Enski boltinn

Weghorst kyssti boltann fyrir vítið örlagaríka hjá March

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wout Weghorst smellir kossi á boltann áður hann réttir Solly March hann.
Wout Weghorst smellir kossi á boltann áður hann réttir Solly March hann. getty/Marc Atkins

Wout Weghorst skoraði ekki bara úr sinni spyrnu í vítakeppninni í leik Brighton og Manchester United í ensku bikarkeppninni í gær heldur gæti hann hafa truflað Solly March áður en honum brást bogalistin á punktinum.

Úrslitin í leik Brighton og United í undanúrslitum bikarkeppninnar réðust í vítakeppni. Weghorst, sem kom inn á sem varamaður í framlengingunni, tryggði United aðra umferð í bráðabana þegar hann skoraði úr sjöttu spyrnu liðsins.

Hollendingurinn lét ekki þar við sitja heldur hélt á boltanum og kyssti hann áður en hann rétti March hann. Hvort sem koss Weghorsts hafði áhrif eða ekki hitti March allavega ekki markið úr sinni spyrnu. Victor Lindelöf tryggði United svo sæti í úrslitaleiknum með því að skora úr sjöundu spyrnu liðsins.

Þrettán af fjórtán spyrnum liðanna í vítakeppninni fóru í markið en March var sá eini sem klikkaði. Samherjar hans og knattspyrnustjórinn Roberto De Zerbi reyndu hvað þeir gátu til að hughreysta hann eftir að úrslitin voru ráðin.

Weghorst hljóp aftur á móti beint í átt að stuðningsmönnum United eftir að Lindelöf skoraði úr sinni spyrnu og fagnði með þeim.

United mætir hinu Manchester-liðinu, City, í úrslitaleik bikarkeppninnar 3. júní. United getur þar bætt þrettánda bikartitlinum í safnið.


Tengdar fréttir

„Vorum stað­ráðnir í að vinna þennan leik“

Erik Ten Hag og lærisveinar hans eru komnir í úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirrar elstu og virtustu. Tapið gegn Sevilla á fimmtudagskvöld sat þó enn í Ten Hag er hann ræddi við blaðamenn eftir sigur Manchester United á Brighton & Hove Albion eftir vítaspyrnukeppni á Wembley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×