullorðnir taki ákvarðanir sem varða börn sé alltaf gert það sem börnum er fyrir bestu (3.gr). Þegar barnasáttmálinn er skoðaður er það frekar augljóst að fullorðnum ber skylda til þess að vernda börn hvernig sem þau eru og leyfa þeim að vera þau sjálf. Skólafræðsla Samtakanna ´78 Samtökin ´78 eru hagsmunasamtök hinsegin fólks og standa meðal annars fyrir fræðslum um hinseginleikann í grunnskólum. Þessar fræðslur eru gríðarlega mikilvægar fyrir skólakerfið og ættu að vera fastur liður í grunnskólum enda fjalla þær um málefni sem öll börn ættu að þekkja. Börn, foreldrar og kennarar ættu að fá fræðslu um hinseginleikann enda er hann stór hluti af samfélaginu. Fræðsla Samtakanna ´78 er frábær, í henni eru börn frædd um hvað það þýðir að vera hinsegin og er kennt að fagna fjölbreytileikanum. Börn eru allskonar og það er mikilvægt að foreldrar, kennarar og ekki síst samnemendur séu vel frædd um hinseginleikann svo það sé öruggt að vel verði tekið á móti hinseginn nemendum. Samtökin ´78, þeirra starf og þeirra fræðsla er því virkilega mikilvæg fyrir samfélagið sem að við búum í í dag og henni ætti að vera fagnað. 99. grein barnaverndarlaga Nýlega kom út grein þar sem þeirri hugmynd var velt upp hvort Samtökin ´78 gerðust brotleg við 99. gr. barnaverndarlaga. Í 99. gr. barnaverndarlaga segir meðal annars: „Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“ og vill höfundur greinarinnar meina að það sé særandi og móðgandi fyrir barn að heyra að það sé í vitlausum líkama (og vísar þar í fræðslu samtakanna). Þessar staðhæfingar eru alveg út í hött, það er virkilega mikilvægt að börn séu frædd um hinseginleikann og viti hvar þau geta leitað sér ráðgjafar ef þau eru óviss með kyn sitt eða kynhneigð. Samtökin´78 brjóta ekki barnaverndarlög, Samtökin ´78 sinna mikilvægu starfi og það á að fagna því frábæra starfi sem þau sinna. Að lokum Að lokum vill Ungmennaráð UNICEF minna á að öll börn eiga rétt á því að vera þau sem þau eru, ekkert barn á að þurfa að búa við það að þurfa að fela hver þau eru. Ekkert barn á að verða fyrir fordómum og öll börn eiga rétt á góðu og öruggu lífi. Öll börn eru jöfn og það á alltaf að gera það sem er börnunum fyrir bestu. Höfundar eru Ungmennaráð UNICEF á Íslandi Brynjar Bragi Einarsson - Formaður Sara Jóhanna Geirsdóttir Waage - Varaformaður Arnar Snær Snorrason Arndís Rut Sigurðardóttir Daníel Örn Gunnarsson Elísabet Lára Gunnarsdóttir Fjóla Ösp Baldursdóttir Rebekka Lind Kristinsdóttir Snæfríður Edda Ragnarsdóttir Thoroddsen Sólveig Hjörleifsdóttir Vigdís Elísabet Bjarnadóttir Ylfa Blöndal Egilsdóttir Þröstur Flóki Klemensson
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun