Kann vel við að búa í ferðatösku Íris Hauksdóttir skrifar 27. apríl 2023 07:01 Hafdís Eyja segir það að hafa flutt út og fylgt draumnum eftir eina bestu ákvörðun lífs síns en hún dansar nú víða um Evrópu með virtum dönsurum aðsend Hafdís Eyja Vésteinsdóttir segir ástríðu sína fyrir dansi alltaf hafa verið til staðar en áhuginn hafi kviknað í kringum tónlistina sem hún var alin upp við. Hafdís sogaðist inn í hip hop heiminn ung að árum. „Það breytti engu hvort það var dans, myndlist eða tónlist, þetta togaði allt saman í mig. Eftir því sem ég eldist bætti ég meira flæði inn í stílinn minn og fór í kjölfarið að kafa betur í house og litefeet. Þetta mótaði minn dansgrunn. Í dag myndi ég segja að ég væri dansari með blöndu af fusion hip hop, house og litefeet. Öllu þessu flétta ég saman í eitt verk. Mér finnst miklu skemmtilegra að blanda saman í stað þess að merkja mig sem eitthvað eitt.“ Hafdís Eyja tók þátt í danskeppninni Dance World Cup í Portúgal og endaði í fimmta sæti í einstaklingskeppni í hip hop flokki.aðsend Hafdís hefur lifað og hrærst í dansheiminum undanfarin tíu ár en hún byrjaði fyrst að læra hjá Dansstúdíó World Class árið 2013. Haustið 2019 tók hún svo við sem kennari. „Þetta sama sumar tók ég þátt í danskeppninni Dance World Cup í Portúgal og endaði í fimmta sæti í einstaklingskeppni í hip hop flokki. Ég tók einnig þátt í hópakeppni með danshóp DWC þar sem við unnum fimmta sætið.“ Ævintýrið byrjaði eins og flestar góðar skyndiákvarðanir Hafdís hefur nú verið búsett erlendis síðan sumarið 2021 en segir þann búflutning einn af bestu ákvörðunum lífs síns. „Þetta ævintýri byrjaði eins og flestar skyndiákvarðanir í mínu lífi. Ég ætlaði að skella mér í frí til Köben og sækja þar dansnámskeið hjá Copenhagen Dance Space. Þá var mér boðið pláss í dansklassanum þeirra sem spannaði tæpt ár. Þetta var ekki flókin ákvörðun og ég ákvað að hoppa bara á þetta og flytja til Kaupmannahafnar. Ég lærði fullt af kennurum allstaðar að úr heiminum, mestmegnis á commercial og choreography sviði. Utan dansstúdíósins sótti ég einnig marga viðburði sem byggðu á freestyle og tilheyrðu hip hop senunni.“ Hafdís Eyja hefur undanfarið unnið mikið með listamönnunum Kenzo Alvares og Lolu Beckers.aðsend Besta ákvörðunin að flytja út og fylgja draumnum Hafdís er nú búsett í Utrecht, rétt fyrir utan Amsterdam en hún flutti þangað fyrir rúmu ári. Undanfarið hefur hún unnið mikið með listamönnunum Kenzo Alvares og Lolu Beckers. „Ég dansaði judge demo á World of dance með Lolu en svo hef ég verið að gigga reglulega og skjóta tónlistarmyndbönd með Kenzo síðan í sumar. Hann er gríðarlega vinsæll í tónlistarheiminum. Kenzo er gríðarlega vinsæll í tónlistarheiminum.aðsend Ég hef verið heppin og fengið tækifæri til þess að kenna í stórum stúdíóum í Hollandi. Það hefur allt gengið súper vel. Undanfarið ár hef ég ferðast um alla Evrópu til þess að efla og dýpka þekkingu mína á dansi. Lengst af í París þar sem freestyle senan er einna stærst en líka í Berlín, Belgíu og London." Kann vel við sig í ferðatösku Hafdís segir mikið um að vera í evrópskri danssenu og tækifærin leynist víða, hún sé því ekki á leiðinni heim neitt á næstunni. „Ég elska að lífið hérna úti og kann mjög vel við það að búa í ferðatösku þó það sé stundum gott að stoppa í lengri tíma sumstaðar. Það er svo gaman að kynnast annarri menningu, eignast vini, læra tungumálið og detta inn í danssamfélagið á hverjum stað fyrir sig.“ Hafdís Eyja segir gaman að detta inn í danssamfélagið á hverjum stað fyrir sig.aðsend Spurð hvaðan hún sæki innblástur segir Hafdís hann einmitt spretta frá ferðalögunum. „Ég nærist á að skapa og semja dansverk. Fólkið sem ég kynnist á flakkinu kemur þar sterkt inn. Samtöl og ótrúleg atvik sem komið hafa upp á. Það er svo magnað að hugsa út í allt hæfileikafólkið sem maður hefur kynnst og séð skapa svo stórkostlega hluti.“ „Ég nærist á að skapa og semja dansverk."aðsend Þegar talið berst að framtíðinni segist Hafdís helst vilja túra sem mest og vinna með fjölbreyttum hópi listafólks. „Mig langar að vinna með öllum skalanum af fólki sem dansari, listrænn stjórnandi og kóreógrafíker. Klippa: Hafdís Eyja - dans Eitt af markmiðum mínum er að kenna dans út um allan heim en framtíðarsýn mín liggur í raun í því að skapa sama í hvaða formi það er, svo lengi sem það tengist dansi. Stefnan er núna að taka þátt í danssýningu sem haldin verður í Perú og byggir mest á hip hop, dancehall og afro dansstílunum. Ég er sjúklega spennt fyrir því verkefni. Bara það að flytja út og fylgja draumnum er besta ákvörðun sem ég hef tekið og ég mæli eindregið með því fyrir alla sem hafa stóra drauma að hoppa út í djúpu laugina og fylgja þeim eftir.“ Menning Dans Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira
Hafdís sogaðist inn í hip hop heiminn ung að árum. „Það breytti engu hvort það var dans, myndlist eða tónlist, þetta togaði allt saman í mig. Eftir því sem ég eldist bætti ég meira flæði inn í stílinn minn og fór í kjölfarið að kafa betur í house og litefeet. Þetta mótaði minn dansgrunn. Í dag myndi ég segja að ég væri dansari með blöndu af fusion hip hop, house og litefeet. Öllu þessu flétta ég saman í eitt verk. Mér finnst miklu skemmtilegra að blanda saman í stað þess að merkja mig sem eitthvað eitt.“ Hafdís Eyja tók þátt í danskeppninni Dance World Cup í Portúgal og endaði í fimmta sæti í einstaklingskeppni í hip hop flokki.aðsend Hafdís hefur lifað og hrærst í dansheiminum undanfarin tíu ár en hún byrjaði fyrst að læra hjá Dansstúdíó World Class árið 2013. Haustið 2019 tók hún svo við sem kennari. „Þetta sama sumar tók ég þátt í danskeppninni Dance World Cup í Portúgal og endaði í fimmta sæti í einstaklingskeppni í hip hop flokki. Ég tók einnig þátt í hópakeppni með danshóp DWC þar sem við unnum fimmta sætið.“ Ævintýrið byrjaði eins og flestar góðar skyndiákvarðanir Hafdís hefur nú verið búsett erlendis síðan sumarið 2021 en segir þann búflutning einn af bestu ákvörðunum lífs síns. „Þetta ævintýri byrjaði eins og flestar skyndiákvarðanir í mínu lífi. Ég ætlaði að skella mér í frí til Köben og sækja þar dansnámskeið hjá Copenhagen Dance Space. Þá var mér boðið pláss í dansklassanum þeirra sem spannaði tæpt ár. Þetta var ekki flókin ákvörðun og ég ákvað að hoppa bara á þetta og flytja til Kaupmannahafnar. Ég lærði fullt af kennurum allstaðar að úr heiminum, mestmegnis á commercial og choreography sviði. Utan dansstúdíósins sótti ég einnig marga viðburði sem byggðu á freestyle og tilheyrðu hip hop senunni.“ Hafdís Eyja hefur undanfarið unnið mikið með listamönnunum Kenzo Alvares og Lolu Beckers.aðsend Besta ákvörðunin að flytja út og fylgja draumnum Hafdís er nú búsett í Utrecht, rétt fyrir utan Amsterdam en hún flutti þangað fyrir rúmu ári. Undanfarið hefur hún unnið mikið með listamönnunum Kenzo Alvares og Lolu Beckers. „Ég dansaði judge demo á World of dance með Lolu en svo hef ég verið að gigga reglulega og skjóta tónlistarmyndbönd með Kenzo síðan í sumar. Hann er gríðarlega vinsæll í tónlistarheiminum. Kenzo er gríðarlega vinsæll í tónlistarheiminum.aðsend Ég hef verið heppin og fengið tækifæri til þess að kenna í stórum stúdíóum í Hollandi. Það hefur allt gengið súper vel. Undanfarið ár hef ég ferðast um alla Evrópu til þess að efla og dýpka þekkingu mína á dansi. Lengst af í París þar sem freestyle senan er einna stærst en líka í Berlín, Belgíu og London." Kann vel við sig í ferðatösku Hafdís segir mikið um að vera í evrópskri danssenu og tækifærin leynist víða, hún sé því ekki á leiðinni heim neitt á næstunni. „Ég elska að lífið hérna úti og kann mjög vel við það að búa í ferðatösku þó það sé stundum gott að stoppa í lengri tíma sumstaðar. Það er svo gaman að kynnast annarri menningu, eignast vini, læra tungumálið og detta inn í danssamfélagið á hverjum stað fyrir sig.“ Hafdís Eyja segir gaman að detta inn í danssamfélagið á hverjum stað fyrir sig.aðsend Spurð hvaðan hún sæki innblástur segir Hafdís hann einmitt spretta frá ferðalögunum. „Ég nærist á að skapa og semja dansverk. Fólkið sem ég kynnist á flakkinu kemur þar sterkt inn. Samtöl og ótrúleg atvik sem komið hafa upp á. Það er svo magnað að hugsa út í allt hæfileikafólkið sem maður hefur kynnst og séð skapa svo stórkostlega hluti.“ „Ég nærist á að skapa og semja dansverk."aðsend Þegar talið berst að framtíðinni segist Hafdís helst vilja túra sem mest og vinna með fjölbreyttum hópi listafólks. „Mig langar að vinna með öllum skalanum af fólki sem dansari, listrænn stjórnandi og kóreógrafíker. Klippa: Hafdís Eyja - dans Eitt af markmiðum mínum er að kenna dans út um allan heim en framtíðarsýn mín liggur í raun í því að skapa sama í hvaða formi það er, svo lengi sem það tengist dansi. Stefnan er núna að taka þátt í danssýningu sem haldin verður í Perú og byggir mest á hip hop, dancehall og afro dansstílunum. Ég er sjúklega spennt fyrir því verkefni. Bara það að flytja út og fylgja draumnum er besta ákvörðun sem ég hef tekið og ég mæli eindregið með því fyrir alla sem hafa stóra drauma að hoppa út í djúpu laugina og fylgja þeim eftir.“
Menning Dans Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fleiri fréttir Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Sjá meira